Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 9

Hugur og hönd - 01.06.1977, Side 9
Hvítur setur allar töflur sínar á fyrsta reit hægra megin á þeirri hlið sem frá honum veit. Svartur fer eins að. (Að sjálfsögðu mætti alveg eins snúa þessu við, spila frá sér en ekki að, og hafa margir vanist því). Fyrsta teningskastið ræður hver á fyrsta leik, þá kasta báðir taflmenn í einu hvor sínum tening og samkvæmt ís- lenskum leikmáta byrjar sá sem fær lægri tölu. Eftir það kasta taflmenn báðum teningunum á víxl hvor á sínu borði og flytja töflur sínar samkvæmt þeim tölum er upp koma. Augnatala sú sem upp kemur er kölluð ds, daus eða dis, treia, kotra, fimm og sex eftir því hvort 1, 2, 3, 4, 5 eða 6 kemur upp. Ef sama talan kemur upp á báðum teningunum í einu kasti er það kallað samvörp og heita þau ásar allir, treiur allar o. s. frv. eftir því hver talan er. Sexin öll eru líka kölluð tólfin. Leikurinn er fólginn í því að koma sínum töflum af upphafsreit hringinn og útaf. Ekki má færa töflur afturá- bak og það verður að flytja ef hægt er. Flytja má töflurnar á marga vegu: Færa má eina töflu fram um jafnmarga reiti og upp koma á báðum teningunum, en aðeins ef reitirnir eru auðir eða á þeim bara ein af töflum mótstöðu- mannsins og er hún þá dauð. Flytja má tvær töflur, og hvor þeirra má færast samkvæmt þeirri tölu er upp kom á hvor- um teningi. Komi upp samvörp má flytja tvisvar. T.d. 3-3: Þá má flytja eina töflu 3-3-3-3. Eða: flytja má tvær töflur 3-3. Eða: flytja má eina töflu urn 3 en hina um 3-3-3. Líka má flytja fjórar töflur og hverja þeirra um 3 reiti. Ekki má flytja töflu á reit sem setinn er tveim eða fleiri af töflum mótleikarans. Lendi maður aftur á móti á reit þar sem er ein tafla mótstöðumannsins er hún drep- in. Ef annar taflmaðurinn á dauðan mann utangarðs, getur hann ekki haldið leiknum áfram fyrr en hann kemur töflunni eða töflunum aftur inn á! Ekkert er á móti því að taflmaður leiki á reiti þá sem liann á töflu fyrir á, en ekki má hann láta tvær eða fleiri töflur standa á reit eða reita, fyrr en á ysta reit til vinstri á þeirri hliðinni sem frá honum snýr. Þó er honum það því aðeins heimilt að hann sé kominn með 5 töflur út af uppsetningarreitnum. Aftur er honum heimilt að reita hvar sem er hinum megin á taflinu með sama skilmála. Hafi taflmaður misst mann útaf kemur hann honum ekki aftur inn nema að upp komi hagstæð tala á tening- unum. T.d.: Hvítur á mann utangarðs. Hjá Svarti eru reitir 4 og 5 eða á þeim ein tafla. Hvítur verður þá að fá 4 eða 5 til að kornast aftur inná heimaborð. Takist ekki að komast inn er Hvítur leiklaus, þ.e. má ekki hreyfa aðrar töflur sínar. Þegar tekist hefur að koma öllum töflunum á þá hlið sem að manni snýr, úttektarborðið, er farið að taka út. Úttektin er fólgin í því að leika töflum sínum út af borð- inu, og eru þær þá úr sögunni. Þegar leikið er útaf er talið eins og þegar töflum er komið inn. Sá vinnur leikinn sem fyrr kemur öllum sínum töflum út. Jan eða úttekt eru aðalvinningarnir í Kotru, en auk þess eru til aukavinningar og eru þeir: meistari, stutti múkur, langi múkur og langihryggur eða rasslangur. Meistari er fólginn í því að geta sett aflar töflur upp á hinum ysta reit sem þær geta verið á. Ef Hvítur hefur fimm töflur á hverjum hinna þriggja síðustu reita þá hefur hann fengið stutta múk. Ef hann hefur þrjár töflur á fimrn síðustu reitunum þá hefur hann fengið langa múk. Rasslangur eru þrjár töflur á hverjum reitanna 7-8-9-10 og 11. Hann kemur varla fyrir nema mótstöðumaðurinn eigi töflu á reit 12. Jan er mestur vinningur í Kotru, en þá er annar Jan þegar hann á fleiri töflur dauðar en honum er mögulegt að koma inn. Við Jan endar taflið sem eðlilegt er og eins við úttekt, sem er venjulegasti vinningurinn. Vinningarnir reiknast í tölum: Einföld úttekt 2, langi hryggur 3, langi múkur 5, stutti múkur 7, meistari 13, jan 15. Fyrir mor bætast 2 við hvern vinning. Sumir leyfa þeim sem seinna lék í taflinu að leika einu kasti eftir að liinn hefur tekið út, og láta verða jafntefli ef þá verður jafnt. Þessi regla kemur einkum til greina við úttekt. Það eykur hvern vinning ef mótteflandinn á dauða töflu þegar vinningur fæst, er þá kallað að mótteflarinn verði mor í úttekt, múkum o. s. frv. Nú hefur annar taflmaðurinn unnið úttekt, leyfa þá sumir mótherjanum aukaköst: fimmtán til að koma sér upp meistara, 10 fyrir stutta múk, 5 fyrir langa múk og eitt fyrir rasslang. Nú vantar taflmanninn t. d. 5 til þess að fá meistara, múk eða rasslang. Leyfa þá sumir að kastað sé einum teningi í senn. Komi þá í fyrra kastinu upp 5 fæst hálfur vinningur, en fáist samanlagt 5 í báðum köst- um, t. d. 2 og 3, fæst heill vinningur. HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.