Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 9
hnefatafl Síðastliðið vor var haldin á British Museum gríðarmik- il sýning tileinkuð víkingum. Meðal minjagripa sem seld- ir voru þar á safninu, því til fjáröflunar, var Hnefatafl. Borð og taflmenn ásamt leikreglum. Þó að álitamál sé hvort sú aðferð sem þarna er kynnt sé sú sama og tíðk- aðist á dögum forfeðra okkar, þá er hún skemmtileg og spennandi. Birturn við því leikreglurnar hér ásamt mynd af taflinu, ef einhver handlaginn vildi smíða sér borð og hefja taflið. Þetta er tveggja manna spil og telft á þar til gerðu borði. Hefur annar það hlutverk að sækja og hinn að verja og hörfa. Taflmönnum er raðað á merkta reiti. Hnef- inn á miðju taflborðsins og umkringdur sínu liði. Við ytri brún er hvíta liðinu skipað á allar fjórar hliðar. Uppröð- un taflmanna er samhverf og hvítir taflmenn eru helm- ingi fleiri en svartir. Þeir hvítu eru árásarmenn og eiga fyrsta leik. Þeirra hlutverk er að hindra hnefann í að kom- ast út í kantinn og helst umkringja hann á allar fjórar hliðar svo hann geti sig hvergi hreyft. Hlutverk svarts er að forðast árás og koma hnefanum út að brún. Allir taflmenn hreyfast eins, beint eftir reitunum í allar áttir. Má flytja þá eins marga reiti og eru auðir, en ekki hoppa yfir mann. Ekki rná flytja á ská. Miðreitur tafl- borðsins er ætlaður hnefanum einum, en þó mega hinir hoppa yfir þann reit en ekki stoppa. Menn eru dauðir ef þeir lenda milli tveggja af hinu liðinu. Þó er. dauði ekki yfirvofandi ef leikið er inn á milli tveggja úr hinu liðinu. Hnefinn getur hjálpað til við að drepa, en er sjálfur ódrepandi. Sé hnefinn umkringdur hvítum á þrjár hliðar og varinn af sínum manni á fjórðu hlið, er sá maður í hættu og dauð- ur ef hvítur nær að leika á reitinn til hliðar við hann. Þar sem enginn hvítur má leika inn á reit hnefans, er hnefinn sigraður ef hann hefur heimareit sinn á eina hlið, en hvítur hefur umkringt hann á hinar þrjár hliðarnar. Ef hvítum tekst að umkringja hnefann, sigrar hvítur, því þó þeir geti ekki hindrað hreyfingu svartra algerlega, hafa þeir handsamað hnefann og hindrað hann í að flýja út að borðbrún. Nái hnefinn hins vegar að komast þang- að, er hann sigurvegarinn. HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.