Fréttablaðið - 06.03.2020, Síða 20
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Dagskrá um Drífu Viðar
í tilefni 100 ára fæðingar
afmælis hennar.
Dagskrá um Drífu Viðar verður haldin í Neskirkju á morgun, laugardaginn 7. mars, klukkan 14.00, í tilefni af 100 ára fæðing-arafmæli hennar. Drífa
kom víða við í íslensku menningarlífi
áður en hún lést langt fyrir aldur fram.
Á viðburðinum í Neskirkju verður í
stuttum erindum sagt frá málaralist
hennar, ritverkum, bókmennta- og
listagagnrýni, revíusöng og samstarfi
hennar við Jórunni Viðar systur sína,
kvennabaráttu og stjórnmálastarfi.
„Það er ákveðin forsaga að þessu,“
segir Jón Thoroddsen, sonur Drífu.
„Fyrir um tveimur árum kom Katrín
Fjeldsted að máli við mig og bað mig
að fara yfir óperutexta sem móðir mín
samdi og Jórunn Viðar, systir mömmu
og móðir Katrínar, hafði samið tónlist
við. Nú er Þórður Magnússon að sam-
hæfa texta og tónlist. Þetta er líklega
fyrsta íslenska óperan. Svo var ákveðið
að fylgja þessu eftir og rifja upp hlut
mömmu í íslensku menningarlífi með
dagskrá um hana í tilefni af 100 ára
afmæli hennar. Það verður bæði aka-
demísk umfjöllun og skemmtidagskrá.“
Ótrúlega fjölhæf
Drífa Viðar var ótrúleg fjölhæf. Jón,
sem var fjórtán ára þegar móðir hans
dó, er spurður hvort hann hafi í æsku
orðið var við þessa fjölhæfni. „Ég var
ekki kominn með alveg nægilegt vit til
að skynja hversu hæfileikarík hún var.
Hún málaði niðri í kjallara og var einn-
ig stöðugt skrifandi. Þær Jórunn unnu
saman að barnatímanum í útvarpi og
mamma skrifaði leikrit fyrir börn. Hún
var söngkona og leikkona. Einnig mynd-
listar- og bókmenntagagnrýni og gagn-
rýni hennar sýndi töluverða stílgáfu.
Svo var hún mikil baráttukona í pólitík,
virk í Samtökum herstöðvaandstæð-
inga og Menningar- og friðarsamtökum
kvenna. Það var því kannski nokkuð
erfitt fyrir hana að beina öllum þessum
hæfileikum í einn farveg.
Hún var sífellt að. Ég man eftir henni
uppi í rúmi að skrifa. Þegar hún var að
mála málaði hún mjög hratt. Einu sinni
sagði ég um mynd sem hún var að mála:
„Þarna sé ég fígúru.“ Þá flýtti hún sér að
taka fígúruna burt svo hún truflaði ekki
myndbygginguna.“
Gegnhlýr fjörkálfur
Spurð hvernig karakter móðir hans hafi
verið segir Jón: „Það var mikill leikur í
henni. Hún var mjög glaðlynd að eðlis-
fari. Þuríður Pálsdóttir söngkona sagði
eitt sinn við mig að miðað við ömmu
mína Katrínu sem var nokkuð fjarlæg,
eins og Jórunn, þá væri mamma gegnhlý.
Hún var alls staðar hrókur alls fagnaðar
og óskaplega lifandi manneskja, nánast
fjörkálfur.“ kolbrunb@frettabladid.is
Hún var sífellt að starfa
Jón Thoroddsen, sonur Drífu, segir frá ævi hennar á þingi um hana í Neskirkju á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Drífa Viðar var afar hæfileikarík á listasviðinu og gegnhlý manneskja.
Dagskráin
n Jón Thoroddsen: Stutt æviágrip
Drífu Viðar.
n Aðalheiður Valgeirsdóttir: Mynd
af konu. Drífa Viðar og mynd-
listin. Einar Thoroddsen segir frá
móður sinni með söng og spili.
n Helga Kress: „Að fara dult með.“
Sjálfsmyndir í sögum Drífu Viðar.
n Theodóra Thoroddsen: Upp-
lestur úr óbirtri skáldsögu eftir
Drífu.
n Auður Aðalsteinsdóttir: „Mjer
finst sem jeg sje farin út á
Dumbshaf í hripleku bátskrífli …“
Bókmennta- og listgagnrýnand-
inn Drífa Viðar.
n Lovísa Fjeldsted og Jón Thorodd-
sen segja frá samstarfi systranna
Drífu og Jórunnar Viðar.
n Einar Steinn Valgarðsson:
Baráttukona fyrir betri heimi.
Stjórnmálastarf Drífu Viðar.
n Jón Thoroddsen segir frá óper-
unni Snæ konungi.
Það var því kannski nokkuð
erfitt fyrir hana að beina öllum
þessum hæfileikum í einn
farveg.
Innilegar þakkir til allra sem sýnt
hafa okkur hlýhug, samúð og vináttu
vegna fráfalls okkar ástkæra
Sigurjóns Ragnarssonar
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk
á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Sigrún Edda Gunnarsdóttir
Einar Snorri Sigurjónsson Edda Hannesdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir Halldór Lárusson
Guðlaugur Sigurjónsson Harpa Hilmarsdóttir
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir Kjartan Kjartansson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
Guðrún Jakobsdóttir
frá Hömrum, síðast búsett að
Sólmundarhöfða 7, Akranesi,
lést þriðjudaginn 11. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Hafsteinn Hallgrímsson
Jakob Sigurðsson Ólöf Bjarney Hauksdóttir
Sólveig Sigurðardóttir
Sigrún Sigurðardóttir Helgi Sigurbjörnsson
Aðalbjörg Alla Sigurðardóttir Elvar Grétarsson
Stefanía G. Sigurðardóttir Pétur Svanbergsson
Magnús Jakobsson
Katrín Jakobsdóttir
og fjölskyldur.
Merkisatburðir
1905 Fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, Coot, kemur til
Hafnarfjarðar.
1930 Fryst matvæli eru seld í fyrsta skipti í Bandaríkj-
unum.
1957 Gana lýsir yfir sjálfstæði frá Bretlandi.
1980 Marguerite Yourcenar verður fyrsta konan sem fær
inngöngu í Frönsku akademíuna.
1983 Konrad Hallenbarter skíðar Vasahlaupið á innan við
fjórum tímum, fyrstur manna.
1989 Frjálsíþróttafélag Íþróttabandalags Vestmanna-
eyja, ÍBV, er stofnað í Eyjum.
1996 Íslenska tímaritið Séð og heyrt kemur út í fyrsta
sinn.
2010 Fyrsta þjóðaratkvæða-
greiðsla á Íslandi frá stofnun
lýðveldis fer fram. Kosið var
um svonefnd Icesave-lög, sem
forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, hafði synjað stað-
festingar. Þátttaka var 62%; þar af
sögðu rúm 93% nei.
2015 Geimfarið Dawn kemst á
braut um dverg reiki stjörnuna
Ceres. Það er í fyrsta sinn í sögu
mannkyns sem geimfar kemst á
braut um dvergreikistjörnu.
6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT