Hugur og hönd - 01.06.1966, Síða 3
Ritnefnd: Gerður Hjörleifsdóttir
Solveig Búadóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Vigdís Pálsdóttir
Afgreiðslustaðir: íslenzkur heimilisiðnaður
Hafnarstræti 3, Laufásvegi 2,
Reykjavík
Myndir: Gísli Gestsson
Utlit: Hafsteinn Guðmundsson
Prentmót: Páll Finnbogason
Setning og prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
R
T
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS
í S L A N D
Heimilisiðnaðarfélag íslands er að stofni til gamalt félag. í stofn-
lögum þess frá 1913 segir m. a: „Það er tilgangur félagsins
að auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á íslandi, stuðla að vöndun hans
og fegurð, og vekja áhuga manna á því að framleiða
nytsama hluti“.
Félagið hefur á ýmsan hátt reynt að vinna að stefnuskrá sinni,
svo sem með sýningum, námskeiðum, útgáfu íslenzkra
mynzturblaða, útvegun á vefjargarni o. fl. Margir hafa lagt þar hönd að
verki og margt hefur áunnizt á liðnum árum.
Þjóðleg menningarverðmæti okkar eru margvísleg. Ein grein þeirra er
heimilisiðnaðurinn. Tóvinna var almennt stunduð á hverju
heimili, enda öll klæði heimagerð og vaðmál og smáband út-
flutningsvara þjóðarinnar. Fallegur vefnaður frá fyrri tíð í
böndum, dúkum og dreglum ber vitni um hagar hendur og listfengi.
Amboð og ílát voru smíðuð og gjarnan prýdd útskurði, en
tréskurður hefur verið veigamikill þáttur í íslenzkri alþýðulist.
En timarnir breytast.
Iðnaðurinn hefur færst af heimilunum í verksmiðjur. En jafn-
framt breytingu á iðnaðarháttum þjóðarinnar
breytist vinnutími fólksins. Með fjölgun tómstunda skiptir miklu
að þeim sé vel varið, og ætti heimilisiðnaðurinn á ný að eiga
þar hlutverki að gegna.
Á undanförnum árum hefur komið í ljós þörf á aukinni leiðbeingar-
starfsemi af hendi félagsins. Til að bæta úr þeirri þörf,
hefur verið ráðist í útgáfu þessa smárits. Það er ætlað til kynningar
á gömlum og nýjum fróðleik, sem að heimilisiðnaði
lýtur og er ný leið af félagsins hálfu til að vinna að stefnu-
skrá sinni.
Það er ósk okkar og von, að allir þeir, sem þessum málum unna,
leggi okkur lið. Greinar um ýmsa þætti heimilisiðnaðarins,
fróðleikskorn, sérstakar óskir og ábendingar um efnisval, mun þakk-
samlega þegið.
Blaðið kemur út einu sinni á ári. Félagsmenn fá það ókeypis, en það
verður einnig selt í lausasölu.
Veggdregill saumaður af Helgu
Þórarinsdóttur.
Efni: íslenzkur ullarjafi.
Saumað með íslenzku eingirni
í sauðalitum.
Mynztrið er byggt á fyrirmynd af
Þjóðminjasafni.