Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 18

Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 18
Hnýttur lampaskermur Áklæði lampaskerma má vinna á margvíslegan hátt, með útsaumi, prjóni, „macramé“-hnýtinguin o. fl. aðferðum. Huga skal að því ljósmagni, sem æskilegt þykir, að lampinn beri og miða að því að Ijósið verði þægilegt. Velja skal vinnuaðferð áklæðisins, bæði hvað efnisgerð og þéttleika snertir, ásamt litavali, er hæfir ljósi, lampafæti og öðru heimilisskrauti. Forðast skal dökka liti og grisjað áklæði, en reyna að hylja peruna, svo ljósið skeri ekki i augu. Heppilegt get- ur því verið að þekja skermgrindina með undirlagi iir góðu efni, er hentar 18 vel áðurnefndum þremur atriðum. Byrjað er á að vefja efri og neðri hring skermgrindarinnar með ská- böndum samlitum skermgrindinni eða áklæðinu. Nauðsynlegt er að vefja þétt, svo vafningurinn gefi ekki eftir eða renni til, þegar efnið er strekkt á grindina. Fóður á skermgrindur er mælt og sniðið á þann hátt, að lengd þess verð- ur ummál neðri hrings grindarinnar og hæð, milli efri og neðri hringja. Saumför á öllum hliðum eru höfð um 1 sm. Sé grindin keilulaga, er lengd milli ummáls efri og neðri hrings deilt jafnt niður í 4—6 hluta eða sama fjölda og reitir milli lóðréttu tengivír- anna. Brcidd hverrar sneiðingar er síðan merkt greinilega og saumuð með fremur þéttu spori í saumavél. Síðan er við sauminn saumað með þéttum víxlsaumi (zig-zag) eða vélin stillt fyr- ir hnappagatasaum og klippt þétt við saumröndina og straujað. Þá er fóðr- inu smeygt yfir grindina, brotið inn af efri brúninni um 4 mm. einu sinni eða tvisvar eftir efnisþykkt og þétt- leika og því fest með títuprjónum á skábandsvafninga grindarinnar. — Prjónarnir snúi hornrétt á grindina, og eru saumar látnir standast á við tengivíra þar sem hægt er. Farið er að á sama hátt við neðri brún áklæðis- ins, en þess gætt að strekkja nokkuð um le'ð og efnið er fest niður með prjónunum. Saumað er með smáum sporum við vafninginn innanverðan, ef hægt er, en vilji hann renna til, er saumað við efri brún hans og sam- svarandi við þá neðri. Hnýtti skermurinn er unninn úr bleiktu hörgarni 16/2 og eru 4 þræðir hafðir í hverja þráða- finnskur hör, tvistur, ,,cottolin“ og samstæðu við hnýtinguna. Áklæðið er hnýtt í 6 stykkjum og er aukið út með því að bæta við aukaþráðum eftir þörfum í samræmi við breikkun skermgrindarinnar, en venjulega næg- ir að auka út einu sinni, um miðja grindina, og láta þá frekar aukavídd hafast örlítið við á efri hlrtanum. Aukningin er látin falla í mynztrið, án þess að jaðrarnir truflist. Að hnýt- ingu lokinni, eru brúnir stykkjanna mynztraðar saman og saumaðar með varpspori, áklæðinu snreygt yfir grindina, staðsett með nákvæmni, tyllt niður með þræði og síðan saumað fínlega við efri og neðri brúnir. Áklæðið má einnig hnýta í einu eða tvennu lagi. Einnig má festa þræðina á efri hring skermgrindarinnar, hvort sem hún er án eða með undirlagi, því ef til vill má þræða í gegnum fóðrið. Neðstu brún má ganga frá með kögri eða hnýta tvær til þrjár loka- umferðir með skutulsbragði, klippa við brúnina, styrkja með aftursting og festa síðan við neðri hringinn. H.Á. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.