Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 12

Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 12
> ‘.í i Ur&tÁíím * . i ■, Vesti í vestið er notaður tvöfaldur plötu- lopi, heklaður með nál nr. 3. Það er byrjað á vinstri boðung. í 44 loftlykkjur eru heklaðar 12 umferðir fastar lykkjur. Þá er byrjað á axlabandinu með því að hekla 73 loftlykkjur í framhaldi af föstu lykkj- unum. I þessar 117 lykkjur eru nú heklaðar 3 umferðir fastar lykkjur. Með ljósari lit (lit nr. 1), og byrjað á réttunni, eru svo heklaðir 3 hálfir stuðlar í 3 lykkjur i fyrri umferð, en síðasta lykkjan á hverjum stuðli er geymd á nálinni, þegar allir 3 hafa verið heklaðir, er bandið dregið gegn- um lykkjurnar 4 á nálinni, 2 loft- lykkjur, — þetta mynstur er heklað út umferðina. Næsta umferð er: 3 fastar lykkjur í bogann á milli stuðl- anna í fyrri uniferð, með grunnlit. Þá fastar lykkjur í enn Ijósari lit (lit nr. 2) og heklaðar frá réttunni. Næsta umferð er einnig hekluð frá réttunni með grunnlit, byrjað neðan frá: 20 fastar lykkjur, 10 hálfstuðlar, 10 stuðlar, síðan tvöfaldir stuðlar alla leiðina út. Síðan er snúið við, og tvö- faldir stuðlar heklaðir í tvöfalda stuðla í umferðinni á undan, svo 10 stuðlar, 10 hálfstuðlar og 20 fastar lykkjur. Næst er 1 umf. fastar lykkjur í lit nr. 2 frá réttunni, þá 1 umf. fastar lykkjur í grunnlit. Næsta umferð er: 3 stuðlar í 3ju hverja lykkju í umferðinni á undan í lit nr. 1 og heklað frá réttunni. Þá koma 3 umferðir fastar lykkjur í grunnlit, en þegar komið er á móts við þar sem bolur og axlabönd mæt- ast, þá eru heklaðar saman 2 í hverri þessara 3ja umferða. Þetta kemur út eins og smá brjóstsaumur. Nú er ann- að axlabandið komið, og nú eru aðeins heklaðar 44 lykkjur frá mitti, og þá 8 umferðir fastar lykkjur. Svo neðan frá mitti: 22 fastar lykkjur, 10 hálf- stuðlar, 10 stuðlar. Þessi umferð er endurtekin þegar búið er að hekla 16 umferðir fastar lykkjur, og aftur end- urtekin þegar búið er að hekla 40 12 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.