Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 44
búa sjálfir yfir. Það er ekki alslæmt
en hitt verður að vera miklu meira
með.
Svo má benda á að mik-
ill skortur er á kenn-
urum sem hafa til þess
menntun og þekk-
ingu að kenna raun-
greinar, sérstaklega
n á t t ú r u v í s i n d i .
Þ et t a er m i k i l l
vandi og nauðsynlegt að fjölga
kennurum sem eru með raun-
greinabakgrunn og hafa getu
til að kenna. Það þarf að bjóða
upp á starfsþróunarnámskeið í
þessum greinum og laða að fólk
í kennaranám með þennan
bakg r unn, mög u-
lega með einhvers
konar umbun því
að staðan er af leit
eins og hún blasir
við núna.
Nemendur beri virðingu
Spurður um stóru myndina segir
Jón Pétur hana varða allt samfélag-
ið. „Það tekur íslenska kennara mun
meiri tíma að fá ró í kennslustund-
um en kennara til dæmis á Norður-
löndunum. Það gefur augaleið að
þarna fer mikill tími til spillis og
er örugglega hluti af þessum niður-
stöðum. Virðing fyrir kennurum
og því starfi sem fer fram í skólum
þarf að aukast og þar geta heimilin
hjálpað til með því að tala jákvætt
um nám og skóla.
Ísland er fámennt og enskan
sækir á úr öllum áttum og íslenskir
nemendur eru ekki í eins miklu
íslensku málumhverfi og fyrir
aðeins nokkrum árum. Lestur og
hlustun barna, fyrir utan skóla, á
kjarngóðan íslenskan texta hefur
minnkað, til dæmis dagblöð og
fréttatíma, og þeir eru meira í
enskumælandi umhverfi í gegnum
leiki, samfélagsmiðla og aðrar efnis-
veitur.
Heimilin verða að taka þátt í
þessu með skólunum. Þar verður
fólk að gefa sér tíma til að tala
saman um fréttir dagsins, lesa
saman og velta fyrir sér hugtökum
og orðasamböndum. Samveru-
stundir við kvöldmatinn eða spil
gætu verið góður vettvangur fyrir
samtal þar sem nýr orðaforði lær-
ist,“ segir Jón Pétur.
„Samantekið þyrfti það að liggja
skýrar fyrir hvaða orðaforða og
hugtök nemendur ættu að hafa
á valdi sínu, í námskrá, í hverri
námsgrein við lok grunnskóla og
gott námsefni ætti að vera til að
styðja það nám. Skólar ættu að geta
fengið endurgjöf á stöðuna eins oft
og þeir kjósa með aðgangi að góðu
námsmati til dæmis hjá Mennta-
málastofnun í sem flestum náms-
greinum. Fjölga þarf kennurum
með raungreinabakgrunn, bæði
með starfsþróun kennara og jafnvel
jákvæðri mismunun hvað kennara-
nám varðar. Allir skólar og heimili
ættu að vera bandamenn hvað nám
nemenda varðar og það viðhorf að
allir skipti máli og allir geti lært og
bætt sig ætti að vera ríkjandi.“
Íslenskan deyi ekki
Jón Pétur telur nauðsynlegt að ytra
mat og stuðningur yfirvalda þurfi
að aukast og batna. Foreldrar og
nemendur skilji illa námsmat aðal-
námskrár. „Þetta þarf að laga. Við
erum með samræmdan námstíma,
tíu ár, samræmda námskrá og þá,
hvers vegna ekki, gott og áreiðan-
legt samræmt námsmat þar sem
reynir á það sem skólar eiga að
sinna samkvæmt námskrá? Sú
gagnrýni hefur komið fram að þá
verði bara kennt fyrir samræmt
námsmat, þá segi ég að við höfum
það mat þannig úr garði gert að það
reyni á beitingu þekkingar líkt og
PISA og viðurkennum að það mæli
ekki allt það sem gert er í skólanum
og tökum því sem slíku. En gott og
vandað samræmt námsmat verður
ekki vont bara af því það er sam-
ræmt.
Við Íslendingar verðum að
gæta að okkur þannig að íslenska
Framhald af síðu 38 upp lesskilning í allt að áratug. Það
er ekki fyrr en í næsta eða þarnæsta
PISA-prófi sem hægt er að dæma
um hvort læsisátakið hafi skilað
árangri,“ segir Eiríkur og segir
athyglisvert að lesskilningurinn sé
sér á báti í þessu. Útkoman í stærð-
fræði og náttúrufræði sé svipuð og
síðast eða aðeins skárri.
Veikari staða íslenskunnar
„Þetta vekur þá spurningu hvort
útkoman í lesskilningsprófinu
endurspegli fyrst og fremst
veikari stöðu íslenskunnar í
málsamfélaginu á síðustu
árum en áður – sem ýmsar
vísbendingar eru um. Það
hefur margsinnis verið
bent á það hvernig sam-
félags- og tæknibreyt-
ingar hafa þrengt
a ð í s l e n s k u n n i
undanfarinn ára-
tug. Börn og ungl-
ingar eru í miklu
meiri tengslum en
áður við enskan málheim og lesa
minna á íslensku. Það getur leitt til
þess að þau tileinki sér ekki ýmis
orð og setningagerðir sem eru for-
senda þess að skilja fjölbreytta
texta til hlítar,“ segir Eiríkur og
segir þróunina ekki eiga að koma á
óvart en kalla á önnur viðbrögð en
ef um væri að ræða tæknileg atriði
varðandi læsi.
„Áðurnefnt læsisátak er ugglaust
gott og gilt en það er samt hætt við að
það skili litlu ef ekki er um leið hugað
að því að styrkja stöðu íslenskunnar
í samfélaginu, ekki síst meðal barna
og unglinga. Til þess þarf margvís-
legar aðgerðir og það er mikilvægt
að ráðast að rótum vandans, og
fráleitt að varpa allri ábyrgðinni
á skólakerfið eða kenna því um
stöðuna. Máltækniátak er í gangi og
ætti að bæta stöðuna að einhverju
leyti, en það þarf líka að stórauka
útgáfu á góðu lestrarefni fyrir börn
og unglinga, framleiðslu á íslensku
sjónvarps- og margmiðlunarefni,
tölvuleikjagerð á íslensku, og fleira.
Til að byggja upp traust málkerfi
barna á máltökuskeiði skiptir öllu
máli að tala sem mest við börnin,
lesa fyrir þau og lesa með þeim, og
láta þau lesa sjálf þegar þau hafa
aldur til. En þetta dugar ekki til
þegar kemur að því að þjálfa les-
skilning, eins og hann er mældur
til dæmis í PISA-prófinu.
Verkefni foreldra og samfélags
Til að öðlast góðan lesskilning
þurfa börnin að læra annars konar
orðaforða en fæst með venjulegum
yndislestri og ná valdi á fjölbreytt-
ari og f lóknari setningagerðum en
notaðar eru í samtölum og afþrey-
ingarefni. Þennan orðaforða og
þessar setningagerðir þarf að kenna
sérstaklega, með því að láta börn
og unglinga lesa viðeigandi texta.
Ef við viljum bæta lesskilning ungs
fólks er forgangsverkefni að ef la
rannsóknir á íslenskum orðaforða
og setningagerð – setja fram rök-
studd viðmið um það hvaða orða-
forða og hvaða setningagerðir hver
aldurshópur þarf að hafa á valdi
sínu, og útbúa síðan viðeigandi
kennsluefni fyrir hvern aldurshóp,“
segir Eiríkur og leggur áherslu á það
að ábyrgð á úrbótum verði ekki
lögð á skólakerfið eitt og sér.
„Þetta er ekki síður verkefni for-
eldra og annarra uppalenda, og
samfélagsins í heild. Það er mjög
mikilvægt að auka íslenskukennslu
í skólum og endurskoða námsefni
eins og mennta- og menningar-
málaráðherra vill gera, en það dugir
skammt ef grundvöllurinn, sem er
lagður á máltökuskeiði á fyrstu
árum barnsins, er of veikur. Samtal
foreldra og barna, og lestur fyrir
börn og með börnum, er frum-
forsendan. Ef þessi grundvöllur
er sterkur getur skólakerfið byggt
ofan á hann og eflt lesskilning. En
þá skiptir máli að kennslutíminn
sé nýttur vel – ekki í ófrjóa grein-
ingarvinnu eða vonlausa baráttu
við langt gengnar málbreytingar,
heldur í lestur hvers kyns texta,
eflingu orðaforða og þjálfun í ritun
og munnlegri tjáningu.“
deyi ekki út og að stéttaskipting
aukist enn frekar þar sem sumir
hafa í gegnum menntun, þar sem
lítil trygging er fyrir að allir öðlist
grunnþekkingu, auknar líkur á
lífsgæðum. Við verðum, í gegnum
skólana og heimilin, að tryggja það
að allir hafi jöfn tækifæri til mennt-
unar og að hafa það í huga að allir
geta lært og allir skipta máli.“
Upphrópanir og
dramatík hjálpa ekki
Anna Kristín Sigurðardóttir
prófessor við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands
Anna Kristín segir alla umræðu
um skólamál af hinu góða og eiga
ávallt að vera efst á baugi í sam-
félagslegri umræðu. „Það er mikil-
vægt að umræðan sé málefnaleg og
á faglegum nótum. Upphrópanir
og dramatík hjálpa ekki, þar sem
gjarna er reynt að finna sökudólga
eða settar fram einfaldar lausnir.
Niðurstöður PISA benda ekki
endilega til að það þurfi að ráðast
í stórtækar breytingar á íslensku
menntakerfi, en það þarf engu að
síður að gera ákveðnar breytingar.
Og þá er nauðsynlegt að horfa til
f leiri rannsókna. Sátt þarf að vera
um breytingar sem ættu að byggja
á langtímamarkmiðum og beinast
að mörgum þáttum, en þá fyrst og
fremst því sem gerist í skólastof-
unni, meðal annars kennsluháttum,
námsefni, aðferðum í námsmati og
þeim aðstæðum sem kennurum er
búin, innan og utan skólans, til að
sinna starfinu eins vel og þeir vilja,“
segir Anna Kristín og segir myndina
stærri en oft sé látið í veðri vaka.
„Foreldrar og fjölskyldur eru
óumdeilanlega stærsti áhrifavaldur
þegar kemur að námsárangri, upp-
eldi og vellíðan barna. Börnin koma
með ákveðið veganesti í skólann
sem kennurum er ætlað að vinna
úr og að sama skapi hefur það sem
gerist í skólanum áhrif á það sem
gerist heima.
Því er mjög brýnt að heimili og
skóli vinni vel saman og má segja að
þar séu tækifæri til umbóta. En til
að stækka myndina enn meira hafa
margir samfélagslegir þættir áhrif
bæði á fjölskyldur og skólann, þessi
áhrif geta verið bæði hamlandi og
hvetjandi. Hér er til dæmis átt við
tómstundastarf, almennan stuðn-
ing við fjölskyldur, áhuga yfirvalda
á uppeldis- og menntamálum og
faglega og fjárhagslega getu þeirra
til að standa vel að þessum málum.
Því þarf víðtæka samstöðu um gildi
menntunar og skólastarfs og heil-
tæka nálgun þar sem reynt er að ná
ákveðinni samvirkni,“ segir Anna
Kristín og bendir á að margt sé vel
gert í íslensku skólastarfi.
„Og þarf að gæta þess að spilla
því ekki þegar aðgerðir til umbóta
eru ákvarðaðar. En ef eingöngu er
rýnt í niðurstöður PISA má álykta
að helsti vandi íslenskra ungmenna
birtist í því að draga ályktanir, túlka
upplýsingar, greina, yfirfæra og rök-
styðja. Hér er ekki bara átt við les-
skilning heldur skilning almennt,“
bendir hún á og segir að í því tilliti
hjálpi ekki eingöngu að lesa meira
og lesa hraðar, þótt það sé líka
mikilvægt.
Efling vísindalegrar hugsunar
„Það má líta á þetta sem áskorun
um að efla vitsmunalega hæfni eða
jafnvel vísindalega hugsun, sem er
miklu dýpra heldur en tæknin við
að lesa. Til að gera það þarf að hugsa
bæði djúpt og vítt.
Kennarar í öllum námsgreinum
og á öllum aldursstigum ættu að
beita kennsluháttum sem eru lík-
legir til að styrkja vitsmunalega
hæfni og þroska nemenda sinna.
Námsefni og námsmat þarf að
rýna til samræmis við þetta og end-
urskoða inntak í kennaramenntun,
starfsþróun kennara og öðru stuðn-
ingskerfi skólanna.
Foreldrar og reyndar samfélagið
allt ætti að huga að hvers konar við-
fangsefni börnin fást við í frítíma
sínum, hvernig samræður þau eiga
við fullorðna, hvaða myndefni þau
horfa á og hvað fjölskyldan gerir
saman.
Þá þarf að huga að því hvaða
viðfangsefni eru í boði í frístunda-
starfi, hvernig aðgengi barna er að
tónlistarnámi, bókum, leikhúsum
og svo framvegis. Þetta hangir allt
saman. Ef börnin skilja ekki náms-
efnið hefur kennarinn tilhneigingu
til að velja einfaldari texta eða við-
fangsefni. Kennarar og stjórnendur
eru lykilaðilar í að bæta skólastarf,
þeir þekkja sinn nemendahóp best.
Aðgerðir til umbóta ættu að miðast
að því að næra og styrkja það starf
sem fram fer í skólastofunni, en út
frá mörgum sjónarhornum. Það er
síðan samfélagslegt verkefni að hlúa
að börnum og ungu fólki og styrkja
foreldra í uppeldishlutverkinu.“
Anna Kristín segir að lengi hafi
verið litið svo á að það ríki mikill
jöfnuður á Íslandi þegar kemur að
menntun barna. „Og vissulega má
segja að það sé rétt út frá ákveðnu
sjónarhorni. Það er til að mynda
minni munur á milli skóla en birtist
í mörgum öðrum löndum. En það
eru engu að síður blikur á lofti. Það
má segja að sá munur sem birtist
á milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðar gefi ekki til kynna
jöfn tækifæri til náms,“ segir Anna
Kristín, sem segir þó erfitt að segja
til um ástæður þessa.
„Þær eru margar og jafnvel ólíkar
á milli hópa og á milli svæða. Nýleg-
ar íslenskar rannsóknir, unnar
undir handarjaðri Berglindar Rósar
Magnúsdóttur, benda til að aukinn
munur á árangri nemenda birtist
á milli svæða innan höfuðborgar-
svæðisins. Það má spyrja hvort
þarna komi í ljós munur á milli
þjóðfélagshópa fremur en land-
svæða. Þetta þarf að rýna betur. Það
má einnig benda á mikinn aðstöðu-
mun skóla eftir staðsetningu þegar
kemur að stuðningi og faglegri for-
ystu. Þarna hefur dregið í sundur
milli landsbyggðar og höfuðborgar-
svæðis frá því að ábyrgð á rekstri
grunnskólans var færð frá ríkinu
til sveitarfélaga fyrir rúmum 20
árum. Stærri sveitarfélög hafa sum
hver byggt upp öfluga stoðþjónustu
við sína skóla og kennara á meðan
önnur hafa ekki haft tök á því, með
þeim af leiðingum að skólastjórn-
endur og kennarar standa svolítið
einir,“ segir Anna Kristín og segir að
hvað sem öðru líði verði góður skóli
ekki til vegna einstaklingsframtaks.
„Heldur þess sem hópurinn gerir,
hann verður til með samvirkum
aðferðum kennara, stjórnenda,
foreldra, yfirvalda og annarra sem
koma að skólastarfinu.“
Börn í enskum
málheimi
Eiríkur Rögnvaldsson
prófessor emerítus við Háskóla
Íslands
Eiríkur segir umræðu um niður-
stöðu í PISA í stíl við íslenska
umræðuhefð á mörgum sviðum.
„Það er auðvitað alvarlegt mál að
útkoma íslenskra unglinga á les-
skilningspróf i fari versnandi.
Umræðan er hins vegar í stíl við
íslenska umræðuhefð á mörgum
sviðum. Hún gýs upp á þriggja ára
fresti þegar niðurstöður prófsins
birtast og þá vill fólk grípa til
skyndilausna til að bæta ástandið.
Það eru sett af stað átaksverkefni
sem eiga að kippa þessu í lag á stutt-
um tíma, og nú skilja margir ekkert
í því að læsisátakið sem var sett af
stað eftir síðasta PISA-próf skuli
ekki skila sér í bættum árangri.
En eins og forstjóri Menntamála-
stofnunar og f leiri hafa bent á eru
engar skyndilausnir til – það tekur
tíma að snúa þróuninni við. Nem-
endurnir sem taka PISA-prófið hafa
verið að tileinka sér lestur og byggja
1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð