Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1977, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.1977, Blaðsíða 25
Á Norðurlöndum er talsvert gert af því að búa til ýmis- legt úr ull með því einu að þæfa hana. Mest er búið til af vettlingum, hosum og stundum húfur. Okkur datt í hug að ef til vill hefðu einhverjir gaman af að sjá for- skrift um gerð á flókaskóm, af svipuðum toga eftir Hall- dóru Bjarnadóttur. Þessi grein birtist í Hlín 1950. flókaskór Gott er að hafa dökkleita eða svarta ull upp með öllu saman í skóna, eða þá hærur, því tómt tog þófnar ekki eins vel. — Sjálfsagt að tvíkemba. — í skóna fer allt að því % kg., ef þeir eiga að vera vel stórir og þykkir. Það verða 12—15 kembur í hvern skó af kembum úr litlu kembuvjelinni okkar á Svalbarði. Þeim er vafið þjett utanum trjefót, sem er til þess gerður, eða trjespjald, vafið fast til og frá, sjerstaklega gætt að hælnum og tánni, svo ekki verði þar þunt. Þegar þessu er lokið, er vafið grófu bandi, líku á litinn, utanum alt saman, margvafið svo alt sje vel þjett. Þá er saumað ljereft utanum fótinn vel þjett, helst eins í laginu og fóturinn og efnið þjett ljereft. Svo er farið að þæfa, haft við hendina heitt sápuvatn og fóturinn látinn þar í og strokið fram og aftur um 15 mín- útur, ausið yfir og nuddað vel; þegar þetta er búið, er skvett vatni á fótinn og skolað mesta sápuvatnið úr. Þá sprett lejereftinu af og skónum flett af trjenu, svo að snúi út, sem áður snjeri inn, þessvegna þarf ekki að taka bönd- in af, sem eru líka orðin þófin inn í. Þá er undið úr skón- um vatnið og hann þæfður lengur á borði eða fjöl og smá lagaður alltaf og aðgætt að hvergi sé gat eða þunt. Þá er bætt þar við ullarhnoðra, saumað að, það hverfur jafnóð- um. Skórinn er skolaður. Þá er skórinn látinn þorna, helst á leist, en ef hann er ekki til, þá má troða einhverju inn í skóinn og hann svo þurkaður. Seinna kliptur og snyrtur til, klipt rifa ofaní, svo hægra sje að komast í hann. (Spenna sett á og skórinn sólaður, ef svo sýnist.) Þessir skór þykja skjólgóðir, en fallegir eru þeir ekki. H.B. óbreiða Á flestum heimilum safnast fyrir notaður fatnaður sem séð hefur fífil sinn fegri en í eru þó enn einhverjir bjórar. Margar leiðir eru til að endurnýta gamalt og er liér ein tillaga. Gamalt prjónles, hér allt úr íslenskri ull, sumt margþvegið og þess vegna þófið, peysur, nærföt, sokkar, húfur o.s.frv., var klippt niður í misstóra fleti og því fleygt sem ónýtt var. Tuskunum var svo raðað saman brún við brún eftir lit og lögun og reynt að hafa sem jafnasta dreif- ingu á litunum. Þær voru svo saumaðar saman með krókspori (hex) og gráu tvinnuðu loðbandi. Þetta tók dá- lítinn tíma en úr þessu varð rúmábreiða 2x2 m. Á rétt- unni var svo heklað yfir öll samskeyti með bláum lopa: gripið ofan í prjónið, lykkja dregin upp, bandinu brugðið um nálina og dregið í gegnum þá lykkju. Þá er tekið í prjónið hinum megin við samskeytin, lykkja dregin upp og í gegnum lykkjuna á nálinni o.s.frv. Myndast þá nokkuð breiður oddabekkur sem hylur samskeytin. Er því hægt að láta hvora hliðina sem er snúa upp. Utan með ábreiðunni var hekluð ein umferð fastahekl og síðan ein umferð af öfugu fastahekli (þ.e.a.s. heklað er frá vinstri til hægri) myndast þá smáoddar, hvort tveggja með bláum lopa. V.P. HUGUR OG HÖND 25

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.