Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 20
Veggtjöld
Það hafa alltaf verið til konur á íslandi sem samið
hafa útsaum sinn á sama hátt og málarar. Teppin eru
oft gerð í vissum tilgangi, til að hylja gat á vegg, jafn-
vel stundum, eða til gjafa þegar litið er til að kaupa
fyrir. Mér kemur í hug dœmi af Theodóru Thoroddsen
sern tók til handagagns gatslitinn og dálítið sígarettu-
brunninn silkislopp af dóttur sinni, klippti hann niður
í tuskur og saumaði svo tuskurnar niður á grunn með
allskonar sporum og hingað og þangað saumaði hún
frumsamdar visur til áminningar fyrir dótturina, ein-
litur kantur var einsog rammi utanum teppið. Þetta
teppi notaði svo Katrín Thoroddsen áfram til að leggja
yfir sig, uns það var líka orðið að slitrum. Þannig var
það þegar ég sá það síðast fyrir meira en tuttugu ár-
um, en ég man varla eftir að hafa séð fallegri eða list-
rœnni grip.
Við kynnum hér á miðsíðunni 4 veggteppi. Þau eru
hvert um sig dœmigerð fyrir sinn tima í innanhúss-
menningu, munstri, litum og útfcerslu.
1. Teppið er saumað af Guðrúnu Sveinbjarnardóttur
Egilssonar skálds, og Helgu Benediktsdóttur Gröndal.
Á teppinu stendur að það sé saumað á árunum 1858—
61, en þá er Guðrún gift séra Þórði Torgrimssyni presti
að Otradal í Barðastrandasýslu. Seinna skilur hún við
mann sinn og flytur til Stykkishólms. Systkini Guð-
rúnar eru m. a. Þuriður Kúld, Benedikt Gröndal yngri
og Þorsteinn Egilsson kaupmaður í Hafnarfirði. Sýslu-
maður í Stykkishólmi er þá Lárus Bjarnason, kvæntur
Elinu Hafstein. Móðir hennar, Kristjana Gunnars-
dóttir, dvaldist hjá þeim um tima og keypti teppið af
Guðrúnu til þess að gefa syni sínum Hannesi Hafstein
og konu hans Ragnheiði. Teppið er nú í eigu Önnu Þór-
arinsdóttur, dótturdóttur Hannesar Hafstein.
Fleiri teppi með sömu fyrirmynd hefur Guðrún
saumað og eru þó nokkur til í eigu œttfólks hennar í
Reykjavík og önnur sem keypt hafa verið af henni. En
þetta er stœrra en öll hin vegna munsturbekkjanna
kringum blómsturkörfuna og sérkennilegast vegna
passíusálmanna sem saumaðir eru í flötinn. En þessir
sálmar áttu að gefa teppinu lœkningarmátt. Vinstra
megin hefur hún saumað:
Hjálpa mér herra sæli
að halda krossbikar minn,
svo mig ei undan mæli,
né mögli um vilja þinn.
Ég bið: Almætti þitt
vorkenni minni veiki
ef vera kann ég skeiki,
hresstu þá hjarta mitt.
Sjá til mín sál að siðvaninn,
síst megi villa huga minn.
Forðastu honum að fylgja hér
framar en guðsorð leyfir þér.
Góð meining einga gerir stoð,
gilda skal meira drottins boð.
Hœgra megin við blómakörfuna er saumað:
Sé ég þig sœll Jesú, svo sem álengdar nú,
von mína og veika trú, við bið ég hressir þú.
Lát mig ó Jesú kœr, aldrei svo vera þér fjœr,
að sjái ég ei sár þín skær, þá sorg og eymd mig slœr.
Veit mér ég verði og sé, vin þinn og kunningi,
þó hverfi heilsa og fé, hjálp mun þó nóg í té.
Hveitikorn þekktu þitt, þá upprís holdið mitt.
í öndinni barna þinna, blessan láttu mig finna.
Guðrún vann mikið af sínu bandi sjálf og litaði með
jurtalitum, en sumt fékk hún erlendis frá. Grunnlit-
urinn á teppinu hefur upprunalega verið svartur, en
nokkur hluti hans hefur litast upp, hvort sem það er
sá heimalitaði eða útlendi. Það sem að öðru leyti má
taka fram um vinnuna á teppinu er að stramminn
sem saumað er í er tvíaukinn á breiddina, en það sést
ekki á réttunni. Einnig má nefna að ekki liggur eins
í sporunum og virðist tilviljun ráða.
2. Þetta sérkennilega teppi samdi, ef svo mœtti að
oröi komast, Hanna Guðjónsdóttir, Rvik., til að gefa
bróður sínum og mágkonu í brúðargjöf árið 1935. Ull-
argarnið er þrœtt með nál á til þess gerðan grunn.
Hanna hafði enga fyrirmynd, heldur lét þá 8 liti sem
hún valdi saman og hugmyndaflugið ráða ferðinni.
Það er engin tilviljun að svona stílhreint munstur
skyldi verða til þarna, því Hanna hefur alla tið verið
vel að sér um málaralist sem aðrar listir. Það sem
gerir þetta teppi líka mjög sérkennilegt er, að hún
hefur gengið þannig frá endum á réttunni að þeir
mynda allsstaðar floskanta sem lyftast útúr fletinum,
einsog stundum hefur verið gert á síðari árum í list-
vefnaði. Upphafsstafirnir á teppinu eru fyrir nöfnin
Sigurveig og Kristinn og svo ártalið 1935. Stœrðin er
um 120x150 cm.
3. „Vetrarmorgunn“ úr Sjálfstœðu fólki er fyrirmynd
að þessu ofna veggteppi. Ósvaldur Knudsen gerði upp-
dráttinn handa móður sinni Hólmfriði Knudsen sem
óf það 1946, þá 76 ára að aldri, en frú Hólmfríður var
mikil hannyrða- og vefnaðarkona. Grunnliturinn er
hvítur, en ivafið jurtalitað band frá Matthildi Hall-
dórsdóttur i Garði. Stœrðin er 61x152 cm.
4. Teppi eða veggrefill saumaður á hvitan ullarjava
með krosssaumi í mörgum litum og með útlendu ullar-
garni. Hanna Guðjónsdóttir saumaði það lika og gaf
syni sínum á fertugsafmæli 1968. Fyrirmynd var ekki
önnur en að hana langaði að prófa höfðaletur sem
útsaumsmunstur og valdi vísuna „Trúðu á tvennt i
heimi“ sem efnivið. A. S.
20
HUGUR OG HÖND