Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 06.03.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 6 . M A R S 2 0 2 0 Úrval afmælistilboða www.hekla.is/skodasalur HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 600.000 til 800.000 kr. afmælisafsláttur! COVID-19 „Ef einstaklingur er með sjúkdóm og vill ekki gera neitt til að hefta útbreiðslu smitunar, og almannahagsmunir liggja undir, getur sótt var nalæk nir leit að aðstoðar lögregluyfirvalda,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Sektir eða fangelsisdómar geta legið við því að brjóta vísvitandi sóttkví og stofna almannaheill í hættu. Sóttvarnalæknir getur fengið lögregluna til að vista ósam­ vinnuþýða nauðuga í einangrun. Neiti einhver að vera í sóttkví getur sóttvarnalæknir ákveðið að sá sé settur í einangrun á sjúkrahúsi eða með öðrum hætti. Uni sá smit­ aði þessu ekki skal bera ákvörðun­ ina undir héraðsdóm. Hegningarlög kveða á um að hver sem valdi hættu á útbreiðslu næms sjúkdóms með því að brjóta gegn lagafyrirmælum eða varúðar­ reglum geti átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Einnig sex ára fangelsi ef um er að ræða sjúkdóm sem hið opinbera gerir sérstakar ráðstafanir til að hefta. Í sóttvarna­ lögum eru viðurlög sektir og fang­ elsi allt að þremur mánuðum. Jón Þór bendir á að máli skipti hvað refsingar varðar hvort um ásetning eða gáleysi sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum sem lágu fyrir um mitt kvöld í gær höfðu 35 verið greindir með kórónaveiru­ smit sem veldur COVID­19 og um 330 manns voru í sóttkví. Allt fólkið hafði verið á skíðasvæðum á Ítalíu og í Austurríki. Ríkisstjórnin, SA og ASÍ gáfu út yfirlýsingu í gær um hvernig staðið verður að launagreiðslum til fólks í sóttkví. Samkomulag var um að einstaklingar verði að geta fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Samk væmt ný r r i skoðana­ könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið segjast nær 37 prósent svarenda hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónaveirunnar. – khg / sjá síðu 6 Refsivert að virða ekki sóttkví Á fjórða hundrað manns eru í sóttkví hér á landi í varúðarskyni vegna COVID-19 sjúkdómsins. Neiti einhver að vera í sóttkví sem sóttvarnalæknir telur nauðsynlega getur það varðað allt að sex ára fangelsi. Sá sem veldur hættu á útbreiðslu næms sjúkdóms með því að brjóta gegn lögum og reglum á allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnaði 70 ára afmæli sínu á hátíðartónleikum í Hörpu í gærkvöldi. Þar var spilaður fiðlukonsert eftir Jean Sibelius og Sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler ásamt sjaldheyrðu verki eftir Pál Ísólfsson. Einleikari var Augustin Hade Lich og Eva Ollikainen, verðandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, stjórnaði tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓLK „Maður er á leiðinni heim úr vinnu og hér í lestarvagninum er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannes­ son á leið til fundar við Aleksöndru Dulkiewicz í Gdansk,“ segir pólski þingmaðurinn Ryszard Świlski í færslu á Facebook. Świlski spyr hversu algengt þetta sé og lætur þess getið að forsetinn hafi verið á sokkunum, án belgings, bílalestar, fylgdarliðs eða fýlusvips. „Ég vissi að forsetinn væri í heim­ sókn í Póllandi en ekki að hann myndi ferðast með lest,“ segir Rysz­ ard í samtali við Fréttablaðið. „Forseti reynir að nýta hentug­ asta ferðamáta hverju sinni,“ segir í svari forsetaembættisins við fyrir­ spurn Fréttablaðsins. – aá / sjá síðu 8 Guðni vekur lukku í lest

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.