Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 40
Vattarsaumur
í bókinni Hundrað ár á þjóðminja-
safni er ágæt grein um vöttinn frá
Arnheiðarstöðum eftir Kristján Eld-
járn. Þar segir svo: „En miðaldamenn
kunnu tækni sem að einhverju leyti
hefur komið í stað prjónaskaparins
síðar, til dæmis til að gera mönnum á
fætur og hendur. Slíkt hefur þó fljót-
lega lagst niður, eftirað menn lærðu
að prjóna, og ekkert nafn hefur þessi
aðferð á vora tungu, en vötturinn frá
Arnheiðarstöðum er einmitt gerður
með þessari aðferð og mætti kalla
hana vattarsaum eða nálbragð. Við
vattarsaum var notuð stór nál úr tré,
beini eða málmi. Verkinu miðaði á-
fram í sporurn eða lykkjum líkt og við
hekl eða prjón, en vattarsaumur er í
grundvallaratriðum annars eðlis en
þær aðferðir. Við liekl eða prjón
myndar þráðurinn lykkjur, sem hægt
er að draga úr, svo allt verkið rakni
upp. En í vattarsaumi gengur þráð-
urinn í gegnurn lykkjur, sem fyrir eru,
40
HUGUR OG HÖND