Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 9

Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 9
gerð, 27 sm á hæð, nema tveir gagnstæðir stafir með eyrum eru hærri, 33 sm í þvermál við botn en dregst að sér upp eftir, með einni trégjörð efst, en tveimur járn- gjörðum yngri neðar. Hann á að vera frá tíð séra Snorra og fylgir honum svofelld saga: „Einhverju sinni kom gestur að Iíúsafelli og baðst gist- ingar. Séra Snorri var í embættisferð, en húsfreyja lét gistinguna fala. Yetur var og sat fólk við vökuvinnu. Svo sem venja var, var gestinum fengið verk að halda á. Var það efni í kerald (þ. e. stafaílát). Lauk gesturinn við að smiða keraldið og sváfu menn af um nóttina. En að morgni fór gesturinn. Þegar séra Snorri kom heim sá hann keraldið og lét svo um mælt að þetta hefði enginn annar en Fjalla- Eyvindur smíðað. Var það orð að sönnu“. Fjórði hluturinn er svo ausa úr birki, sem talið er úr Húsafellsskógi, með kringlóttri skál og laglega bogadregnu skafti með nefi á enda, 34,5 sm að lengd, snoturlega smíð- uð, en á marga sína líka. Þessa ausu eignaðist Haraldur Ólafsson bankaritari, fékk hana hjá séra Magnúsi Þor- steinssyni frá Húsafelli, en gaf hana Þjóðminjasafni Is- lands á aldarafmæli þess 1963. Kvað hann þá sögn fylgja henni að Fjalla-Eyvindur hefði smíðað hana og bar fyrir því séra Magnús, sem langt mundi aftur. Skyldi það nú vera satt og rétt að Fjalla-Eyvindur hafi búið til þessa hluti sem honum eru eignaðir? Slíkt verður ekki með nokkru móti fullyrt. Auðsær þjóðsagnablær er á sögunni um dallinn frá Húsafelli, en á hitt er þó að líta, að sama ættin hefur lengi búið þar, og hér er ekki um margra kynslóða bil að ræða. Séra Snorri er talinn hafa verið sakamönnum innan handar á stundum, en það er tvíbent í þessu sambandi, gæti hvort. heldur sem er verið bending um að sagan sé sönn eða þá verið orsök þess að hún varð til. Við þetta verður að sitja, enda er dallurinn í rauninni lítið sérmerkilegur nema fyrir söguna. Þjóðsögubragð er einnig af sögunni um tágaköi'fu Þjóð- minjasafnsins, en Sigríður á Nautabúi hefur munað aftur undir daga Eyvindar, fædd nálægt 1780, svo að þess vegna gæti sagan vel verið sönn. Og ekkert er þjóðsögulegt við söguna af körfunni í Glaumbæjarsafni og ekki heldur neitt ósennilcgt, nema þá ef vera skyldi það, að gera verður ráð fyrir að tágakarfa geti legið í hraunholu uppi á Ilvera- völlum nokkurn veginn heil í nokkuð á aðra öld. Um það skal ekki dæmt hér, en vel má vera að það sé hugsanlegt. Hvernig sem öllu þessu er velt fram og aftur verður aldrei með vissu vitað hvort þessir hlutir eru í raun og veru handaverk Fjalla-Eyvindar. Ekki er hægt að sanna að þeir séu það. En ekki er heldur hægt að sanna að þeir séu það ekki. Þeir gætu vel verið verk hans, eins og sög- urnar segja. Það er ekkert alvarleg sjálfsblekking að trúa því. Skemmtilegt er að þessir hlutir Fjalla-Eyvindar eru fulltrúar fyrir þrenns konar iðju fyrri tíðar, tágavinnu, ílátasmíð og tréskurð. Yfir þeim hvílir hinn saklausi þokki, sem heimafengin efni, handbragð aldanna og þátttaka í lífsstríði mannanna Ijá hversdagshlutum vélleysualdar. I einfaldleik sínum segja þeir hugtæka sögu, og þeir eru fallegir eins og andlit á vel heppnuðu gamalmenni. Tága- körfurnar eru mestrar athygli verðar. Þær eru með sér- kennilegu og hlutfallagóðu lagi, og handbragðið er með því allra bezta sem gerist. Það er reyndar ákaflega senni- legt að Eyvindur hafi kunnað vel að gera körfur. Efnið í þær var fyrst og fremst grávíðistágar, ræturnar af grá- víðinum, sem geta orðið mjög langar. Þær voru efni, sem fjallabúum var víða tiltækt, líklega það eina sem þeir áttu að minnsta kosti eins greiðan aðgang að og byggða- fólk. Slíkum rótum söfnuðu smalar oft upp til heiða. Og í sögnum um Fjalla-Eyvind eru það einmitt tágakörfur sem mest eru kallaðar til vitnis um hagleik hans. Sjálfsagt getur hagvirkur maður gengið svo frá þéttriðinni körfu að hún sé nokkurn veginn vatnsheld, einkum ef hann í ofanálag smyr hana einhveju þéttiefni, tólg eða öðru. Og er þá komið að því sem athyglisverðast er um þessa hluti. Þeir vekja til umhugsunar um líf fjallabúans. Iívernig er unnt að lifa á fjöllum uppi, kannski árum saman, eins og Eyvindur og Halla gerðu? Sagt er að Ey- vindur hafi oft átt sér einhverja hjálparmenn í byggðum, Jón bróður sinn í Skipholti og fleiri. í því er nokkur skýr- ing, en ekki öll. Oft hafa þau orðið að draga frarn lífið á því sem þeim tókst að afla. Matvælin voru að rnestu kindur og hestar sem þau gripu á afréttum, en einnig allt HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.