Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 8
Verkföll BSRB munu bresta á næstkomandi mánudag hafi samningar ekki náðst. 569 7000 · Lágmúla 4 · miklaborg.is 102Reykjavík Valshlíð – Fálkahlíð – Smyrlahlíð Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar vor/sumar 2020. Glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir • Megin áhersla er á litlar og meðalstórar vandaðar íbúðir, inn rétt aðar á hagkvæman og þægilegan máta. • Húsin liggja umhverfis garð í miðjunni og þar undir er tveggja hæða bílakjallari. Pantið söluskoðun í síma 569-7000 – Sýnum alla daga Verð frá : 39,9 millj. OPIÐ HÚS Föstudaginn 6. mars frá kl. 12 - 12:30Sýningaríbúð er í Fálkahlíð 2 Sýningaríbúð er í Fálkahlíð 2 Hringbraut Jason Kr. Ólafsson lögg. fasteignasali jko@miklaborg.is sími: 775 1515 Friðjón Ö. Magnússon aðst. fasteignasala fridjon@miklaborg.is Sími: 692 2704 Skoða má allar íbúðirnar á 102reykjavik.is og miklaborg.is HORNAFJÖRÐUR Ósk Félags húsbíla­ eigenda og Félagsins 4X4 um að fá að gista utan tjaldsvæða var hafnað í bæjarráði Hornafjarðar. „Sveitarfélagið er aðili að lög­ reglusamþykkt Suðurlands þar sem gisting utan tjaldsvæða er óheimil án leyfis landeigenda,“ segir í svari bæjarráðs þar sem ósk félaganna tveggja er hafnað. Fram kemur í fundargerð bæjar­ ráðs að félögin tvö hafi lagt til við umhverfisráðuneytið að gerð verði breyting á náttúruverndarlögum þannig að ekki þurfi að fá heimild landeigenda eða annarra rétthafa til að nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sam­ bærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða í þeim tilfellum sem þessi tæki eru ekki búin salernis­ aðstöðu. – gar Hornfirðingar leyfa ekki húsbíla utan tjaldstæða Við Gróttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. SAMGÖNGUR Pólski þingmaðurinn Ryszard Świlski dáist að alþýðleika herra Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem notar almenn­ ingssamgöngur á ferðalögum sínum milli staða í Póllandi þar sem hann er í opinberri heimsókn ásamt konu sinni Elizu Reid. „Maður er á leiðinni heim úr vinnu og hér í lestarvagninum er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannes­ son á leið til fundar við Aleksöndru Dulkiewicz í Gdansk,“ segir Ryszard í færslu á Facebook og spyr hversu algengt þetta sé og lætur þess getið að forsetinn hafi verið á sokkunum, án belgings, bílalestar, fylgdarliðs eða fýlusvips. „Ég vissi að forsetinn væri í heim­ sókn í Póllandi en ekki að hann myndi ferðast með lest,“ segir Rysz­ ard í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég fíla þessa nálgun við forsetaembættið.“ Hann segir að bæði eiginkona forsetans og ritari hafi verið með forsetanum í för. Þau hafi látið lítið fyrir sér fara en farþegar lestarinnar hafi þó vitað að einhver mikilvægur væri um borð þótt þeir vissu ekki hver það væri. Opinberri heimsókn forseta­ hjónanna lauk í Gdańsk í dag en þar sat forsetinn meðal annars mál­ þing um sóknarfæri í samskiptum Íslands og Póllands í útvegsmálum og Eliza Reid forsetafrú hitti full­ trúa jafnréttis­ og innflytjendaráðs borgarinnar. „Forseti reynir að nýta hentug­ asta ferðamáta hverju sinni,“ segir í svari forsetaembættisins við fyrir­ spurn Fréttablaðsins um ferðavenj­ ur forsetans erlendis. Færslu pólska þingmannsins um lestarferð forsetahjónanna var vel tekið á Facebook. Þúsundum líkaði við hana, hundruð athugasemda hafa verið gerðar við færsluna og yfir tvö hundruð deilt myndum hans af forsetanum sem fylgdu færslunni. Meðal þeirra sem rita athugasemdir eru Pólverjar búsettir á Íslandi. „Hann fer óvaldaður um Reykja­ Fagna lestarferð Guðna Forseti Íslands notaði almenningssamgöngur á ferðum sínum í opinberri heimsókn í Póllandi. Myndir af Guðna í lest vekja lukku á samfélagsmiðlum. Nokkrar athugasemdir Pólverja við færsluna n „Ég skrifaði ritgerðina mína á Íslandi. Hef alltaf borið virðingu fyrir þessari litlu en stoltu þjóð.“ n „Ég elska Íslendinga fyrir að jafnvel þeir sem eru frægir, þekktir og háttsettir eru alls ekki hrokafullir og líta bara á sig sem venjulegt fólk. Hér getur maður jafnvel rekist á Björk í sundi.“ n „Hér á Íslandi þekkjast ekki bílalestir, nema í tilvikum er- lendra sendinefnda. Forsetinn er bara á einum bíl og ferðast bara um í hinni almennu um- ferð. Maður myndi ekki bera kennsl á hann nema fyrir bíl- númerið.“ n „Það eru engar lestir á Íslandi, forsetann hefur bara langað svo að prófa.“ n „Ég hef búið á Íslandi í mörg ár og trúið mér. Forseti Íslands er ekki vaktaður og er ekki talinn merkilegri en aðrir hér. Maður getur hitt á hann hvar sem er í borginni á ferð með konu sinni og börnum.“ Myndina tók pólski þingmaðurinn Ryszard Świlski og er hann sjálfur með á myndinni. Færslu Świlskis um lestarferð forsetans má sjá á frettabladid.is. VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa á rekstri verslunar Kaupfélags Stein­ grímsfjarðar á Hólmavík. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftir­ litsins. Eftirlitinu var tilkynnt um kaup­ in þann 18. febrúar síðastliðinn og voru þau háð samþykki þess. Fram kemur að Samkaup reka um 60 smávöruverslanir víða um land undir nöfnunum Nettó, Kjör­ búðin, Krambúð, Iceland, Háskóla­ búðin og Samkaup Strax. Þá segir að kaupfélagið starfi aðallega á sviði dagvöruverslunar og reki eina dagvöruverslun á Hólmavík. Nýlega hafi félagið lokað verslun sinni á Drangsnesi. Kaupfélagið sé afgreiðsluaðili Vörumiðlunar á Hólmavík og haldi utan um allan f lutning félagsins á svæðinu með skráningu og afgreiðslu. Við afgreiðslu málsins leit Sam­ keppniseftirlitið meðal annars til staðbundinna áhrifa samrunans og kemur fram í gögnunum að skemmst séu 32 kílómetrar í næstu verslun frá Hólmavík. Eftirlitið kemst því að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu hluthafar Samkaupa séu Kaupfélag Suður­ nesja með rúmlega 57 prósenta hlut, Birta lífeyrissjóður með ríf­ lega fimmtán prósent og Kaupfélag Borgfirðinga með litlu minni hlut. – jþ Heimila kaup á verslun á Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR vík og er elskaður og virtur. Hann kemur á alla fótboltaleiki og krakk­ arnir sjá hann oft á hjóli um hverfið. Það er synd að ekki sé hægt að segja það sama um pólska stjórn­ málamenn, að ég minnist ekki á pólska forsetann,“ segir Barbara Sychowska, pólskur innf lytjandi á Íslandi. Með færslu hennar fylgir mynd af ungum syni hennar og Guðna forseta á fótboltavelli. adalheidur@frettabladid.is KJARAMÁL Stíft var fundað í hús­ næði Ríkissáttasemjara í gær en aðildarfélög BSRB og samningsað­ ilar þeirra reyna að ná samningum áður en verkföll eiga að skella á næstkomandi mánudag. Í fyrra­ kvöld náðist niðurstaða í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnu­ fólki. „Það er mjög stór áfangi að hafa náð þeirri niðurstöðu. Það bæði ein­ faldar og flýtir fyrir og maður vonar að það verði til þess að fólk sé meira tilbúið að mætast á miðri leið með það sem eftir er,“ segir Sonja Ýr Þor­ bergsdóttir, formaður BSRB. Mestmegnis sé verið að ræða mál sem út af standi í viðræðum við ríkið en BSRB­félögin eiga einnig í viðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Viðræðurnar fara bæði fram á borði BSRB og hjá einstaka aðildar­ félögum. „Það eru allir í húsi núna og form­ legir og óformlegir fundir í gangi. Það lítur ekki út fyrir annað en að það verði þannig fram á kvöld og yfir helgina,“ sagði Sonja síðdegis í gær. Landssamband slökkviliðs­ og sjúkraflutningamanna frestaði í gær verkfallsaðgerðum sínum á meðan hættustig almannavarna vegna COVID­19 faraldursins er í gildi. Sonja segir að vegna ástandsins hafi BSRB opnað fyrr fyrir undan­ þágubeiðnir vegna mögulegra verk­ fallsaðgerða en gert sé venjulega. „Þetta eru bara sérstakar aðstæð­ ur og við viljum taka tillit til þess.“ – sar Formaður BSRB kveðst búast við að fundað verði inn í helgina Sonja segir styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki stóran áfanga. 6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.