Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 6
Ef einstaklingur er með sjúkdóm og vill ekki gera neitt til að hefta útbreiðslu smitunar, og almannahagsmunir liggja undir, getur sóttvarna- læknir leitað aðstoðar lögregluyfirvalda. Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor 6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð COVID-19 Sektir eða fangelsisdómar geta legið við því að brjóta vísvit- andi sóttkví og stofna almannaheill í hættu. Einnig getur sóttvarna- læknir fengið lögregluna til að vista einstakling nauðugan í einangrun ef hann reynist ósamvinnuþýður. Eins og kom fram í útvarpsviðtali við Víði Reynisson, hjá almanna- varnadeild Ríkislögreglustjóra, á mánudag hafa komið upp tilfelli þar sem fólk hefur komið sér undan 14 daga sóttkví vegna COVID-19. Til dæmis með því að ferðast frá skilgreindum hættusvæðum með tengiflugi til Íslands. Embættið hafi gögn sem sýni að þessir einstakling- ar monti sig jafnvel af athæfinu, og minnti Víðir á alvöru málsins. „Ef einstaklingur er með sjúkdóm og vill ekki gera neitt til að hefta útbreiðslu smitunar, og almanna- hagsmunir liggja undir, getur sóttvarnalæknir leitað aðstoðar lögregluyfirvalda,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor við laga- deild Háskóla Íslands. Eitt af þessu getur verið að neita að vera í sóttkví. Sóttvarnalæknir geti því ákveðið að viðkomandi sé settur í einangrun á sjúkrahúsi eða með öðrum hætti. Vilji hinn smit- aði ekki una þessu skal sóttvarna- læknir bera ákvörðunina undir héraðsdóm og dómari taka afstöðu eins fljótt og auðið er. Í sóttvarnalögunum eru viðurlög við slíkum brotum sektir og fangelsi allt að þremur mánuðum. Hegningarlög kveða einnig á um að hver sem valdi hættu á útbreiðslu næms sjúkdóms með því að brjóta gegn lagafyrirmælum eða varúðar- reglum geti átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Einnig sex ára fangelsi ef um er að ræða sjúkdóm sem hið opinbera gerir sérstakar ráðstafanir til að hefta. Jón Þór bendir þó á að vitneskja um sjúkdóm skipti máli hvað refs- ingar varðar, það er hvort um ásetn- ing eða gáleysi sé að ræða. „Um leið og liggur fyrir að fólk sé að viðhafa háttsemi til að komast hjá því að fara í einangrun er það meðvitað að komast hjá fyrir- mælum stjórnvalda og þar með taka meðvitaða áhættu, eða það sem kallað er í refsiréttinum dolus event ualis, láta sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja og gæti það talist ásetningsbrot,“ útskýrir Jón. Ekki hefur mikið reynt á mál af þessu tagi. Árið 2015 komst mál hælisleitanda frá Nígeríu í deiglu fjölmiðla er hann var grunaður um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV-veirunni. Sagðist sá maður ekki hafa haft vitneskju um sjúkdóminn sem er tilkynningarskyldur. „Það hafa komið upp mál, til dæmis á Norðurlöndunum, þar sem einstaklingar smitaðir af HIV hafa vísvitandi verið að smita fólk og það myndi f lokkast undir hættubrot,“ segir Jón. En hættubrot er brot þar sem lífi, heilsu eða eignum fólks er stefnt í hættu. kristinnhaukur@frettabladid.is Brot gegn sóttvörnum geta varðað fangelsi Komið hafa upp tilvik þar sem fólk reynir að koma sér undan sóttkví vegna COVID-19 og gortar sig af því. Þungir fangelsisdómar geta legið við því að ganga gegn fyrirmælum sóttvarnalæknis. Lítið hefur þó reynt á lagaákvæðin. Fosshótel á Rauðarárstíg hefur verið leigt til að vera sóttkví vegna COVID-19 sjúkdómsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Öll hreyfing skiptir máli! HREYFÐU ÞIG MAÐUR! Heilsuráð Krabbameinsfélagsins má finna á mottumars.is UMHVERFISMÁL Háskóli Íslands hefur hlotið Grænfánann í fyrsta sinn og er þar með stærsti skóli með fánann hér á landi. Markmið Græn- fánans er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnis- stjóri sjálfbærni- og umhverfismála hjá HÍ, segir Grænfánann hafa mikla þýðingu fyrir háskólasamfélagið. Verkefnið sé liður í því að HÍ sýni ábyrgð í umhverfismálum. „Grænfáninn styður beint við stefnu og markmið Háskólans sem snúa meðal annars að því að takast á við áskoranir samtímans, lofts- lagsmálin þar á meðal,“ segir Þor- björg. „Markmiðið með þátttöku Háskólans í verkefninu var að efla samstarf starfsfólks og stúdenta um umhverfismál en einnig skapa utanaðkomandi pressu á að klára verkefnin sem við fáum með úttekt Landverndar á ári hverju.“ Markmið Umhverf isnefndar Grænfánans við HÍ tengd lofts- lagsmálum fyrir 2019-2020 lutu að fræðslu um loftslagsmál, loftslags- vænni mat á háskólasvæðinu, mót- vægisaðgerðum gegn mengun og umhverfisvænni samgöngum. Þorbjörg segir að með samvinnu við ýmsa, meðal annars Hámu og Félagsstofnun stúdenta, hafi vel tekist til við að uppfylla markmiðin. „Það er áskorun fólgin í því að setja sér markmið og ná þeim en óskin um að fá að halda í fánann hvetur okkur áfram. Sjálf hef ég lagt áherslu á að við setjum okkur metn- aðarfull en raunhæf markmið á ári hverju og finnst mér hafa tekist vel til í þetta skipti.“ – bdj Háskóli Íslands hlýtur Grænfánann Þorbjörg Sandra er önnur frá vinstri. MYND/KRISTINN INGVARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.