Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2020, Blaðsíða 16
Hinn árlegi Mottumars stend-ur nú yfir og í ár er áherslan lögð á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum, en reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum og er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. „Mottumars er tvíþætt verk- efni,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélagsins. „Annars vegar er það vitundarvakning til að vekja athygli á öllu sem varðar krabba- mein hjá körlum og hins vegar er þetta fjáröflun fyrir Krabba- meinsfélagið. Staðan er sú að rúmlega 800 karlmenn greinast með krabba- mein á hverju ári og tæplega sjö þúsund eru á lífi sem hafa fengið krabbamein,“ segir Halla. „Eitt af markmiðum félagsins er að fækka krabbameinum. Þess vegna beinum við sérstaklega sjónum að fyrirbyggjandi þáttum í Mottumars í ár, en við vitum að með heilsusamlegum lífsstíl er að hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Við viljum fá þjóðina í lið með okkur, svo að við getum náð enn meiri árangri saman. Sjaldnast er þörf á byltingar- kenndum lífsstílbreytingum til að vinna gegn krabbameinum, bara það að gera svolítið betur getur auðveldlega haft heilmikil áhrif,„ segir Halla. „Til þess að hreyfing hafi jákvæð áhrif þarf bara að stunda hreyfingu sem hækkar púlsinn í um 30 mínútur á dag, sem er vel gerlegt. Í myndbandinu sem við gáfum út í tilefni af Mottumars má sjá stórglæsilega, Mottumarssokka- klædda snillinga sýna alls kyns hreyfingar og kenna heilsuráð sem geta komið að góðu gagni,“ útskýrir Halla. Fjölbreytt dagskrá í mars „Í tilefni af Mottumars verður dag- skrá um allt land yfir mánuðinn. Það verða ýmsir fræðsluviðburðir í húsakynnum Krabbameinsfélags- ins og það var stórt málþing hjá Krabbameinsfélaginu á Akureyri í vikunni,“ segir Halla. „Af því að áherslan er á hreyfingu í ár skipu- lögðum við Karlahlaup sem átti að koma átakinu af stað 1. mars, en vegna verkfalls Eflingar var því frestað og við stefnum á að hafa það í lok mars. Við erum bara að bíða eftir að fá staðfestingu á því hvenær forsetinn getur komið og verið með, en hann ætlar að vera fylgisveinn þeirra sem fara hægt yfir í hlaupinu. Þetta verður stór- skemmtilegur viðburður og við vonum að allir karlmenn sem geta, komi og verði með okkur, hver á sínum hraða, óháð aldri. Halla segir að það þurfi oftast ekki byltingu á lífsstíl til að temja sér heilsusamlega lifnaðarhætti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Í tilefni af Mottumars selur Krabbameinsfélagið sérstaka Mottumars-sokka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þetta hlaup verður líka á nokkr- um stöðum á landsbyggðinni og einnig ætlar Krabbameinsfélag- ið í Árnessýslu að skipuleggja rútuferð í hlaupið hér í borginni,“ segir Halla. „Þannig að það verður bæði hreyfingartengd dagskrá og fræðsla af ýmsu tagi í boði um allt land og við hvetjum fólk til að kynna sér hana nánar á vefnum mottumars.is.“ Hægt að breyta lífsstíl þjóðarinnar aftur „Mottudagurinn svokallaði verður 13. mars næstkomandi. Þá von- umst við til að vinnustaðir taki þátt á sinn eigin hátt,“ segir Halla. „Við eigum von á að myndbandið sem ég talaði um verði notað sem fyrirmynd og heilu vinnustaðirnir sendi okkur myndir og myndbönd af sér að syngja og dansa með. Heilsuráðin eru til þess að draga úr líkum á krabbameinum,“ segir Halla. „Það hljómar einfalt þegar maður segir það, en það er f lókið að koma þessum skilaboðum til heillar þjóðar, hvað þá þannig að fólk taki mark á þessu og hagi sér í samræmi við þetta. En Íslendingar geta breytt um lífsstíl. Við höfum séð það á tób- aksvörnum, þar sem náðst hefur árangur á heimsmælikvarða,“ segir Halla. „En sá árangur náðist vegna þess að ótal aðilar tóku undir með Krabbameinsfélaginu, þar á meðal stjórnvöld. Það hefur skilað miklum árangri og þetta þarf að gerast varðandi hreyfingu og aðra þætti til að fólk hlusti og taki mark á boðskapnum og við náum markmiðum okkar. Þess vegna þurfum við stuðning lands- manna.“ Þakklát fyrir velvilja og stuðning þjóðarinnar „Í átakinu leggjum við áherslu á að selja Mottumarssokkana, en við seljum líka ýmsar aðrar fjáröfl- unarvörur og ákveðin fyrirtæki selja vörur til styrktar átakinu. Við viljum sjá sokkana á fótum allra landsmanna,“ segir Halla. „Peningarnir fara svo í alls konar verkefni sem tengjast forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Við höldum til dæmis út vefsvæðinu Karlaklefinn, sem er sérstaklega fyrir karla og þar er að finna nýtt gagnvirkt fræðsluefni sem er búið að leggja mikla vinnu í og á að vera mönnum liðsinni þegar þeir velta fyrir sér hvort þeir eigi að láta skima fyrir krabbameini í blöðru- hálskirtli. Við stöndum fyrir ýmiss konar rannsóknum. Við rekum stóran vísindasjóð sem hefur deilt út 160 milljónum króna á síðustu þremur árum og erum líka með okkar eigin rannsóknir,“ segir Halla. „Nú styttist til dæmis í að við förum af stað með rannsókn þar sem við skoðum reynslu fólks af því að greinast og fara í gegnum meðferð, sem styrkir okkur í málsvarahlut- verkinu. Það má til dæmis búast við að þar komi fram mikilvæg gögn frá körlum, sem stundum er erfiðara að heyra frá því þeir leita sér mun síður aðstoðar en konur,“ segir Halla. „Hjá Ráðgjafarþjónustunni okkar býðst fólki frí þjónusta, einstaklingsráðgjöf, námskeið og fleira, en það eru færri karlar sem nýta það en konur, bæði aðstand- endur og þeir sem hafa greinst með krabbamein. Við viljum reyna að auka þann fjölda karla sem nýtir sér þetta. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir alfarið á stuðningi einstakl- inga og fyrirtækja, en margir halda að hún njóti opinbers stuðnings, svo er ekki,“ segir Halla. „Við rekum Leitarstöðina á samningi við Sjúkratryggingar en greiðum með starfseminni, en önnur starf- semi er fyrst og fremst fjármögnuð fyrir velvilja einstaklinga og fyrirtækja. Við erum afar þakklát almenningi og fyrirtækjum fyrir að gera okkur kleift að sinna hlut- verki okkar.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.