Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1980, Page 34

Hugur og hönd - 01.06.1980, Page 34
saumaðar gólfmottur Víða í sveitum eru heybindivélar og fellur þá til talsvert af sterku nælongarni, sem gjarna má reyna að endurnýta. Frú Asta Asgeirsdóttir notar bindigarnið sem uppi- stöðu í gólfmottur, og saumar utan um það með mislitu ullarbandi. Nota má upprak, afganga og misgróft band. Byrjað er á að leggja tvo þræði af bindigarninu hlið við hlið og sauma eða vefja til skiptis utan um það. Akvarð- ast lengd mottunnar af því hve langur þessi fyrsti brugðn- ingur er. Síðan er bindigarnið lagt áfram hringinn, saum- að utan um það og upp í fyrri umferð. Þekur þá saum- urinn það vel, að ekki sést í uppistöðuþráðinn. Gefa þarf uppí við sveigjurnar til endanna svo mottan verði vel slétt. Er ánægjulegt að sýna lesendum af hvílíkri smekkvísi, hugkvæmni og vandvirkni unnið er að þessum gólfmottum og er frú Ásta glæsilegur fulltrúi þeirra kynslóða sem kunnu að breyta ull í fat og mjólk í mat, og mótaði þá verkmenningu sem íslensk þjóð má ekki glata. 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.