Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 34
saumaðar gólfmottur Víða í sveitum eru heybindivélar og fellur þá til talsvert af sterku nælongarni, sem gjarna má reyna að endurnýta. Frú Asta Asgeirsdóttir notar bindigarnið sem uppi- stöðu í gólfmottur, og saumar utan um það með mislitu ullarbandi. Nota má upprak, afganga og misgróft band. Byrjað er á að leggja tvo þræði af bindigarninu hlið við hlið og sauma eða vefja til skiptis utan um það. Akvarð- ast lengd mottunnar af því hve langur þessi fyrsti brugðn- ingur er. Síðan er bindigarnið lagt áfram hringinn, saum- að utan um það og upp í fyrri umferð. Þekur þá saum- urinn það vel, að ekki sést í uppistöðuþráðinn. Gefa þarf uppí við sveigjurnar til endanna svo mottan verði vel slétt. Er ánægjulegt að sýna lesendum af hvílíkri smekkvísi, hugkvæmni og vandvirkni unnið er að þessum gólfmottum og er frú Ásta glæsilegur fulltrúi þeirra kynslóða sem kunnu að breyta ull í fat og mjólk í mat, og mótaði þá verkmenningu sem íslensk þjóð má ekki glata. 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.