Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 32
Þó að Hek la sk a r t i hvítu og stirni á hana í skammdegissólinni þá er jörð auð á jafnsléttu þegar við Ernir ljósmyndari brunum upp
Rangárvellina til fundar við Hörpu
Rún Kristjánsdóttur. Hún á heima
í Hólum og þar er sólarlaust, því
sú gula hverfur yfir hádaginn bak
við Bjólfellið á þessum tíma árs. En
Harpa Rún tekur brosandi á móti
okkur á hlaðinu, ásamt þremur
hundum og í þeim fjórða heyrist að
húsabaki. „Það er búið að básúna í
öllum fjölmiðlum að ég sé sauðfjár
bóndi, fólk heldur örugglega að ég
sé eins og Heiða, segir hún hlæjandi.
„Það er ekki þannig. Mamma og
pabbi eru bændurnir en við systk
inin búum hérna líka.“
Við byrjum á að rölta út í fjárhús
sem eru steinsnar frá, þar eru lömb
in, jórtrandi og værðarleg, en ærnar
fá að vera úti fram á fengitíma, rétt
fyrir jól. Útihúsin eru með hlöðn
um veggjum. „Þessi hús eru byggð
af ömmu og afa, Haraldi og Guð
rúnu, þau hófu búskap hér 1943.
Hólar voru nýbýli út úr Næfurholti,
móðuramma mín var þaðan,“ upp
lýsir Harpa Rún og bendir í átt að
Næfurholti en hrauntunga skyggir
á bæinn.
Hlaðan er full af smáböggum.
„Það var gott sumar og ekkert mál að
fullþurka hey, líka miklu umhverf
isvænna að sleppa plastinu,“ segir
Harpa Rún en tekur fram að þau
eigi líka rúllubagga, þeir séu einkum
gefnir stórgripum. „Það er beitar
húsabragur hjá okkur enn, fjárhúsin
eru svolítið dreifð og ærnar eru í
hópum. Breytingar á loftslagi valda
því að það er hætt að vera sjnóþungt
hér á Suðurlandi. Nokkrum dögum
eftir að ég fæddist, árið 1990, kom
ljósmóðir að skoða mig og hún kom
á snjóbíl. Þá náði snjórinn upp á
glugga hér og tröppur voru niður
að bæjardyrum. Ég man líka auð
vitað eftir snjó og ófærð en eftir að
skólabíll fór að ganga er moksturinn
heldur reglulegri.“
Lambgimbrarnar eru ótrúlega
spakar miðað við að vera nýkomn
ar á hús. Allar bústnar og margar
mislitar. „Við erum að fjölga mis
litu, því margt ullarvinnslufólk í
kringum okkur sækist eftir þannig
ull.“ Bendir á eina gimbrina. „Þessi
morf lekkótta fékk hita sem ung
lamb í vor og missti alla hvítu ullina
um tíma en mórauða ullin hélt sér.“
Tókstu ekki mynd? spyr ég. „Nei,
nei. Hver tekur myndir í maí?“ spyr
hún á móti, hlæjandi.
Vill að kindanöfn fái athygli
Er ykkar fé af sérstökum stofni?
„Það kemur upphaf lega úr Öræf
unum við fjárskipti upp úr 1950,
þegar allt hafði verið skorið hér
niður vegna mæðiveiki,“ svarar
Harpa Rún. Ég verð hálf kindarleg,
segi samt ekkert fyrr en í ljós kemur
að fyrsta ær móður hennar var af
sömu torfu og ég því fjármarkið
fylgdi með, blaðstýft framan hægra
og lögg aftan vinstra. Þá get ég ekki
þagað lengur – það mark er frá
Hnappavöllum. „Já, Hnappa hét ein
mitt þessi kind!,“ segir Harpa Rún.
„Pabbi flutti svo hingað frá Vindási
í Landsveit 1974 með sitt fé og það er
búið að fá hrúta og sæða og svoleiðis
þannig að allt er orðið blandað.“
Eitt af þeim verkum sem fram
undan eru er að skíra lambgimbr
arnar, að sögn Hörpu Rúnar. Skáld
kona er nú ekki í vandræðum með
að finna nöfn, segi ég. „Jú, jú, hún er
það,“ svarar hún að bragði. „En við
höfum alltaf skírt ærnar. Í sumum
tilfellum notum við nafn kyn
móðurinnar og skeytum öðrum
nöfnum framan við. Pabbi var ein
mitt að tala um í hádeginu að hann
ætti orðið svo margar Krögur að
hann væri að lenda í vandræðum,
hann á Skógarkrögu og Birkikrögu
og þar fram eftir götunum. Hann á
líka bátakyn, Skonnortu, Snekkju,
Þóftu, Ár og f leiri í þeim dúr og
bróðir minn á Krúnukyn sem er
Jólaklukkan
inni í mér
Við rætur eldfjallsins Heklu býr skáldið,
bókmenntafræðingurinn og bóndinn
Harpa Rún Kristjánsdóttir. Hún hlaut verð-
laun sem kennd eru við Tómas Guðmunds-
son í haust fyrir fyrstu ljóðabók sína, Eddu.
„Ég er rosa
mikið jóla-
barn. Vil alltaf
gera allt eins
og áður, baka
það sama, hafa
sama skraut á
sama stað og
halda í hefðir,“
segir skáldið.
FRÉTTABLAÐIÐ
ERNIR
út af kindinni sem hann fékk í
tannfé. Helst þarf að láta nöfnin
passa karakternum, við höfum oft
átt Fjandafælu, hún þarf að líta út
á sérstakan hátt. Eigum enga núna,
en erum að bíða eftir að komi ný.
Því nöfn erfast. Það er afleitt þegar
kind drepst, eina bótin að það er
hægt að nota nafnið.“ Hörpu Rún
finnst að kindanöfn mættu fá meiri
athygli í þjóðfélaginu. „Á degi sauð
kindarinnar eru veitt verðlaun fyrir
afurðahæstu ána og besta rækt
unarbúið, mér finnst að það ætti að
verðlauna besta nafnið. Ég væri til í
að sitja í þeirri dómnefnd.“
Á leið okkar inn í bæ tökum við
smá krók og heilsum upp á hrossin.
Eitt er moldótt. „Þetta er Snerpa,
hún er undan Kolbrá, jörpu mer
inni hennar mömmu, og leirljósum
ÞEGAR ÉG FÓR AÐ SKRIFA
UM GAMLA KONU SEM
VAR AÐ HÆTTA AÐ SKILJA
HEIMINN ÞÁ FATTAÐI ÉG
SAMHENGIÐ VIÐ BARNIÐ
SEM VAR AÐ BYRJA AÐ
SKILJA HEIMINN. ÞAÐ
VARÐ KVEIKJAN.
Framhald á síðu 30
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð