Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 48

Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 48
Ég á margar minn- ingar tengdar bókalestri, sem stafar kannski helst af því að pabbi var alltaf með einhverja stæla þegar hann var að lesa. Börnin fjögur, Dagur Ari 19 ára, Styrkár Flóki 10 ára, Bríet Magnea 9 ára og Hólmfríður Helga 7 ára, hafa mikinn áhuga á bókum og lestri enda hefð að þau fái bók í jólagjöf . Hann lítur á lesturinn sem samverustund en er einnig sannfærður um að það að lesa fyrir börn skili sér í auknum áhuga og færni í lestri. Hvenær lest þú fyrir börnin þín? Við lesum fyrst og fremst saman á kvöldin. Eldri börnin eru reyndar hætt að vilja vera með og lesa sjálf. Þau hafa líka sinn smekk og ekki auðvelt að finna bók sem allir vilja lesa. Einhverjar uppáhaldsbækur hjá þeim? Litlu börnin lesa öll töluvert af Andrési Önd. Hann er lesinn hvern einasta dag. Styrkár hefur undan- farið lesið bækur Phillips Pullman en áður plægði hann sig í gegnum allar Harry Potter bækurnar. Ég er frekar feginn því að hann vill lesa þær einn, ég var ekki hrifinn þegar ég þurfti að lesa þetta fyrir eldri strákinn. Stelpurnar hafa ekki jafn skýra stefnu í sínum lestri. Lestu fyrir þau öll í einu eða ertu með bók í gangi fyrir hvert um sig? Þau eru hvert með sína bókina. Það er orðið frekar langt síðan þau gátu sammælst um kvöldlestur- inn. Þó að aldursmunurinn sé ekki svo mikill þá fór furðufljótt að bera á meiningarmun í bókavali. Hvað eruð þið að lesa núna? Yngsta barnið hefur verið mjög hrifið af Allir eru með rass. Sú bók hefur verið töluvert til skoðunar upp á síðkastið. Var mikið lesið fyrir þig sem barn? Já, það er alveg óhætt að segja það. Ég á margar minningar tengdar bókalestri, sem stafar kannski helst af því að pabbi var alltaf með einhverja stæla þegar Jólastemning lyftir andanum Snorri Stefánsson lögmaður hefur alltaf lesið mikið fyrir börnin þeirra Lífar Magneudóttur borgarfulltrúa enda mikill bókamaður sjálfur. Hann lítur á lesturinn sem samverustund þeirra. Sögustund í stofunni við jólatréð. Snorri Stefánsson lögmaður með tveimur börnum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er sko vel hægt að detta niður í skemmtilegar bækur fyrir jólin eða taka upp einhverjar gamlar og góðar. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is hann var að lesa. Breytti til að mynda oft nöfnum við mismiklar vinsældir. Maður erfir svo alla stælana en þeir hafa ekki truflað mín börn af einhverjum ástæðum. Þau hafa sennilega meira lang- lundargeð. Einhverjar uppáhaldsbækur sem þú manst eftir? Kalli og Kata voru lengi í uppá- haldi þegar ég var yngri og svo Einar Áskell. Ég man enn þá að það má ekki leika sér með sögina! Lestu uppáhaldsbækurnar þínar fyrir börnin þín? Bæði Kalli og Kata og Einar Áskell hafa verið lesin fyrir börnin. Reyndar eigum við mun stærra safn af þessum ritröðum en fyrir- fundust á mínu æskuheimili. Hvaða máli skiptir að lesa fyrir börn? Ég hef almennt litið á þetta sem samverustund og tilraun til þess að koma börnunum í ró fyrir svefninn en ég er líka sannfærður um að þetta skili sér í auknum áhuga og færni í lestri. Lesið þið Jólin koma fyrir jólin eða einhverjar aðrar jólabækur? Það hafa engar jólabækur orðið að föstum lið hjá okkur. Á mínu æskuheimili var alltaf lesin bókin Jólasveinarnir á Korvafjalli og önnur um jólasveinana sem ég man nú ekki hvað heitir í svipinn. Hvað annað gerið þið á aðvent- unni? Ég er mjög innstilltur á að njóta á aðventunni. Þess vegna hef ég alltaf tilbúnar smákökurnar fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Mér finnst mjög jólalegt að drekka kakó og borða smákökur. Við erum svo farin að skreyta frekar snemma til að hafa meiri ljós í skammdeginu. Það lyftir soldið andanum að teygja jólastemm- inguna út desember. Eru börnin búin að óska sér ein- hverra bóka í jólagjöf? Já, þau hafa öll útbúið sér- staka óskalista sem meðal annars tilgreina þær bækur sem þau vilja helst. Allt mjög ítarlegt og nákvæmt. Heldurðu að þau fái þær? Ég yrði mjög hissa ef þau fengju engar bækur en það má kannski ekki ljóstra neinu upp að svo stöddu. Langar þig í einhverja bók í jóla- gjöf? Ég hef verið mjög duglegur við að fylgjast með bókaútgáfunni fyrir þessi jól og hef farið í nokkur útgáfuhóf þannig að ég er sæmi- lega birgur af nýjustu bókunum nú þegar. Það eru þó enn einhverjar sem ég hef ekki komist í. Heldurðu að þú fáir hana? Ég yrði mjög hissa ef ég fengi enga bók. Blessunarlega fæ ég reyndar fáar gjafir, ég kann betur við að vera á hinum endanum. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS FLOTT JÓLAFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.