Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 14.12.2019, Qupperneq 104
Fallegar íbúðir frá 36 m2 við Hverfisgötu 40-44 lausar til langtímaleigu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með eldhústækjum. Nánari upplýsingar í tölvupósti hjá thildur@egh.is Langtímaleiga Hverfisgata 40-44 Jólin eru gæðastund í góðum náttfötum Kringlan / joeboxer.is Ásta K ristín Bene-diktsdóttir, doktor í íslensk um bók-m e n n t u m , o g Haukur Ingvarsson, rithöfundur og bók- menntafræðingur, eru nýir ritstjór- ar Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Fyrsta ritið undir þeirra ritstjórn er væntan- legt í apríl. Ásta er f y rsti k venr itstjór i Skírnis. „Ég var ekki beðin um að taka að mér starfið af því að ég er kona en ég held samt að það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að það skiptir máli að leitast við að jafna kynjahlutföll sem víðast. Ritstjórn Skírnis er engin undantekning þar á,“ segir Ásta. Hún segir nýjar áherslur koma með nýjum ritstjórum. „Efnið mun vissulega breytast með komu okkar Hauks en ekki þó á dramatískan hátt. Okkur langar til að Skírnir sé það sem lagt var upp með í byrjun; vettvangur fyrir menningarum- ræðu og nýjar hugmyndir, líka að utan. Við viljum birta spennandi þýðingar og stefnum að því að gefa út vandað efni af sem víðustum vettvangi, eftir fólk á ólíkum aldri og með fjölbreyttan bakgrunn.“ Spurð hversu sterkur grundvöll- ur sé fyrir útgáfu tímarits eins og Skírnis segir hún: „Við lifum á erf- iðum tímum hvað þetta varðar því kröfur eru gerðar um opinn aðgang og útgáfu á stafrænu formi. Þetta er áskorun sem ég held að allir tíma- ritaútgefendur standi frammi fyrir. Það er hlutverk okkar Hauks að finna út hvers konar efni höfðar til fólks í dag en Hið íslenska bók- menntafélag hefur einnig í hyggju að huga að kynningar- og birting- armálum.“ Merkileg þrenning Doktorsritgerð Ástu fjallaði um rit- höfundinn Elías Mar og þar er um að ræða fyrstu doktorsritgerðina í bókmenntum sem skrifuð er út frá hinsegin sjónarhorni hér á landi. „Mig langaði að gera hinsegin rannsókn, kynna og nota hin- segin fræði og skoða hinsegin bók- menntir á íslensku. Dagný Krist- jánsdóttir og f leiri höfðu skrifað sitthvað um slíkar bækur en ég sá að hinsegin bókmenntir fyrir 1990 höfðu eiginlega ekkert verið rann- sakaðar. Elías var þá augljós kostur. Hann skrifaði ítrekað um hómó- erótík og spennu í kringum kyn- verund ungra karlmanna. Svo var hann óvenjulegur hvað það varðar að hann var mjög opinn með það, alveg frá sjötta áratugnum, að hann væri sjálfur tvíkynhneigður. Í doktorsritgerðinni var ég aðallega að skrifa um þrjár fyrstu skáldsögur hans sem komu út á seinni hluta fimmta áratugarins. Þær eru sjálfstæðar bækur en sem þrenning eru þær mjög merkilegar í þessu samhengi því þær fjalla um unga karlmenn í Reykjavík og kyn- ferðiskreppu þeirra. Þeir eru ekki augljóslega samkynhneigðir en eru að leita að sjálfum sér og velta fyrir sér hvers konar karlmenn þeir séu og hvað eigi að gera við allar þessar kenndir sem þeir finna fyrir.“ Ný sýn á Stein Elliða Í síðasta Tímariti Máls og menn- ingar var að finna grein eftir Ástu þar sem hún skoðaði tilvísanir til samkynhneigðar í Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Lax- ness. Hún er spurð hvort margar slíkar tilvísanir sé að finna og segir: „Aðalpersónan Steinn Elliði er rót- tækur, stuðandi, andborgaralegur og hinsegin á allan mögulegan máta. Hann segist hafa stundað kynsvall með bæði körlum og konum og þótt bókin fari hljótt um það þá býr hann lengi með karl- manni, vini sínum í London sem heldur honum uppi, auk þess sem hann dýrkar vin sinn, munkinn Alban. Þegar maður les bókina og hugsar um kyn og kynverund eins og ég geri þá blasir þetta við. Það hefur þó ekki verið rætt um þetta áður. Ég hef fengið athugasemdir frá fólki sem segir: Aldrei datt mér þetta í hug þegar ég las Vefarann en ég sé það núna. Þetta sýnir glöggt að hinsegin bókmenntagreining beinir sjónarhorninu í aðra átt og um leið kemur ýmislegt nýtt í ljós.“ Fyrsti kvenritstjóri Skírnis Ásta Kristín Benediktsdóttir tekur við ritstjórn tímaritsins ásamt Hauki Ingvarssyni. Segir að nýjar áherslur muni sjást. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það er hlutverk okkar Hauks að finna út hvers konar efni höfðar til fólks í dag, segir Ásta Kristín, sem er nýr ritstjóri Skírnis ásamt Hauki Ingvarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ungt fólk og konur Um þessar mundir verða rit- stjórnarskipti á öllum helstu hugvísindatímaritum lands- ins. Athygli vekur að við tekur ungt fólk og konur eru þar í meirihluta. Auk Ástu Kristínar og Hauks, sem hafa tekið við Skírni, ritstýra Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vil- helmsson nú Sögu, tímariti Sögufélags, Nanna Hlín Hall- dórsdóttir stýrir Hug, tímariti um heimspeki, árið 2020 og Sigrún Margrét Guðmunds- dóttir og Guðrún Steinþórs- dóttir taka við Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, á nýju ári. Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir eru síðan nýir ritstjórar Máls og menn- ingar. ÉG VAR EKKI BEÐIN UM AÐ TAKA AÐ MÉR STARFIÐ AF ÞVÍ AÐ ÉG ER KONA EN ÉG HELD SAMT AÐ ÞAÐ SÉ EKKI HÆGT AÐ HORFA FRAM HJÁ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SKIPTIR MÁLI AÐ LEITAST VIÐ AÐ JAFNA KYNJAHLUTFÖLL SEM VÍÐAST. 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R64 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.