Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 82
LEIKVANGURINN Það er þekkt í Bandaríkj-unum að íþróttamenn sem ná að komast að í stærstu deildum heims reyni að deila auði sínum með fjölskyldu sinni og þeir sem endast í íþrótt- unum reyna að deila með þeim sem minna mega sín. Þegar kemur að NFL-deildinni er J.J. Watt í sér- f lokki. Varnartröllið sem leikur fyrir Houston Texans tilkynnti á dögunum hvenær næsti góðgerðar- leikur J.J. Watt í mjúkbolta (e. soft ball), fer fram þar sem allur ágóði rennur til gagnfræðaskóla sem eiga í vandræðum með að fjármagna starfsemi íþróttaliða. Til þessa hafa samtök J.J. eða Justin James eins og hann heitir réttu nafni, safnað rúm- lega fimm milljónum dollara og má búast við að sú upphæð fari nálægt sjö milljónum dala í ár, 850 millj- ónum íslenskra króna. Kemur úr ruðningsfjölskyldu Justin James Watt er elstur þriggja bræðra og þótti á sínum yngri árum efnilegur í íshokkíi en seinna fór hann að einbeita sér að ruðningi. Með því fetaði hann í fótspor föður síns sem lék ruðning í háskóla. Eftir stutt stopp í Central Michigan skól- anum skipti Watt yfir til Wisconsin þar sem hann var gerður að varnar- manni (e. defensive end) eftir að hafa áður bæði leikið sem varnar- maður og útherji en í varnarlínu Wisconsin sló Watt í gegn. Það leiddi til þess að Texans valdi Watt með 11. valrétt í nýliðavalinu árið 2011. Ákvörðun Texans vakti ekki mikla lukku hjá aðdáendum liðsins sem bauluðu þegar tilkynnt var að Texans hefði valið Watt. Óhætt er að segja að hann hafi staðist allar væntingar og rúmlega það. Watt hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins af fjölmiðla- mönnum sem fjalla um NFL-deild- ina og varð fyrsti leikmaðurinn til að hljóta öll atkvæðin árið 2014. Þá hefur Watt fimm sinnum verið val- inn í úrvalsliðið ásamt því að lenda í öðru sæti í kjöri fjölmiðlamanna á besta leikmanni deildarinnar árið 2014. Sama ár völdu leikmenn NFL- deildarinnar Watt besta leikmann deildarinnar. Síðustu ár hafa reynst Watt erf- iðari og hefur hann aðeins náð að leika alla sextán leikina einu sinni á síðustu fjórum árum. Fyrir vikið hefur sviðsljósið færst frá Watt sem átti þó frábært tímabil í fyrra. Á sama tíma og bræður hans eru að hasla sér völl í deildinni. Miðju- bróðirinn Derek er að gera góða hluti með liði Los Angeles Char- gers en T.J. Watt, yngsti bróðirinn, hefur komið eins og stormsveipur inn í vörn Pittsburgh Steelers og Ógurlegasti varnarmaður NFL-deildarinnar heldur áfram að gefa af sér til samfélagsins. J.J. Watt fór fyrir söfnun sem átti stóran hlut í að endurbyggja Houston eftir fellibylinn Harvey og er núna að safna peningum fyrir íþróttalið gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum. Varnartröll með hjarta úr gulli J.J. WATT ÞÓTTI EFNILEG- UR Í KÚLUVARPI Á SÍNUM TÍMA OG BÆTTI 13 ÁRA SKÓLAMET PABBA SÍNS. gjörbreytt varnarleik liðsins undan- farin tvö ár. Andlit uppbyggingar í Houston Watts verður minnst bæði fyrir afrek hans innan vallar sem utan en hans stærsta afrek er eflaust þegar honum tókst að safna 41,6 millj- ónum bandarískra dollara sem fóru í enduruppbyggingu Houston eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar yfir. Rúmlega hundrað manns lét- ust vegna Harvey og flóðanna sem fylgdu storminum. Þurfti að bjarga 13.000 manns og voru um 30.000 manns á f lótta vegna stormsins. Almannavarnadeildir í Texas töldu að um 185.000 heimili hefðu orðið fyrir skemmdum og um þúsund heimili voru ónýt. Watt var fljótur að láta til sín taka og tilkynnti á Twitter-síðu sinni að hann hefði ákveðið að stofna söfn- unarreikning á hópfjármögnunar- síðu þar sem hann lagði sjálfur til hundrað þúsund dollara með það að markmiði að safna tvö hundruð þúsund dollurum. Með því fór snjó- boltinn að rúlla og áttu alls 150.000 manns eftir að leggja málefninu lið á næstu vikum sem varð til þess að alls söfnuðust 41,6 milljónir dollara, rúmlega fimm milljarðar íslenskra króna. Fyrr á þessu ári þegar tvö ár voru liðin frá því að stormurinn Harvey skall á Houston tilkynnti Watt að alls hefði tekist að laga eða endur- reisa 1.183 heimili og 971 barna- heimili. Þá hafi peningurinn borgað 239 milljón máltíðir handa þeim sem urðu fyrir barðinu á Harvey ásamt því að niðurgreiða heilbrigð- isþjónustu fyrir 8.900 manns og lyfjakostnað fyrir 337.000 manns. Watt er hvergi hættur og er núna að skipuleggja hinn sjöunda árlega mjúkboltaleik til styrktar íþrótta- liðum sem eiga við fjárhagsvand- ræði að stríða. Til þessa hafa J.J. Watt samtökin styrkt rúmlega 500 skóla með 5,2 milljónum dala og hefur hann safnað rúmlega milljón dollurum undanfarin ár með styrkj- um og miðasölu. Met var sett árið 2017 þegar 1,7 milljónir söfnuðust, met sem gæti verið bætt í ár. Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is Til þessa hafa J.J. Watt samtökin styrkt rúmlega 500 skóla með 5,2 milljónum dala. Hann er hvergi nærri hættur að láta gott af sér leiða. Watt tókst að safna 41,6 milljónum Bandaríkjadollara sem fóru í endur- uppbyggingu í Houston eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar yfir. 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.