Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 8

Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 8
lín stuttaralega í Árbókum sínum: „Eyvindrr þjófur var manna hagastur og rcið körfur vatnsheldar, manna fót- hvatastur, syndur og kunni handahlaup vel; hann náðist þrisvar á fjöllum en slapp aftur“. I strokumannalýsingu 1746 er hann sagður „hagtækari á tré en járn“. Gísli sagna- þulur Konráðsson segir svo um aðkomuna í einu hreysi Eyvindar: „Þar var flot í tveim tunnum; þær voru af tágum görvar og riðnar af Eyvindi, því að hann var manna hagastur; reið hann tágaker með þeim hagleik að vatnsheld voru“. Þessi vitni nægja um það hagleiksorð sem legið hcfur á Evvindi. Einkanlega eru það körfur og þær vatnsheldar, sem nefndar eru til dæmis um snilld hans. Það eru nú tvær aldir síðan Eyvindur var á fjöllunum, en til eru í söfnum fjórir hlutir, sem sagðir eru vera handaverk hans. Hér skal grein gerð fyrir þeim, til gamans mönnum og nokk- urs fróðleiks. Árið 1878 eignaðist Þjóðminjasafnið tágakörfu góða og óskemmda (Þjms. 1627). Hún er 14,2 sm á hæð, en 10,7 sm í þvermál við botn og slær sér út upp eftir, en dregst síðan saman aftur eins og leirkrukka, lóðrétt bryggja um opið og vel fellt lok yfir með typpi upp úr sem er brugðið eins og starkóngur. Sigurður gamli Vigfússon, sem hefur gert grein fyrir uppruna körfunnar segir svo: „Þessi karfa er sagt að sé eftir Fjalla-Eyvind og er það líklegt, því hún er mjög vel riðin, og svo þétt, að ekki eða trautt sést útum, hann á að hafa gefið hana konu í Skagafirði (?), sem skaut skjólshúsi yfir hann meðan hann var eitt sinn veikur, og leyndi hún honum úti í fjósi; hafði hann sér til skemmtunar að ríða körfur. Síðan gaf dóttir eða fósturdóttir þessarar konu körfuna Sigríði á Nautabúi í Tungusveit. Sonur Sigríðar eftirlét svo körf- una Sigurlaugu, dóttur séra Brynjólfs í Miklaholti, sem lifir enn og hún útvegaði oss körfuna. Get ég vel trúað að þessi karfa hafi verið fullkomlega vatnsheld ný. Sigríður á Nautabúi var dóttir séra Bjarna prests á Mælifelli og hún var föðursystir Sigurlaugar“. Önnur tágakarfa er í byggðasafni Skagfirðinga í Glaum- bæ (nr. 342), dálítið skemmd en hefur verið með sama meginlaginu, krukkulagi, en minni, aðeins 10,9 sm á hæð og mest 13 sm í þvermál um belginn. Lok og botn vantar nú. Saga körfunnar er á þessa leið samkvæmt safnskrá: „Karfa þessi er fundin um 1880 í kofarústum Fjalla-Ey- vindar á Hveravöllum af Margréti Jónsdóttur á Stóru- Seylu eða í Holtskoti, en hún var þar í grasaferð. Lok körfunnar var þá ónýtt. Margrét gaf Birni Gíslasyni, þá í Glaumbæ, 10 ára, körfuna (1910), og hefur hann átt hana síðan, en gefur hana nú til Glaumbæjar 8.4. 1954. — Frá Birni Gíslasyni í Reykjahlíð við Varmahlíð“. Hinn þriðji hlutur sem eignaður er Fjalla-Eyvindi er stafaílát, kallað dallur. Hann er frá Húsafelli, gefinn Þjóðminjasafninu 1953 (Þjms. 15300). Dallur þessi var lengi hafður til þess að gera upp skyr í honum, en missti það hlutverk í tímans fyllingu og hrakaði þá fljótt, eins og oft verður gömlum þegar þeir víkja fyrir því sem ungt er og nýtt. Hann féll í stafi og gerðist laggbrotinn og fleira varð honum til ama. Ber sig þó allvel nú, eftir að hresst hefur verið upp á hann. Hann er venjulegur að 8 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.