Fréttablaðið - 14.12.2019, Side 52
Ég hljóma kannski
eins og Mr. Grinch
sem vill ekki gefa gjafir,
en þetta snýst ekki um
það.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Ásgeir segir að fjölskylda mömmu hans, það er að segja hún og systkini
hennar, hafi ákveðið í fyrra að
minnka gjafir og gefa bara eina
gjöf til hverrar fjölskyldu í staðinn
fyrir að vera að gefa hverjum og
einum. Í ár hafa Ásgeir, mamma
hans og systkini ákveðið að lengja
skrefið og gefa engar gjafir nema
bara sín á milli.
„Ég kom með þessa hugmynd
til að minnka neysluhyggju. Í
anda þess að ég er orðinn fróðari
um hvert mannkynið stefnir
hvað varðar kjötneyslu höfum
við snarminnkað kjötneyslu og
komist nær veganisma. Að minnka
gjafir er svolítið hliðstæða þess,“
segir Ásgeir.
Hann segir að hann hafi oft feng-
ið gjafir frá fjarskyldum ættingjum
sem hann þurfti ekki endilega á
að halda. Það finnst honum sóun
á peningum og efni í heiminum.
Hann og systkini hans fóru að
ræða þessi mál og veltu því fyrir
sér hvers vegna þau væru að eyða
peningum í gjöf til hvert annars. Af
hverju ekki bara að sleppa því?
„Ég hljóma kannski eins og Mr.
Grinch sem vill ekki gefa gjafir, en
þetta snýst ekki um það. Auðvitað
má fólk gefa gjafir ef það vill og ef
það er þörf á þeim. En þá er betra
Betra að halda gjöfum í hófi
Ásgeir Snær vill minnka neysluhyggju. Honum finnst sóun á efni og peningum að kaupa óþarfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fjölskylda Ásgeirs
Snæs Magnús-
sonar hefur tekið
þá ákvörðun í
ár að gefa engar
jólagjafir né
þiggja jólagjafir
utan kjarnafjöl-
skyldunnar. Ás-
geir sem er 17 ára
segist hafa fengið
þessa hugmynd
út frá umhverfis-
sjónarmiðum.
að halda þeim í hófi, og kannski
gefa eina stóra gjöf frekar en
margar litlar,“ segir Ásgeir.
Gefa minningar
Ásgeir segir að að hann og fjöl-
skyldan hans séu líklega ekki þau
fyrstu sem taka svipaða ákvörðun.
„Maður hefur heyrt margt fólk tala
um að þessar gjafir séu orðnar allt
of miklar. Mamma kom með þá
pælingu að gera eitthvað saman
í staðinn fyrir að gefa gjafir. Fara
saman í bústað eða keilu, út að
borða eða eitthvað þannig. Nota
peninginn sem annars hefði farið
í gjafir í það. Þannig erum við í
rauninni að gefa minningar og gefa
ást.“
Þegar Ásgeir er spurður hvort
hann haldi ekki að það verði
svolítið skrítið á aðfangadag að
opna enga pakka segir hann að
það verði líklega sérstakt. „En
það verður ekki alveg tómt undir
trénu. Kannski verður ein bók
á mann eða eitthvað þannig. En
þetta var komið út í svo miklar
öfgar. Það var pakkaflóð undir
trénu. Við erum engin börn lengur,
sú yngsta er að verða 14 ára og jóla-
gjafirnar eru kannski mest fyrir
börnin.“
Hann tekur fram að þau systk-
inin hafi alls ekki verið þvinguð út
í þetta heldur hafi þessi hugmynd
komið frá þeim sjálfum. „Við
gerum þetta samt bara mömmu
megin. Tvö hálfsystkini mín
pabba megin eru mjög ung og það
væri leiðinlegt fyrir þau að hrifsa
pakkana af þeim svo engin svona
ákvörðun hefur verið tekin þeim
megin.“
Ásgeir segir að lokum að
breytingin verði ef til vill ekki svo
mikil, enda hafi honum aldrei
fundist pakkarnir vera aðalpartur-
inn við jólin. „Ég hef náttúrulega
ekki kynnst því sjálfur en ég veit
að það er svaka erfitt fyrir marga
fullorðna að fara í búðir og kaupa
mikið af gjöfum og ég held að
margir vildu losna við það. Aðal-
atriðið er að fjölskyldan sé saman,
jólamaturinn og fara í jólaboð. Við
fáum bara meiri tíma til að ein-
beita okkur að því.“
JÓLA-FÓLK
Viltu þú auglýsa í mest lesna
blaði landsins?
Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins.
Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is
Alla föstudaga fram að jólum verður Fólk Fréttablaðsins stútfullt af smákökum,
kertaljósum, konfekti, mandarínum, jólamat, jólatísku, jólasögum og jólastemningu
heima og að heiman.
Vertu með í jólaskapi og komdu jólaskilaboðum þínum beint til lesenda.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudagi n 15. rs gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R