Hugur og hönd - 01.06.1977, Page 43
Danska prjónakonan og listhönn-
uðurinn Aase Lund Jensen lést 31.
mars sl., rúmlega fimmtug að aldri.
Hún er lesendum þessa blaðs að
góðu kunn. Allt starf Aase ein-
kenndist af nákvæmni og vand-
virkni. Hún teiknaði snið af hverri
flík sem hún prjónaði og reiknaði
síðan út, þannig að aldrei þurfti
að hagga uppskrift frá hennar
hendi, og eru þær auðþekktar
hvar sem þær sjást.
í nóvember 1971 hélt hún sýn-
ingu á vegum Norræna liússins í
Reykjavík og Islenzks heimilisiðn-
aðar. Jafnframt stóð hún fyrir
tveim prjónanámskeiðum í Nor-
ræna húsinu. Enn býr margur
að því hér á landi að hafa lært
af lienni. Uppskriftir hennar
úr íslenskri ull liafa notið mik-
illa vinsælda; þó fremur erlend-
is en hér heima. Ein af mörgum
sýningum hennar á Den Perma-
nente var unnin eingöngu úr ís-
lenskri ull. Hún átti um margra
ára skeið einn athyglisverðasta
og eftirsóttasta sýningarbásinn á
Den Permanente. Hún barðist
fyrir því að gera prjónles að
skapandi listiðn og tókst það.
Árið 1974 var henni boðið að halda
einkasýningu í Kunstindustri-safn-
inu í Kaupmannahöfn, og það er
einsdæmi að prjónaskap sé sýnd
þvílík virðing, og leitun á prjóna-
lind sem sé þess umkomin að fylla
marga sali af prjónalist á þessu
stóra safni. Sýningin vakti geysi-
lega atliygli og aðdáun, fékk ein-
róma lof, ekki sist þeir hlutir sem
unnir voru úr íslensku ullinni. í
sýningarskránni sagði Aase: „prjón
er lítillátleg liandavinna sem allir
kunna, jafnvel börn — og ég hafði
aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir
að prjóna mig inn í sýningu á List-
iðnaðarsafninu". Síðasta árið vann
Aase Lund Jensen að því að gefa
út bók um gömul sjöl, þar á meðal
íslensk, en lauk ekki því verki, var
þó komin svo langt að vinir henn-
ar geta gengið frá bókinni til prent-
unar. Fyrri bækur hennar eru: 38
Haandarbejder, 1958. Fyrirmyndir
fyrir Lövegarnverksmiðjurnar og
Almúgaprjón 1958, Strikning 1974,
Strik noget andet 1975. A. S.
43