Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 36

Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 36
Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi er stadd-ur í Reykjavík að útrétta. Hann ætlar að gefa Þjóðar-bókhlöðunni dagbækur sínar um lífið á Grænlandi seinna þennan dag. Honum finnst ekki endilega gott að sitja á kaffihúsum borgarinnar. Kliðurinn finnst honum óþægi- legur, hann er orðinn vanur lág- stemmdara andrúmslofti á Græn- landi. „Það kemur sér vel að vera með skaddaða heyrn í Reykjavík,“ segir hann kíminn. Hann hefur þó fundið sér fundarstað sem honum líkar vel. Gráa köttinn á Hverfisgötu þar sem hann fær sér vel útilátinn hádegis- verð á meðan hann rifjar upp fyrstu ferðina til Grænlands og ýmsar svaðilfarir yfir ævi sína. Stakk af fimmtán ára Stefán var aðeins fimmtán ára gam- all þegar hann fór fyrst til Græn- lands í óleyfi. Hann skrifaði móður sinni kveðjubréf og keypti sér far- miða út til Narsaq og fór þaðan með bát til bæjarins Qaqortoq. Hann fannst eftir þriggja daga dvöl á land- inu og sneri aftur heim til Íslands. En eitthvað var breytt innra með honum og hann hafði sterka löngun til að snúa aftur. Og fékk með leyfi móður sinnar að snúa aftur strax ári seinna. Hvernig var umhorfs á Grænlandi þegar þú fórst þangað fyrst, það hefur auðvitað margt breyst? „Það fyrsta sem ég tók eftir voru selrifin sem voru hangandi utan á mörgum húsum í bænum til að þurrka kjötið. Þetta sér maður ekki í dag. Þá var hafísinn fastur við land og veiðimenn fóru út á ísinn, veiddu seli og gerðu að aflanum. Nú gerist það varla að ísinn sé fastur við land. Það sem ég man líka eftir var hvað aðbúnaður fólks var frumstæður og sum heimili höfðu ekki vatn. Þetta var gjörólíkt lífinu á Íslandi. Ég fann fyrir sterkri frelsistil- finningu á Grænlandi, þar var allt svo opið og aðgangur fólks að stór- brotinni náttúru frjáls. Ég var mikið náttúrubarn og hafði sterka þörf fyrir að vera úti og tengjast nátt- úrunni. Á Grænlandi voru engar hömlur. Á Íslandi þurfti að borga stórfé fyrir að veiða silung eða lax í á. En á Grænlandi geta allir fengið að veiða, það er að vísu svolítið dýrt fyrir ferðamenn því þeir þurfa að kaupa þjónustu í kringum veið- arnar. Almannarétturinn er þann- ig að Grænlendingar hafa aðgang að náttúrunni án endurgjalds. Unga fólkið færir von Það hefur svo ótalmargt breyst. Þú sérð hvergi selrifin hanga úti á húsum til þerris. Ekki nema í fáeinum þorpum í þeim tilgangi að halda í hefðina. Þá eru selveiðar stundaðar frá hraðbátum með 200 hestöf lum og kajakróðurinn er meira sport, kajakróðrafélag Græn- lands er til sem hefur verkstæði til umráða og þar getur fólk lært að smíða sér hefðbundinn kajak. Mannlífið hefur líka tekið stór- felldum breytingum og mataræð- ið. Unga fólkið á Grænlandi hefur fitnað eins og á Íslandi. En áður fyrr, það var mjög sjaldgæft að sjá feitan ungling. Nú borðar unga fólkið pítsur og hamborgara eins og víð- ast hvar annars staðar og það þarf að hafa fyrir því að halda í matar- hefðir eldri kynslóða. Unga kynslóðin er hins vegar von Grænlands. Hún er vel menntuð og hefur aðra sýn á lífið. Þau geta búið til önnur tækifæri þegar náttúran breytist og atvinnuvegirnir með.“ Stefán er fráskilinn og á tvö börn. Uppkominn son og dóttur sem stundar nám í menntaskóla á Grænlandi. „Strákurinn minn er 22 ára og hann er á sjó hjá Arctic Prime Brim á togara. Hann hefur verið á togara í fjögur ár en er búinn að átta sig á því að það sé kannski góð hugmynd að fara í skóla. Hann ætlar í mennta- skóla í haust og ég held að það sé góð ákvörðun. Dóttir mín komst inn á verslunarbraut menntaskólans í Qaqortoq sem er skólabær Suður- Grænlands. Þegar ég kom í þann bæ fyrst sem ungur maður þá var þar bara barnaskóli og ekkert annað. En nú er þetta orðið mikið fræðasam- félag. Þar er menntaskóli, verslunar- skóli og einnig undirbúningsskóli fyrir þá sem hafa f losnað upp úr námi. Í bænum eru f leiri hundruð nemendur frá öllu Grænlandi og stunda nám. Ég er afskaplega stoltur af báðum börnum mínum. Það hefur fleira breyst. Síðustu ár hefur ferðamannaiðnaðurinn hald- ið innreið sína á Grænlandi. Mér hefur fundist það hafa góð áhrif á líf fólks. Hjá mér hefur áherslan færst frá bústörfum yfir í ferðaþjónustu. Hjörðin mín fær að vera á lífi.“ Er meiri sátt í því? „Já, það er það. Og treystir grund- völl fólks. Ég hafði ekki hugsað mér að fara út í ferðaþjónustu, það bara gerðist svona smám saman.“ Rautt gat í snjónum Stefán er með stórt ör í andlitinu sem liggur undir neðri vör. Hvað gerðist? „Þetta var eitt af mörgum slysum sem ég hef lent í. Þetta var snemma vors árið 1989 og ég var að smala hreindýrum og fara með þau af vetrarlandi yfir á sumarlandið. Ég var á vélsleða og horfði til hliðar á hjörðina meðan ég keyrði. Það var skýjað og ég sá því ekki alltaf vel til. Það var alhvíta. Og þar sem ég horfði á hreindýra- hjörðina sem var á leið niður hlíðina mér á vinstri hönd fór ég fram af klettavegg og var allt í einu í lausu lofti. Vélsleðinn flaug á undan mér og ég skall svo niður á hann, beint á skerminn sem skarst í hökuna. Ég veit ekki hvað ég lá lengi í roti en ég vaknaði og horfði á rautt gat ofan í snjóinn. Ég fann svo að ég gat stungið tungunni í gegn. Svo tók ég snjó og þurrkaði svolítið blóðið af mér. Sem betur fer var sleðinn ekki ónýtur. Hann hafði stungist á kaf en mér tókst að grafa hann upp og starta honum. Ég var í 40 kíló- metra fjarlægð frá næsta þorpi og ók þangað yfir ísilagðan fjörð. Þetta var á þeim tíma sem voru kaldir vetur. Það hefði ég ekki getað gert í dag, því það frystir ekki lengur yfir fjörðinn. Ljósmóðirin í þorpinu saumaði saman sárið og þetta greri f ljótt.“ Og ég veit að þú hefur nú lent í f leiri slysum, hreyfa þau ekkert við þér? „Ég krassaði einu sinni niður með þyrlu og stútaði henni en labbaði alheill út úr brakinu. Þá sagði kær- astan mín við mig að ég þyrfti að sækja mér áfallahjálp. Mér fannst ég ekki þurfa þess, því það var allt í lagi með mig. Ég talaði við eiginmann sálfræðingsins og hann sagði bara nei, nei, drekktu bara eina flösku af brennivíni.“ Já, er það ekki bara misjafnt hvað Trump, kúrekar og kósakkar Ævi Stefáns Hrafns Magnúsarsonar hrein- dýrabónda hefur verið ævintýri líkust. Hann hefur búið um þrjá áratugi vestast á Suður-Grænlandi á bújörðinni Isortoq og því fengið að upplifa ótrúlegar breytingar sem hafa orðið á náttúru og lífi í landinu. „Hér á Suður-Grænlandi eru talin vera um 60 prósent náttúruauðlinda heimsins af sjaldgæfum málmum sem eru notaðir til að búa til snjallsíma,“ segir Stefán. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI EF ÞÚ ERT MEÐ TILLÖGU OG ÞÉR MÆTIR ÞÖGN, ÞÁ VEISTU AÐ ÞÚ ÞARFT AÐ FÆRA BETRI RÖK FYRIR MÁLI ÞÍNU EÐA ÞÚ HEFUR TAPAÐ BARÁTTUNNI. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.