Fréttablaðið - 06.03.2020, Side 14
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HNEFALEIKAR Á þessum degi árið
1964 breytti Cassius Clay nafni
sínu í Muhammad Ali. Hann hafði
skömmu áður unnið sinn fyrsta
heimsmeistaratitil í hnefaleikum
með því að vinna Sonny Liston.
Hann var 22 ára og var það Elijah
Muhammad sem veitti honum
nafnið. Ali gekk reyndar í örlitla
stund undir nafninu Cassius X en
það var til heiðurs vini hans Mal-
colm X.
Margir innan herbúða Ali höfðu
áhyggjur af sambandi hans og NOI,
Nation of Islam, og Malcolm X en
það gerði ekkert nema að gera hann
að betri bardagamanni og enn betri
pólitíkusi.
Ali hafði alltaf verið orðhepp-
inn og heillaði flesta með orðsnilld
sinni en eftir að hann neitaði að
ganga í herinn til að berjast í Víet-
nam urðu orð hans enn sterkari. Ali
varð Ólympíumeistari árið 1960 og
á ferli sínum, sem spannaði hartnær
35 ár, vann hann 56 bardaga af 61,
þar af 37 með rothöggi. Hann er af
mörgum talinn einn besti hnefa-
leikamaður sem uppi hefur verið
en hann lést árið 2016 eftir langvinn
veikindi. Hann var 74 ára gamall
þegar hann lést. – bb
Cassius Clay breytti nafni sínu
í Muhammad Ali á þessum degi
GOLF Bæjarráð Mosfellsbæjar sam-
þykkti í gær að fara í framkvæmdir
við golfskálann upp á 35 milljónir.
Í lok síðasta árs var gert þríhliða
samkomulag á milli Landsbankans,
Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mos-
fellsbæjar um fjárhagslega endur-
skipulagningu Golfklúbbsins. Við
það eignaðist Mosfellsbær neðri
hæð íþróttamiðstöðvarinnar við
Æðarhöfða, þar sem Golfklúbbur-
inn er staðsettur og skuldbatt sig til
að ljúka innréttingu hæðarinnar.
Fyrirhugað er að koma þar
fyrir æfingaaðstöðu fyrir börn og
ungmenni sem þar æfa, svo sem
kennslurými, rými fyrir golfherma,
æfingasal fyrir púttkennslu og
höggneti auk aðstöðu fyrir félags-
starf ungmenna. Enn fremur er
stefnt á að ganga frá salernisaðstöðu
í hluta rýmisins og ræstikjarna.
Stærsti einstaki kostnaðarliður
er tæpar 18 milljónir og er titlaður
frágangur innanhúss en raf lagnir
munu kosta 12,3 milljónir. – bb
Slegið í nýjan
golfskála í Mosó
Ali ásamt annarri ofurstjörnu, Atla Eðvaldssyni. MYND/GETTY
Valdís Þóra Jónsdóttir, einn af
bestu kylfingum landsins. högg.
FÓTBOLTI Hitapylsan margfræga,
sem á að gera Laugardalsvöll fínan
og fallegan fyrir leikinn gegn Rúm-
eníu eftir 20 daga, verður að öllum
líkindum sett á Laugardalsvöll í
dag en hún kom til landsins fyrir
skömmu. Pylsan tafðist aðeins í
tollinum.
Pylsan kemur frá fyrirtækinu
Sports & Stadia Services. Fjórir
Bretar eru með í för og vakta að allt
fari rétt fram. Dúkurinn er þróaðri
útgáfa af þeim sem notaður var til að
koma Laugardalsvelli í gott lag fyrir
umspilsleikinn gegn Króatíu 2013.
Leigukostnaður vegna hitapyls-
unnar í þrjár vikur er um 15 millj-
ónir og er áætlað að rafmagn og gas
kosti um 10 milljónir króna sam-
kvæmt bréfi Guðna Bergssonar, for-
manns KSÍ, til borgaryfirvalda. – bb
Hitapylsan fer
á völlinn í dag
KÖRFUBOLTI Einn besti leikmaður
landsins í körfubolta, Brynjar Þór
Björnsson, tilkynnti í gær að hann
ætlaði ekki að spila einn af stórleikj-
um deildarinnar í kvöld þegar KR
mætir Stjörnunni, vegna útbreiðslu
kórónaveirunnar. Brynjar, sem er
giftur Sigurrós Jónsdóttur heimilis-
lækni, tilkynnti þetta á fésbókar-
síðu sinni og fékk góðar undirtektir
þó að formaður körfuboltadeildar
KR hafi ekki verið sammála henni
í samtali við Vísi.
Finnur Freyr Stefánsson, sem
gerði KR að fimmföldum Íslands-
meisturum sem þjálfari, bendir á
í ummælum á síðu Brynjars að 16
leikmenn og starfsmenn Bröndby
séu nú í sóttkví eftir að fyrrverandi
leikmaður liðsins mætti smitaður
á leik liðsins á sunnudag. Íslenski
landsliðsmaðurinn Hjörtur Her-
mannsson spilar með Bröndby og
sat á varamannabekk í téðum leik.
Finnur er nú þjálfari Horsens í Dan-
mörku.
„Við erum að glíma við mjög
alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi
og það er líklega hægt að draga
úr útbreiðslu hans með réttum
aðgerðum,“ segir Brynjar í færslu
sinni og heldur áfram: „Með því
að forðast hópsamkomur á meðan
óvissuástand ríkir þá gæti það skipt
sköpum að bregðast við strax.
Flestir sem veikjast alvarlega gera
það ekki fyrr en eftir 10-14 daga
veikindi svo við erum ekki farin að
sjá rétta mynd enn.
Ég skora á íþróttahreyfinguna að
taka fyrirtæki í landinu sér til fyrir-
myndar og fresta hópsamkomum á
meðan óvissuástand ríkir,“ segir
Brynjar í lokaorðum sínum.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ,
segir að sambandið skoði stöðuna
nánast stöðugt en um 20 leikir fóru
fram á miðvikudag innan banda
KKÍ. „Við höfum ekkert gefið út og
munum ekkert gera því við fylgjum
yfirvöldum í landinu. Heilbrigðis-
yfirvöld og almannavarnir hafa
ekki verið með samkomubann og
ekki beðið okkur um að hætta með
íþróttaleiki.
Ég tel afar mikilvægt að við fylgj-
um yfirvöldum í þessum máli. Þau
eru að gera sitt besta í þessu máli
og við þurfum að hafa ró. Ég skil að
fólk sé smeykt en skólar eru í gangi
og fólk er enn að koma saman.
Það er risastór ákvörðun að fresta
leikjum og hana tökum við þegar og
ef við förum á þann stað.“
Stjórn Íþróttasambands fatlaðra
í samráði við fagteymi ÍF ákvað á
miðvikudag að fresta Íslandsmót-
inu í boccia, borðtennis og lyfting-
um sem og Íslandsleikum Special
Olympics í frjálsum íþróttum sem
fara áttu fram helgina 13.-15. mars
vegna kórónaveirunnar. „Endan-
legar ákvarðanir með önnur verk-
efni Íþróttasambands fatlaðra hér-
lendis sem erlendis liggja ekki fyrir
að svo stöddu en upplýst verður um
stöðu þeirra mála síðar,“ segir í til-
kynningu ÍF.
Hannes segist hafa skilning á
þessari frestun. „Við skoðum hlut-
ina vel enda allir í þjóðfélaginu að
velta þessu fyrir sér. Það er mikil
aðgerð að stoppa íþróttakappleiki
og eitthvað sem þarf að gerast í
samráði við heilbrigðisyfirvöld.“
benediktboas@frettabladid.is
Telur að fresta eigi stórleikjum
Brynjar Þór Björnsson, einn besti körfuboltamaður landsins, skorar á íþróttahreyfinguna að fresta hóp-
samkomum sökum kórónaveirunnar. Brynjar ætlar ekki að spila stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld.
Áhrif COVID-19 á íþróttaviðburði
n Heimsmeistaramótinu í
frjálsum íþróttum innanhúss
hefur verið frestað um ár.
n Skipuleggjendur Ólympíu-
leikanna hittast í næstu viku.
Leggja á af stað með Ólympíu-
eldinn frá Fukushima þann 20.
mars. Leikarnir munu kosta um
12 milljarða dollara.
n Formúla 1 hefur ákveðið að
sleppa Kínakappakstrinum
sem átti að fara fram í apríl.
Þá munu allar keppnir falla
niður ef eitthvert lið fær ekki
inngöngu í fyrirhuguð keppnis-
lönd. Fyrstu keppnir eiga að
fara fram í Ástralíu, Barein og
Víetnam.
n Ítalir hafa orðið hvað harðast
fyrir barðinu á vírusnum og
Ferrari er komið með ákveðna
tálma á sitt keppnislið. Trúlega
mun Sería A klárast bak við
luktar dyr.
n Ekkert mót verður í Evrópu-
mótaröðinni í golfi sem fara
átti fram í apríl í Malasíu og
Kína.
Brynjar Þór Björnsson ætlar ekki að mæta í DHL-höllina þar sem stórleikur KR og Stjörnunnar í körfubolta fer fram.
Hann skorar á íþróttahreyfinguna að fresta hópsamkomum á meðan óvissuástand ríkir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við höfum ekkert
gefið út og munum
ekkert gera því við fylgjum
yfirvöldum í landinu.
Hannes S. Jóns-
son, formaður
KKÍ.