Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 11
Sprökuvettlingar voru notaðir þeg-
ar rennt var fyrir spröku (lúðu). Þeir
voru frábrugðnir venjulegum sjóvettl-
ingum að því leyti, að klukkan var
alsett röndum, og voru þar í venju-
lega þrír litir, sem ekki komu annars
staðar fram í vettlingnum. Venjulegir
sjóvettlingar voru ýmist tví- eða þrí-
litir. Fitin var alltaf með öðrum lit
en klukka, grip og úrtökur, en stund-
um var klukkan með sérstökum lit
og vettlingurinn þá þrílitur. Allir sjó-
vettlingar voru tvíþumla og þumlar
með sama lit og gripin.
Klukka hét frá fit að þumlum, grip
frá þumlum að úrtökum (totu).
Sprökuvettlingar og venjulegir sjó-
vettlingar þóttu mismunandi fiskisæl-
ir, og kom þar til greina mismunandi
litasamsetning.
Það var algengt að góðir sjóvettl-
ingar væru endurnýjaðir, og var þá
fit og klukka notað áfram, en grip og
úrtökur prjónað að nýju. Sjóvettling-
ar þófnuðu mjög bæði af ár og færi,
og var það kallað að þeir lilypu í
dróma. Slíkir voru kallaðir dregnir
vettlingar, og er þeir voru orðnir of
þröngir sem sjóvettlingar, voru þeir
notaðir á landi í vetrarkuldum og
sem hrífu- og kláruvettlingar.
(Heimildarm.; Daníel bóndi
og form. Eggertsson á Hval-
látrum og kona hans Anna
Jónsdóttir).
Hér kemur lýsing á sprökuvettling-
unum:
Fit: 1 lykkja brugðin, 2 sléttar, lit-
ur sauðsvart, lengd 6 sm.
Klukka: talið frá fit, 2 umf. grænt,
2 umf. hvítt, 2 umf. ljósbrúnt, 6 umf.
sauðsvart, 2 umf. rauðgult, 2 umf.
hvítt, 2 umf. blátt, 5 umf. sauðsvart,
2 umf. hvítt, að þumlum. Brugðnar
4 lykkjur á klukku, ein í stað með
jöfnu millibili. Lengd klukku 9 sm.
Þumlar, grip og úrtökur hvítt. —
Lengd frá klukku á totuenda 19 sm.
Meira kann ég ekki af sprökuvettl-
ingurn að segja.
Egill Ólafsson
Iínjóti.
HUGUR OG HÖND
11