Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 8
Kotruborð Björns M. Olsen.
þar er teningunum kastað
íslendingar hafa löngum haft mikla skemmtan af spil-
um og tafli hvers konar og hefur oltið á ýmsu hvaða leik-
ur hefur verið vinsælastur hverju sinni. Nú um skeið
hefur mest verið spilað bridge og tefld skák, en á öðrum
tímum voru aðrir siðir og því segjum við hér frá hvernig
KOTRA er tefld.
„Kotra mun vera frakkneskur léikur eins og tölunöfnin
á teningunum og eins nöfnin mor eða mar og jan benda
til.“ Þetta skrifar Sigurður málari í skýrslu um Forngripa-
safnið 1863. Nafnið Kotra er sama og eitt tölunafnið á
teningunum og er því sama máli að gegna með það.
Þetta tafl hefur verið teflt hér þegar á söguöld, því getið
er um það í Sturlungu svo og nöfn á teningum. Er víðar
minnst á það í fornum ritum, t. d. er í einni útgáfu af
Búalögum þess getið, að það kosti 8 álnir að kenna kvotru.
Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni að Kotra sé mikið
leikin á Kjalarnesi.
„Hvergi mun Kotra vera jafntíð meðal íslendinga og
íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn á sumrin", segir
Ólafur Davíðsson en í því sem á eftir fer er stuðst við frá-
sögn Ólafs af þessu tafli.
KOTRA er tveggja manna teningatafl sem tefld er á
þar til gerðu borði, kotruborði. Reitirnir á borðinu eru
24, 12 hvoru megin á taflinu opnu. Taflinu fylgja tveir
teningar, og hver taflmaður hefur 15 samlitar töflur. Hvor
taflmannanna eignar sér þann helming taflborðsins sem
er til hægri handar honum þegar hann situr við taflið.
Þar er teningunum kastað. Ef annar teningurinn stað-
næmdist á töflu eða lendir á hinum helming taflborðsins
verður að kasta aftur.
8
HUGUR OG HÖND