Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 41

Hugur og hönd - 01.06.1980, Blaðsíða 41
leifsdóttir þann þátt fyrir íslends hönd. Eftir nokkrar um- ræður um þessi málefni var þingi slitið. Hátíðlegt lokahóf með skemmtiatriðum og góðum mat var haldið um kvöldið. I hófinu voru þau Kaj Nuorivaara frá Finnlandi og Signe Rutlin frá Noregi sæmd æðsta heið- ursmerki norsku heimilisiðnaðarsamtakanna. Þau hafa bæði árum saman verið virkir þátttakendur og miklir áhugamenn um norrænt samstarf í heimilisiðnaðarmálum og driffjaðrir hvort í sínu landi og því vel að heiðrinum komin. Viðstaddir samfögnuðu þeim innilega. Þingið fór vel fram og samkvæmt áðurnefndri dagskrá, og þar var margt að sjá og heyra. Eftir á vakna þó þær spurningar, hvort ekki myndi æskilegra að taka fyrir færri og betur afmörkuð málefni. Hvort umræður og nið- urstöður þeirra yrðu ekki áþreifanlegri, heldur en þegar fjallað er um s ovmörg og yfirgripsmikil mál sem hér var gert. Þetta teljum við að þyrfti að taka til athugunar á næsta formannafundi Norræna heimilisiðnaðarsam- bandsins, sem haldinn verður í Svíþjóð á næsta ári. Næsta heimilisiðnaðarþing verður í Danmörku árið 1983. S.H. hugur og hönd 37

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.