Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 74

Fréttablaðið - 14.12.2019, Síða 74
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Hvort sem fólki líkar betur eða verr er kominn sá tími árs þar sem við þurfum að fara að huga að því að pakka inn gjöfum. Tímaritið OK! tók nýlega viðtal við breskan sér- fræðing í jólapökkum og hún gaf nokkur góð ráð til að auðvelda fólki verkin, hjálpa þeim að halda gjöfunum leyndum, njóta þess að pakka þeim inn og gera pakkana sjálfa umhverfisvænni. Jane Means hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur í að pakka inn gjöfum og heldur sérstök nám- skeið í því. Hún lumar því á alls kyns góðum ráðum þegar kemur að jólapakkagerð. Fyrir erfið form Sumar gjafir eru þannig að það verður að búa vel um þær svo það sé ekki augljóst hvað er í pakk- anum. Það eru ýmsar sniðugar leiðir til að villa um fyrir fólki. Það er auðvitað hægt að setja hlutina í einhvers konar box, en það er líka hægt að setja bjöllu með í boxið eða spreyja það með einhverri lykt til að gera það erfiðara að átta sig á innihaldinu. Þegar góðan pakka gjöra skal Jane Means er jólapakkasérfræðingur sem býr yfir alls konar sniðugum hugmyndum til að hjálpa fólki að gera fallega pakka, halda innihaldinu leyndu og njóta þess að pakka inn. Um hver jól þarf að sinna því að pakka inn gjöfum. En hver nennir því? Og hver hefur tíma? Hér eru ýmis góð ráð til að auðvelda ferlið. NORDICPHOTOS/GETTY „Ef þetta er gjöf handa konu væri til dæmis hægt að spreyja rakspíra á boxið,“ segir Jane. Hluti sem eru þannig í laginu að það er erfitt að pakka þeim inn er hægt að setja á disk. Það er hægt að fá ódýra diska í búðum sem selja notaðar vörur, eins og Góða hirð- inum. Það er jafnvel líka hægt að setja þá ofan í blómapott, svo það sjáist alls ekki hvernig hluturinn er í laginu. Þá getur líka verið gott að setja til dæmis eitthvað mjúkt með í pakkann, svo hluturinn detti ekki bara úr pottinum og rífi pakkann. Fyrir hluti sem eru mjög erfiðir í laginu mælir Jane með að nota eitt- hvað sveigjanlegra en jólapappír, eins og eldhúsrúllu eða sellófan. Ef um mjög stóra gjöf er að ræða mælir Jane með því að nota papp- írsborðdúk, því þeir eru bæði mjög stórir og til í bæði stórmörkuðum og partíbúðum. Að halda þeim leyndum Mörg okkar eiga minningar um að leita að jólagjöfunum sem mamma og pabbi keyptu í von um að létta á spennunni vegna yfirvofandi gjafaflóðs. Jane lumar á ráðum til að koma í veg fyrir að forvitnir krakkar spilli fyrir sér gleðinni. Í fyrsta lagi bendir hún á það augljósa, að fela gjafirnar vel. En auðvitað dugar það ekki endilega, þannig að það getur til dæmis verið sniðugt að litamerkja pakka í stað þess að setja á þá merkimiða, til að það sé ekki alveg augljóst hver á hvað. Það er líka hægt að merkja pakkana vitlaust, eins og að merkja gjafirnar sem eru handa börnunum með nöfnum ömmu og afa. Þá verða þeir pakkar strax minna spennandi. Skipuleggja og njóta Það getur tekið sinn tíma að pakka inn gjöfunum. Margir gera marga pakka og þar sem maður gerir þetta bara einu sinni á ári er erfitt að fullkomna tæknina. Jane ráðleggur fólki að slappa af og reyna að hafa gaman af þessu ferli, annaðhvort með því að gera það með öðrum og leyfa jólaand- anum að taka af sér öll völd eða bara taka þessu með stökustu ró, fá sér aðeins í glas, setja góða jólamynd í gang og dunda sér við þetta. Þannig getur maður notið jólastemningarinnar í stað þess að gera þetta að kvöð. En sumir hafa bara ekki tíma til að dunda sér við að pakka inn gjöfum og þurfa einfaldlega að koma því í verk sem fyrst. Þá ráð- leggur Jane fólki að skipuleggja sig vel og passa að allt sem þarf sé til taks, því margir lenda í því að klára pappír, bönd eða merkimiða. „Ein algeng mistök sem ég geri er að pakka gjöfunum inn og setja ekki merkimiða á þær. Svo man ég ekki hverju ég hef pakkað inn,“ segir Jane. „Ég hef pakkað inn DVD og svo gleymt alveg hvað það var og fyrir hvern.“ Þannig að það er gott að byrja á að búa til merkispjöld og hafa þau tilbúin til að fara á pakkana jafnóðum. Umhverfisvænar aðferðir Til að gera umhverfisvæna pakka er sniðugt að endurnýta hráefni og nota endurunninn jólagjafa- pappír, segir Jane. Jane segist hrifin af hlutum eins og servíettum, brúnum pökkunar- pappír og leifum af dúkum og öðru slíku. Hún segir að allt þetta sé hægt að nota til að pakka inn í staðinn fyrir hefðbundinn jóla- pappír. Jane bendir líka á að það sé gott að hafa alltaf rúllu af brúnum pappír til taks ofan í skúffu fyrir neyðartil- vik. Ef jólapappírinn klárast í miðju kafi er hægt að búa til f lotta pakka með því að blanda saman lituðum pappír og brúnum. HEILSA Laugardaginn 28. desember mun sérblaðið Heilsa fylgja Fréttablaðinu. Fjallað er um allt sem viðkemur bættri heilsu. Í blaðinu verða áhugaverð viðtöl og fróðleiksmolar sem unnið er af blaðamönnum Fréttablaðsins. Boðið er upp á auglýsingapláss í blaðinu af öllum stærðum og gerðum. Einnig er hægt að fá kynningarumfjöllun sem unnin er af blaðamanni Fréttablaðsins. Pantanir og skil á auglýsingum er til og með 27. desember. Kynningarumfjallanir þarf að panta í síðasta lagi miðvikudaginn 18. desember. Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 550 5654 jonivar@frettabladid.is Arnar Magnússon Sími 550 5652 arnarm@frettabladid.is Atli Bergmann Sími 550 5657 atlib@frettabladid.is Ruth Bergsdóttir Sími 694 4103 ruth@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.