Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 43
DÖNSK BÓK UM JURTALITUN Á síðustu árum hefur áhugi fyrir jurtalitun aukist mikið og færri kom- ist en vildu á þau námskeið, sem hald- in hafa verið. Margir hafa notfært sér leiðbeiningar sem birst hafa á preati m. a. í þessu blaði. Nokkrar bækur hafa komið út á íslensku, Jurtalitir eftir Þórdísi Stefánsdóttur 1919, Jurtalitun, Forsagnir eftir Kristínu Þorsteinsdóttur 1942 og Um jurtalit- un eftir Matthildi Halldórsdóttur 1944, en allar eru þær löngu uppseld- ar. Frændur okkar Danir eru vel að sér um litun sem og ýmsar aðrar handiðnir og hafa gefið út margar bækur um þau efni. Viljum við kynna hér eina, „Hjemmefarvning med planter", eftir Ingerid Lön, sem skreytt er teikningum eftir H.N. Garner og gefin út af bókaútgáfunni Wormianum. Er þar á einfaldan og greinargóðan hátt leiðbeint um jurtir og kemisk efni sem nota má til lit- unar og hvaða litbrigði fást af hverri tegund. Meðan ekki er til ný íslensk bók um þetta efni er gott að styðjast við norrænar bækur. leiðrétting í Hug og hönd 1979 var grein um Blómakrans úr hári. Þar er talað um Ragnhildi, en leiðréttist hérmeð, á að vera Ragnheiður Ilákonardóttir frá Reykjarfirði við ísafjarðardjúp. Ragnheiður lærði þcssa handiðn af Karitas Hafliðadóttur sem bjó á Isa- firði en var ættuð frá Bakkaseli í Langadal. Myndir úr Det daglige bröd, en þœr eru teknar úr verki Olaus Magnus, „Historia de genibus septentrionalibus“, sem út kom i Róm 1555. BÆKUR, SEM BORIST HAFA BLAÐINU Nationalmuseet í Kaupmannahöfn hefur með höndum umtalsverða út- gáfu fagbóka af ýmsu tagi. Blaðinu hafa borist nokkrar sem okkur er ánægja að kynna lesendum. Kostumer og modedragter fra det Kongelige teaters lierregarderope eft- ir Viben Bech og Ellen Andersen. Þetta er afar nákvæm og greinileg frásögn af búningum sem notaðir hafa verið í 200 ára langri sögu leik- hússins. Bókin er prýdd fjölda mynda. Moden i 1700 arene fra 1690—1790 eftir Ellen Andersen. Auk nákvæmra lýsinga á tísku vfirstéttarinnar á þessu tímabili, eru sniðteikningar af margs konar fatnaði, svo sem bux- um, kjólum og fleiru. Bevaring af gamle tekstiler. I þeirri bók eru nákvæmar leiðbeiningar um þvotta, viðhald, viðgerðir og geymslu ólíkustu textíla, ásamt myndum. Navnklude eftir Minna Kragelund; þar er fjallað um handavinnukennslu í Danmörku á síðustu öld og reynt að gera grein fyrir ástandi mennta- og atvinnumála kvenna á þessu tíma- bili. Ildsteder og opvarning pá frilands- museet eftir Peter Michaelsen. Lýs- ingar á ýmsum tegundum eldstæða, arna, ofna, eldavéla, skorsteina í þeim húsum sem á safninu eru. Det dagliga bröd — mjög skemmti- leg bók um þróunarsögu mannsins, ræktun hans á húsdýrum og kornteg- undum. Notkun korns á hinum ýmsu tímabilum, frá ölgerð til brauðbakst- urs. Verdens kvinder - Verdens kvinder, fjallar um stöðu kvenna hjá ólíkum þjóðum. HUGUR OG HÖND 39

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.