Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 6
er það ekki leingur til, hvað sem það hefur verið mikið snildarverk og jafnvel þó mátt hefði selja það fyrir 240 þúsund pund einsog ofurlítill brúsi Kínverskur, úr Ming- ættinni, var seldur í London á dögunum. Til eru ókynstur af ýmislega vélgerðum, stundum meira að segja vel gerð- um upprentunum af Mónu Lísu, og ekkert því til fyrir- stöðu að gáfaður maður komi fram og sanni ómótmælan- lega að hin eða þessi upprentun myndarinnar sé lángtum betri en frummyndin. List er flókið mál þó hún sé einföld þar sem hún nær hæst. Maður getur eins vel fest upp frí- merki á vegginn hjá sér einsog þessa upprentun af Mónu Lísu sem á að vera betri en frummyndin; það er aðeins til ein mynd á jörðinni af Mónu Lísu, og verður það jafnt fyrir því þó sumir vísindamenn haldi því fram að konan hljóti að hafa verið tannlaus, en aðrir að hún hafi verið karlmaður. Þetta „einusinni" kemur þó ekki eins átakan- lega við neina einsog listamenn túlkandi lista, leikara, saungvara, dansara, hljóðfæraleikara. Leiksýning eða hljómleikur líður út í bláinn og einginn veit betur en listamennirnir sjálfir að í næsta skifti verður flutníngur- inn altöðruvísi, þó almennur leikhúsgestur taki ekki eftir því. Rúdolf Serkín gaf mér einusinni grammófónplötu eftir sig, og sagði: mölvaðu hana á hné þér þegar þú ert búinn að spila hana einusinni. Grammófónplata getur verið góð eða vond eftir atvik- um, en hún er aðeins hljóðrit af einum einstökum flutn- íngi tónverks og verður aðeins notið í teingslum við sér- staka rafmagnsvél. Meistarinn hefur spilað verkið á fimm- hundruð konsertum, en aldrei tvisvar eins, og sá flutn- íngur hans sem er á plötunni er eftilvill fjarri því að vera sá besti; gæti meira að segja verið einn sá lakasti. I miðju þessu óleysandi vandamáli lifir og hrærist undur túlk- andi listar. Við Islendíngar vorum listþjóð frá upphafi vega og framundir lok 19du aldar; þá hættum við. Hvað kom fyrir? Það sama og hjá öllum öðrum, iðnaðarbyltíngin í Evrópu; framfarirnar svonefndu; við fórum að kaupa simpilt búðardrasl og billegt skítti (innflutt matskeið úr málmblöndu kostaði nokkra aura þar sem í útskornum spæni með höfðaletri lá margra daga vinna listamanns). Rúm þúsund ár var einginn bær á landinu, fátækur né ríkur, svo ekki væri þar sérhver hlutur unninn af manna- höndum með einföldum handverkfærum. Ég er ekki að segja að það hafi alt verið listmunir þó það hafi verið búið til eftir aðferð sem er í samræmi við almenna skilgreiníngu á list. Það er ekki heldur alt mikil list sem málað er með olíulitum núna. En mart af þessum búsáhöldum, furðu- mart, var haglega gert og fullnægði vissum algildum grundvallarkröfum um list. Ég les í þýsku skrifi að tré- skurðarlist og hannyrðir einsog tíðkuðust hjá okkur séu „bauernkunst“, sveitamannalist. Það má rétt vera. Það hlýtur líka að vera auðvelt að sanna að öll list sé sveita- mannalist, af því list er unnin í höndunum. Líka má rétt vera að renisansinn sé kaupmannalist. Mér er harla ótöm þýsk stéttaskiftíng í list, þar sem sumt er kent við sveita- menn eða kaupmenn, annað við barónsfólk eða lénsherra, á sama hátt og mér er drums um að skipa niður trúar- brögðum í sanna trú, hjátrú eða villutrú; slíkt er kanski „menníngarheimspeki“, en á mig verkar kenníngin einsog hver önnur „ídeólógía“ eða flónagildra. List er í mínum augum annaðhvort vel eða illa unnið handverk, einsog trú er trú, hverjum fjáranum sem menn trúa. Satt er það, á valþjófstaðahurðinni og ýmsum lögbókarhandrit- um og sölturum 14du og lðdu aldar er meiri mentunar- blær en á tréskurði upp og ofan frá 17du og 18du öld. Við vitum hvar skilin urðu; þau leiddu af þeim „sveitamanna- kristindómi“ (einsog þjóðverjar mundu segja), hvort sem það var nú sönn trú, hjátrú eða villutrú, sem reið yfir okkur einsog holskefla, eftir að þýskir eða hálfþýskir fót- gaungumenn, sem þá réðu Danmörku, höfðu 1) ráðið nið- urlögum rótgróinnar menníngar sem við bjuggum við, og mótuð var af kaþólsku kirkjunni (og í einn tíma var ekki lélegri en svo að hún ól af sér íslenskar fornbókmentir), 2) rænt stóreignum kirkjunnar sem stóðu undir lærðri menníngu landsins, og 3) rofið alþjóðlegt menníngarsam- félag okkar við heiminn, sem kaþólska kirkjan var okkur. Hinu ber ekki í móti að mæla að ófrjósemi og stöðnun hafði uppáfallið kaþólska menníngu hér um skeið á síð- ustum mannsöldrum fyrir siðaskifti. Ein höfuðlist íslendínga um aldir var að skera út bæði í bein og horn, og þó einkum og sérílagi í tré. Fyrir utan ílátasmíð og' áhalda varð hér innlixa sérstök skrautlist í útskurði, flúrstíll, þar sem viðarteinúngur, einkum vín- viðargreinin, var mikið höfuðmótíf, og var kallaður „róm- anskur“ stíll ytra, meðan hann var og hét; og ekki má gleyma að telja hina hámentuðu séríslensku stílfærslu á gotneska stafrófinu, sem beitt var við tré og kölluð höfða- letur. Mörg snildarverk hins forna útskurðar eru geymd í Þjóðminjasafni, og þó einhverjum doktor í útlöndum þóknist að kalla j>etta sveitamannalist, er borin von að þeir eigi mart hliðstætt hjá sér til samanburðar, að minstakosti hafa evrópskir bændur aldrei verið svo vel að sér til bókarinnar, að með þeim hefði getað þróast slíkt furðuverk í leturgerð og höfðaletur er. Mætti ég að lokum minna á mikið fræðirit um „viðar- teinúngsútskurðinn“ í íslenskri skrautlist, og fylgja því meira en 400 ágætar myndir af íslenskum listaverkum frá miðöldum og altframmá 19du öld, eftir norska listfræð- ínginn dr. phil. Ellen Marie Mageröy, Planteornamen- tikken i islandsk treskurd, en stilhistorisk studie, I. og II. bindi í folío, útgefið af Bibliot'heca Arnamagnæana, Munksgaard, Kaupmannahöfn 1967. í öllum þeim listhug sem hér virðist ríkja, furðar mig á því að hafa hvcrgi séð rits þessa getið né hitt nokkurn mann sem hafi rekist á þetta merkilega rannsóknarverk íslenskrar listsögu. Norðmenn sögðu laungum að mör- landinn væri tómlátur og svo mættu þeir enn hyggja. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.