Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 4
blindrafélagið - samtök blindra og sjónskertra ó Islandi Það eru orðin 40 ár og einu betur síðan fámennur hópur blindra ásamt þremur sjáandi kom saman í Reykjavík og stofnaði mcð sér Blindrafélagið, eða 19. ágúst 1939. Var þessa afmælis minnst á ýmsan hátt í fyrra (1979), og þó seint sé viljum við senda blindum kveðju okkar og minna á hve „hugur og hönd“ er einmitt mikið rétt- nefni á því starfi sem fram fer í þessum félagsskap. Það er fróðlegt fyrir sjáandi mann að koma í Félags- miðstöðina að Hamrahlíð 17 sem er veglegt hús í eign félagsins og næstum ótrúlegt hvernig fámennur hópur af blindu fólki hefur getað, — að vísu með aðstoð — komið sér upp svo myndarlegri stofnun. Hér fer fram mikil og fjölbreytt vinna í húsinu. Þarna eru skrifstofur og ráð- gjafaþjónusta, blindravinnustofa, hljóðbókagerð, blindra- letursbókasafn, heilsurækt, föndurherbergi og einkarekst- ur blindra sem hafa húsnæði á leigu fyrir iðn sína. Auk þess eru íbúðir, mötuneyti og gestaherbergi. Nú- verandi formaður félagsins er Halldór Rafnar. Hljóðbókagerð er ört vaxandi þáttur í starfseminni á seinni árum. Þörfin er mikil og stöðugt fleiri — ekki bara blindir, heldur veikir af ýmsum orsökum þannig að þeir geta ekki lesið — komast upp á lag með að notfæra sér þessa tegund bóka. Auk þess koma út hjá þeim „valdar greinar“, nokkurs konar tímarit á spólum, sem auðveldar blindu fólki að fylgjast með því sem gerist í samfélaginu. Fyrir þessa bókagerð er fullkomið upptökuherbergi þar sem vinnur einn upptökumaður í fullu starfi, en pláss fyrir tvo lesara. Lesarar koma í sjálfboðavinnu. I blindraleturssafninu fer fram fjölritun á blindraletri, ss námsbókum fyrir blindraskólann. Þarna er mikið safn bóka á íslensku og norðurlandamálunum og má Rósa Guð- mundsdóttir umsjónarmaður safnsnis muna tímana tvenna frá því hún byrjaði ein af fyrstu nemendum í Blindra- skólanum á Elliheimilinu Grund 1933, þá 10 ára gömul og fór frá Austurhlið í Laugardal vestureftir, daglega. Lærði hún þar bæði blindralestur og reikning. Hún hefur sjálf skrifað eftir segulbandi á blindraletur og fjölritað geysimikið af þeim bókum sem eru á safninu. Á vinnustofunni eru framlciddir burstar og sópar ýmiss konar, bæði vélunnir og handídregnir og gerðar öskjur utan um skartgripi og borðbúnað. Vinnustofan er rekin fyrir eigin reikning, og þess má geta að þessi stofa stendur undir sér og er það vegna vélvæðingar sem kom fyrr hér en í öðrum löndum. Vélar voru keyptar í Þýskalandi og þó seljendur hristu höfuðin yfir þessu fyrirtæki og efuð- ust um að bliudir gætu unnið við þær, fóru okkar menn samt heim með sínar vélar og stjórna þeim hér með prýði, eins og sést á meðfylgjandi mynd, og sönnuðu með því að þetta var hægt. Burstagerð hefur annars öldum saman verið unnin af blindu fólki. Ennfremur körfugerð. Nú er körfugerð stund- uð sem einkarekstur eins og húsgagnabólstrun, píanóvið- gerðir og stillingar, nudd og gufubaðstofa. Símavarsla er líka stunduð af blindum og dimmstofuvinna, þ.e. fram- köllun mynda. Það var með því hugarfari að þarna gæti ég lýst hand- verkinu við burstagerð og körfugerð, sem ég fór inn í þetta merkilega hús, en þá blasti við sú staðreynd að ég var hálfri öld á eftir tímanum. Það er svo margt sem blindir gera núna framyfir handverkið góða. En það er ekki úr sögunni fyrir því. Fólk stundar handavinnu hér einsog annars staðar, td. föndur og alls konar prjónaskap handa sér og sínum, eða safnar á basarinn sem haldinn er árlega til styrktar félagsskapnum. Þá er oft komið sam- an á kvöldvökum og unnið sameiginlega. Okkur sem höfum sjón finnst þetta allt sjálfsagt þegar sagt er frá því, en það er aðeins í andrúmslofti þessa húss sem okkur verður ljóst hvað raunverulega þarf að leggja á sig til að vinna þau störf sem þarna eru innt af hendi. Það er ósegjanlega mikil ósérhlífni og þrautseigja sem þar liggur að baki. Mér finnst ég ekki geta komið betur orðum að því að lýsa þeirri fyrirhöfn, en með því að láta fylgja hér á eftir frásögn úr grein Jónasar Árnasonar um Þórð á Mófells- stöðum. En greinin birtist í tímaritinu Syrpu 1948. A.S. 4 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.