Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 41

Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 41
og verður hann því ekki rakinn upp á svo einfaldan hátt. Vinna verður með nálþræði að takmarkaðri lengd í einu og bæta við nýjum þræði, þegar hann er á enda. Engin brigzli mega vera á samskeytunum og helzt á að spinna þráðarendana saman. Vattar- saumur hefur svipaða áferð og hekl en skortir teygjanlcik á við prjónles“. Þar sem okkur þætti gaman ef tak- ast mætti að endurvekja þessa gömlu aðferð, birtum við hér mynd af mun- um sem gerðir eru með nálbragði af sömu gerð og vötturinn frá Arnheiðar- stöðum. En til eru nokkur afbrigði af þessari aðferð og er þetta einfaldasta gerðin. Saumað er frá vinstri til hægri. Erfiðast er að byrja, en það má gera t. d. svona: Gróf oddlaus nál er þrædd HUGUB OG HÖND með hespulopa. Hnýttur er hnútur á endann og honum smeygt upp á þum- alfingur vinstri handar. Þráðurinn með nálinni liggi inn í greipina. Mynd í. Þessi hnútur er notaður sem upp- hafslykkja. Haldið er utanum hnút- inn með vísi- og þumalfingri vinstri handar. Nálinni er nú stungið yfir fremra bandið undir aftara bandið (þ. e. hnútinn sjálfan) og utanum það og aftur undir fremra bandið og nálar- endann. Mynd II. Um leið er lykkj- unni sem var um þumalfingur smeygt framaf, og henni haldið milli þumal- og vísifingurs meðan nálin er dregin í gegn. Myndar þá nálþráðurinn nýja lykkju utanum þumalfingur og ræður hann stærð lykkju, og þar með þéttu saumsins. Eftir þetta er alltaf saum- að á sama hátt: Yfir einn þráð á þum- alfingri undir þann næsta, utanum liann og aftur til baka undir þann sem er á þumli og nálþráðinn. Það er ranga sem upp snýr. Þegar saumaðir eru vettlingar er byrjað á totunni. Er þá farið svipað að og við hekl. Saumaðar eru nokkrar lykkjur sem svara til breiddar hand- ar. Þá er snúið við og saumað áfram meðfram hinni hliðinni. Mynd IV. Saumað er upp í lykkju fyrri umferð- ar, síðan eins og áður er lýst, og þann ig áfram hring eftir hring. Þurfi að auka í er saumað tvisvar í sömu lykkju. Þurfi að taka úr eru saum- að í tvær lykkjur í einu. Þeir vettling- ar sem hér eru sýndir voru mátaðir um leið og saumað var, og aukið í samkvæmt því. Annars virðist sá háttur hafa verið hafður á, að sauma 41 L

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.