Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 38

Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 38
Í ævi sögu Stefáns, Isortoq – Stefán hrein dýra bóndi, eft ir Svövu Jóns dótt ur er að finna lifandi frásagnir sem byggðar eru á minningum hans og dagbókarskrifum. Hér er gripið niður í kaflann: Veiðisögur og segir frá létt- ustu veiðiferð sem Stefán hefur nokkurn tímann farið í. Ég hafði mikinn áhuga á alls konar veiðimennsku fyrir mörgum árum síðan en núna finnst mér skemmtilegra að upplifa náttúruna og eins legg ég áherslu á að borða hollan mat upprunninn í náttúrunni. Ég vil helst vera vinur hreindýranna og þau dýr sem ég verð að af lífa eru þau sem koma til slátrunar þegar ég smala þeim saman. Ef ekki er slátrað eða veitt úr hjörðinni þá fjölgar dýrunum það hratt að þau éta sig út úr sínu eigin húsi og ef úlfar eða önnur rándýr eru ekki til staðar að viðhalda þessu jafn- vægi þá verðum við mennirnir að sjá um það. Þegar ég var í Alaska skaut ég einu sinni elgskálf þegar mig langaði að skjóta mér elg í soðið. Ég ætlaði að fara að taka innan úr kálfinum og gera að honum þegar mamm- an kom og ætlaði að hjóla í mig. Ég hafði komið snörunni minni á kálfinn og var búinn að binda hann við dragkrók- inn á vélsleðanum og dró hann í burtu. Það var svo skrýtið að elgsmóðirin skildi það ekki þegar ég gerði það. Hún var ennþá að gá í snjónum í kring þar sem kálfurinn hafði fall- ið. Það var hálfsorglegt að sjá það þegar hún var að leita að honum. Ég dró elginn alveg heim í tjaldbúðir og gerði svo að honum þar. Þetta sýnir bara hvað móðurástin getur verið sterk líka hjá dýrunum. Það var eins og hún sæi illa eða treysti ekki á sjónina. Hún reyndi aldrei að fylgja mér eftir þegar ég dró kálfinn í burtu á vélsleðanum. Þetta er hálf leiðinleg saga finnst mér. Við skjótum stundum hreindýr á víða- vangi til matar og þá fer maður á þessar svokölluðu veiðar. Í eitt skiptið sigldi ég bátnum eftir fjörðunum og var einn á ferð. Svo kom ég á stað þar sem hafði verið byggð í fyrndinni þar sem eru gamlar rúst- ir og tóftir af Eskimóaþorpi - það voru ein 20 hús þar og eru tóftirnar mjög grænar og grónar eftir mannvistina en hreindýrin sækja oft á svona staði snemmsumars því þar grænkar snemma. Ég labbaði upp í eina tóftina þar sem var gott útsýni inn eftir dalnum og fór að kíkja. Þá sá ég hreindýr á beit í um kílómeters fjarlægð sem þokaðist hægt í áttina til mín. Færið var of langt og ég fór að hugsa um að þar sem hreindýrið gekk svo hægt yrði ég sennilega að bíða þarna í um hálf- tíma áður en það kæmi í færi. Landfræðilegar aðstæður voru ekki þannig að þær biðu upp á að ég myndi færa mig. Svo vildi ég líka fá dýrið nær ströndinni svo ég þyrfti ekki að bera það eins langt niður í bát. Ég lagðist niður í tóftirnar og ákvað að fá mér smáblund og hafði riffilinn hlaðinn við hliðina á mér. Ég sofnaði og svo vakn- aði ég allt í einu þar sem ég lá í grasinu ofan í tóftinni og var svona að spá og átta mig á því hvar ég væri. Fyrst hélt ég að ég væri í rúminu mínu heima hjá mér en svo opnaði ég augun og sá að það var gras í kringum mig og fann flugur vera að stinga mig. Þá stóð hreindýrið uppi á tóft- arveggnum en það sá mig ekki. Ég horfði bara upp undir kjálkann á því. Þá lyfti ég hlaupinu á riff linum mjög varlega, setti það undir kjálkann á dýrinu og hleypti af. Þetta var náttúrlega heilaskot og dýrið datt beint ofan á mig. Ég ætlaði aldrei að komast undan því en þetta var stór tarf- ur. Ég var alblóðugur á skrokknum eftir dýrið. Þegar ég komst undan því gerði ég að því, tók innan úr því og dró svo kjötið niður í bát og sigldi heim. Þetta er léttasta veiðiferð sem ég hef nokkurn tímann farið í. fólk upplifir sem áfall? Sumir geta líklega hrapað í þyrlum en upplifa kannski frekar áfall ef þeim gengur illa í ástum eða samskiptum? „Já, það er kannski einstaklings- bundið hvernig og hvort fólk upp- lifi áfall, það getur komið fram í ýmsum myndum. En aðallega er það egóið sem verður fyrir áfalli þegar maður klaufast.“ Góð auglýsing fyrir Grænland Þessar breytingar sem þú sérð að eru að verða á náttúrunni á Grænlandi, hvaða þýðingu heldur þú að þær muni hafa fyrir samfélagið? „Sumir segja að það sé náttúran sem sé meiri áhrifavaldur í þessum breytingum en við mennirnir. Ég hef meiri trú á því sem veðurfræð- ingar segja um þessar breytingar en aðrir sem vilja hafa á þeim skoðun. Það er alveg öruggt að við erum á hlýindaskeiði núna og að stjórnvöld eru mjög sein að taka við sér. En best er að vera vakandi vegna náttúru og umhverfisverndar og það má alveg breyta aðeins hugmyndafræði um verðmætasköpun mannkyns. Það vakti mikla athygli þegar Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Græn- land fyrr á árinu. Þetta var besta auglýsing sem Grænland hefur fengið. Nú vita allir Bandaríkja- menn hvar Grænland er. Þetta er fáfróðasta þjóð veraldar, bara 10 prósent af þeim eru með vegabréf og það er bara alveg nóg. Það eru 35 milljónir og það verður auðvelt fyrir okkur að markaðssetja Græn- land fyrir þeim sem ferðamanna- stað. Bandaríkjamenn sem koma sem ferðamenn til Grænlands eru oftar en ekki veiðimenn. Þeir kunna að meta frelsið hér og finna sig í gamalkunnu hlutverki kúreka. Það eiga þeir sameiginlegt með Rússum. Hetjuna sem ríður flottum hesti inn í sólarlagið. Í Bandaríkjunum er það kúrekinn á sléttunni og í Rússlandi er það kósakkinn á steppunni. Mikilvægi landfræðilegrar legu Grænlands hefur færst í vöxt með bráðnun hafíssins á norðurheim- skauti og opnun siglingaleiða. Bæði Rússar og Kínverjar eru áhugasamir um þetta og ég tel að þetta gæti snúist í valdabaráttu um auðlindir landsins. Hér á Suður-Grænlandi eru talin vera um 60 prósent nátt- úruauðlinda heimsins af sjald- gæfum málmum sem eru notaðir til að búa til snjallsíma. Kínverjar sitja líka á svipuðum auðlindum en í minna magni. Um þetta gætu næstu stríð okkar tíma snúist. Um viðskipti og náttúruauðlindir,“ segir Stefán. „Það eru miklar breytingar fram undan hjá Grænlendingum og kvótamálin stefna í óefni. Það er fullt af trillukörlum á Grænlandi sem margir hverjir eru skuldsettir. Svo það er líka mikill þrýstingur á stjórnvöld að halda veiðum opnum. En vísindamenn halda uppi varn- aðarorðum því þetta getur ekki gengið svona lengur. Stjórnvöld eru svifasein í að byggja upp nýjar atvinnugreinar en ég bind vonir við ungu kynslóðina á Grænlandi. Menntuð ung kynslóð mun koma með lausnir.“ Þorramatur á Þorláksmessu Hvernig er hefðbundinn jólamatur á Grænlandi? „Hann samanstendur af fjórum eða fimm réttum. Rjúpa er aðal- rétturinn hjá mörgum Græn- lendingum. Þær eru smjörsteiktar í potti og búin til sveppasósa með. Við tínum villta sveppi í sósuna því í birkifjalldrapanum vaxa fínustu kantarellur. Þá eru margir með hreindýr í matinn eða snæhéra sem bragðast líkt og rjúpan. Og á Suður- Grænlandi er lambasteik vinsæll jólamatur. Á Þorláksmessu eða í hádeginu á aðfangadag er oft borðaður eins konar þorramatur. Þurrkað selkjöt, hvalkjöt með spiki á, siginn fiskur, harðfiskur eða þurrkuð loðna. Svo er það ætihvönnin, þeir nota hana mjög mikið og nota hana sem grænmeti með mat, á svipaðan hátt og aðrar þjóðir nota sellerí. Það tekur suma tíma að venjast þessu, en ég er mjög hrifinn.“ Þögnin er þýðingarmikil Að hvaða leyti eru Grænlendingar ólíkir okkur Íslendingum? „Grænlendingar eru kyrrlátir. Það eru Íslendingar alls ekki. Það kepp- ast allir við að tala og á kaffihúsum þá heyrir þú ekki mannsins mál. En ef þú færir á grænlenskt kaffihús þá finnur þú strax muninn. Fólk ræðir saman í lágum hljóðum og er ekki mikið að trufla umhverfi sitt. En þú skalt ekki vanmeta Grænlending þótt hann sé þögull. Það getur legið djúpt og mikið á bak við. Þeir eru líka bæði skynsamir og nægjusamir. Þegar það koma Græn- lendingar til mín í vinnu þá koma þeir aðeins með helstu nauðsynjar í einni tösku og kannski stígvél. Aðrir koma með heilmikinn farangur,“ segir Stefán og brosir breitt. „Þeir eru góðar sálir og þeir eru átakafælnir. Og aftur að þögninni því hún getur þýtt svo mikið. Ef þú ert á fundi um eitthvað mikilvægt málefni í grænlensku samfélagi og einhver er ósammála, þá er mjög líklegt að hann segi ekki neitt heldur sitji og hlusti. En svo þegar fundurinn er búinn kemur hann sér snöggt að kjarna málsins. Þannig að ef þú ert með tillögu og þér mætir þögn þá veistu að þú þarft að færa betri rök fyrir máli þínu eða þú hefur tapað baráttunni.“ Stefán segir meiri sátt fylgja því að sinna ferðaþjónustu. Hjörðin hans fái að vera á lífi. Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á mannlífi og náttúru á Grænlandi. I S O R T O Q Stefán hreindýrabóndi Svava Jónsdótt i r Ævi Stefáns Hrafns Magnússonar er ævintýri líkust. Hann var alltaf í sveitinni fyrir vestan á sumrin. Hann vildi verða bóndi og á unglingsárunum hafði hann meiri áhuga á pólförum og landkönnuðum heldur en popptónlist. Hann fór til Grænlands 15 ára gamall, hann útskrifaðist sem búfræðingur, vann við hreindýrasmölun hjá Sömum í Noregi, lærði hreindýrarækt í Svíþjóð, hann kenndi hreindýrarækt í Alaska og tók flugmannspróf í Kanada. Hann fór að vinna með grænlenska hreindýrabóndanum Ole og hóf samstarf við hann og hefur verið í rúm 30 ár hreindýrabó di á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem Grænlandsjökull er í næsta nágrenni. Þetta hafa verið áskoranir í gegnum árin. Stefán togaði mann og vélsleða með tengivagni me handaflinu upp úr ísilögðu vatni sem skemmdi á honum bakið. Hann skaut björn og sér eftir því. Loftslagsbreytingar hafa haft áhrif á reksturinn. Lax-á byggði í samvinnu við Stefán glæsilegar veiðibúðir á landinu sem hann hefur til umráða en veiðimenn víða að úr heiminum dvelja þar við hreindýraveiði og silungsveiði. S IMLA IS O R T O Q S te fá n h re in d ý ra b ó n d i S v a v a Jó n sd ó ttir ÉG KRASSAÐI EINU SINNI NIÐUR MEÐ ÞYRLU OG STÚTAÐI HENNI EN LABBAÐI ALHEILL ÚT ÚR BRAKINU. Stefán Hrafn og Jorgen Jónsson hreindýrabændur í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. Hreindýr fóðruð, þessi mynd er tekin í Síberíu. 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.