Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 76

Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 76
Hljómsveitin er sett saman af Gústa, söngvara og laga-smið hljómsveitarinnar, ekki ósvipað því þegar Sly Stone setti saman hóp af gömlum en grjóthörðum kempum í myndinni The Expend ables. Allir tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari Horrible Youth, um tilurð hljómsveitarinnar. Nýstárleg upptökutækni Frosti, sem kenndur er við Gringo, er eftirsóttur trommari sem einnig hefur verið með puttana í kvik- myndagerð og er að auki heilt yfir listunnandi af guðs náð. Hann segir að Gústi, söngvari og gítar- leikari hljómsveitarinnar, hafi komið færandi hendi heim eftir Noregsdvöl. Sú afdrifaríka heim- koma hafi raunar markað upphaf nýju plötunnar. „Gústi bjó í Noregi og átti bunka af lögum sem hann langaði að koma frá sér og hann hóaði í okkur hvern á fætur öðrum til að blása lífi í þennan grip sem nýja platan okkar er. Það er engin tilviljun að nú er hann kominn heim til Íslands.“ Frosti segir að Gústi hafi ekki getað staðist það að deila nýsköpuðum hugarfóstrunum með hljómsveitarmeðlimunum. „Hann gat ekki haldið sig fjarri eftir að hann heyrði lögin sín fæðast. „Þessi lög eru búin að fylgja Gústa í þó nokkurn tíma. Upp- tökuferlið var ekki hefðbundið. Ég þekkti lögin ekki neitt áður en ég trommaði þetta.“ Þessu óvenju- lega fyrirkomulagi hafi fylgt bæði kostir og gallar. „Gústi sendi gítar-riff til Íslands frá Noregi og heimtaði úrlausnir, sem var bæði gott og slæmt. Slæmt á þann veg að ég fann fyrir pressu á að standa mig því þetta voru jú hans börn en gott á þann veg að hann var fastur Meiri Manson-fjölskylda en sú hefðbundna – en samt fjölskylda Í kvöld verður sannkölluð veisla á Gauknum þar sem fram koma hljómsveitirnar Horrible Youth og Óværa. Horrible Youth gaf nýverið út plötuna Wounds Bleed og Óværa plötuna Perdido En Islandia og munu báðar sveitir flytja plöturnar í heild sinni á tónleikunum. Sjón er sögu ríkari. Frosti hvetur fólk til að mæta og njóta listilegra tóna. MYND/ÓMAR SVERRISSON í Noregi og gat því ekki staðið á kantinum með svipu á meðan ég trommaði af mér allt vit.“ Þá hafi svar Frosta við beiðni Gústa um að taka að sér söng- inn á plötunni haft í för með sér ákveðnar afleiðingar. „Gústi bað mig líka um að syngja lögin en ég gerði það ekki. Eftir á að hyggja þá hefði ég samt átt að gera það því Gústi tók að sér sönginn og nú erum við sennilega fastir með hann á míkrafóninum í einhvern tíma,“ segir Frosti glettinn. Fagmenn fram í fingurgóma Óhætt er að fullyrða að allir meðlimir sveitarinnar séu miklir reynsluboltar. „Helgi Rúnar, sem var í Benny Crespos Gang, og Hálfdán, sem var í Kul, dúndruðu sínum töfrum inn á lögin og þetta kom allt heim og saman,“ segir Frosti en hann hefur sjálfur trommað með hljómsveitum á borð við Gaur, Klink, Moji and the Midnight sons, The Brian Jonestown Massacre, Legend og fleirum. „Hann Magnús Leifur Sveinsson (Úlpa) sá svo um að taka lögin upp og gefa þeim góðan hljóm. Við áttum nokkrar góðar stundir í stúdíóinu, ég held að ég hafi ekki sofið í þrjá eða fjóra daga þegar við tókum upp trommurnar.“ Þetta hafi reynst krefjandi tímabil fyrir Magnús en hafi þegar uppi var staðið verið vel þess virði. „Magnús svaf sennilega ekki allan tímann sem tók að setja saman plötuna. Það voru einhverjar vikur. En við erum allir mjög ánægðir með þessa frumraun okkar.“ Ævaforn og dýrmæt vinátta Frosti segir að hægt sé að nálgast Wounds Bleed bæði í raun- heimum og á netinu. „Platan var gefin út á CD af því við erum 90’s gengi og verðum það að eilífu! Svo er platan að sjálfsögðu á Spotify og öllu því drasli. En ég mæli með ferð í Lucky Records og að fólk grípi með sér eintak áður en þetta selst upp. Við verðum einnig með varning til sölu á tónleikunum svo að þú getur reddað jólunum með því að mæta á þetta rokk- sjóv.“ Þá er ekki er langt síðan Óværa gaf út plötuna Perdido En Islandia sem einnig er hægt að nálgast á Spotify. Athygli vekur að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessar tvær hljómsveitir koma saman. „Við erum allir gamlir félagar og höfum gengið þessa rokkbraut saman frá unglingsaldri. Bjór, sviti og tár – og fullt af blóði,“ segir Frosti um ástæðurnar að baki þessari innilegu vináttu. „Ég var í hljómsveitinni Klink með Guðna og Árna sem spila saman í Óværu og við spændum af okkur barns- kóna saman í rokkinu.“ Þessi nánd, ásamt smæð senunnar hér á landi, geri það að verkum að meðlimir sveitanna eru eins og fjölskylda, þótt kynd- ug sé. „Þessi rokksena á Íslandi er svo lítil að það þekkjast allir meira eða minna, en þessi hópur sem spilar saman á Gauknum núna á laugardag er fjölskylda. Meiri Manson-fjölskylda en þessi hefðbundna, en fjölskylda samt sem áður.“ Tónleikarnir eru í kvöld á Gaukn- um og húsið er opnað klukkan 21. Miða er hægt að nálgast á tix. is á 1.500 kr. eða á 2.000 kr. við inn- gang. Við erum allir gamlir félagar og höfum gengið þessa rokkbraut saman frá unglingsaldri. Bjór, sviti og tár – og fullt af blóði. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingar- prótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðubótar- efnum, svo sem framleiðslu, mark- aðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verkefna- stjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj- unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgna- hylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæg- inda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæ- bjúgnahylkin. MYND/GVA áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.