Fréttablaðið - 06.03.2020, Side 11

Fréttablaðið - 06.03.2020, Side 11
Möguleg lokun Vínbúðanna vegna verkfalls BSRB Nánari upplýsingar um opnunartíma á vinbudin.is Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. MÁN. ÞRI. MIÐ. FIM. FÖS. LAU. SUN. 9 10 11 12 13 14 15 VERKFALL OPIÐM A R S ÍTALÍA Silvio Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, hefur slitið sambandi við Francescu Pas- cale, kærustu sína til tólf ára. Hin 34 ára gamla Pascale sagði ákvörðun Berlusconi hafa komið sér í opna skjöldu, en hann er 83 ára gamall. Hún óskar honum þó hamingjusams lífs og segir að þau verði áfram vinir. Berlusconi var dæmdur árið 2013 fyrir að borga fyrir kynlíf með 17 ára stúlku en var síðar sýknaður. Sögur herma nú að hann sé að slá sér upp með Mörtu Fascina, þrítugri þingkonu. – atv Berlusconi yngir upp CHILE Bæjarstjóri Páskaeyju hefur kallað eftir hertum akstursreglum í kringum fornleifasvæði eftir að árekstur olli skaða á einni af moai- styttunum þekktu. Chilemaður, sem er búsettur á eyjunni, hefur verið ákærður fyrir að aka pallbíl sínum á eina af stein- styttunum sem prýða eyjuna og valda að sögn innfæddra ómældum skaða. Stytturnar, sem skipta hundruð- um, eru helsta kennileiti eyjunnar. Þær voru reistar einhvern tímann milli 13. og 16. aldar og telja margir eyjarskeggjar þær vera heilagar. – atv Árekstur á Páskaeyju Frá vettvangi. MYND/FACEBOOK UMHVERFISMÁL Vísindamenn segja veturinn í ár þann hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust. Gögn frá C3S, loftslagsbreytinga- þjónustu ESB, ná aftur til ársins 1855. Miðað við þau var meðalhita- stigið í desember, janúar og febrúar síðastliðnum 1,4 gráðum hærra en veturinn 2015-16, sem var áður heit- asti vetur frá upphafi mælinga. Þá var veturinn 3,4 gráðum hlýrri en meðalvetur á tímabilinu 1981-2010. „Þrátt fyrir að þessi vetur hafi verið mjög öfgafullur er líklegt að slíkir atburðir verði enn öfga- kenndari vegna hnatthlýnunar,“ sagði Carlo Buontempo, formaður C3S. Hann bætti við að þrátt fyrir að svona hlýr vetur veki ugg lýsi hann ekki einn og sér loftslagsbreyting- um. „Árstíðarhiti, sérstaklega utan hitabeltisins, er verulega breyti- legur frá ári til árs,“ sagði hann. Samt sem áður er  búist við  að hnatthlýnun muni fjölga öfgatil- fellum á borð við þetta um allan heim á næstu árum. Í skýrslu  Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar frá því í fyrra kemur fram  að áratugurinn 2010-2019 hafi verið sá heitasti á jörðinni allri síðan mælingar hófust. – atv Hlýjasti vetur í Evrópu frá upphafi mælinga Hitinn á Suðurskautslandinu fór yfir 20 gráður í febrúar. MYND/GETTY Silvio Berlusconi. DANMÖRK Fyrstu sjálf keyrandi strætisvagnar Danmerkur hafa verið teknir í notkun í Álaborg. Strætisvagnarnir, sem eru tveir, keyra bílstjóralausir á 18 kílómetra hraða í austurhluta borgarinnar. Þrátt fyrir að vagnarnir stýri sér sjálfir með myndavélum og þrí- víddarkortum  verða starfsmenn um borð til að byrja með til að taka við stjórn ef þörf krefur. „Þetta hefur verið langt ferli og erfitt að fá samþykki. En nú eru þeir komnir af stað,“ sagði Thomas Kastrup-Larsen, borgarstjóri Ála- borgar, sem er hæstánægður með vagnana. – atv Sjálfkeyrandi vagnar í Álaborg 1,4̊C er hækkunin frá síðasta vetrarhitameti. F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 6 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.