Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Page 6

Hugur og hönd - 01.06.1984, Page 6
Er heim kom setti hún á stofn hannyrðaverslun er hún rak um árabil. En það veitti henni ekki sem listamanni útrás og því er það að hún tekur nemendur í listsaum og byrjar að skapa. Á tímabili störfuðu einnig hjá henni þekktar er- lendar listakonur við listsaum. Fyrstu verk hennar þá voru félagsfánar, sem skipta mörgum tugum og finnast um land allt. Þá hefst einnig samstarf þeirra listamannsins Tryggva Magnússonar, sem var bæði skemmtilegt og náið, því hann skildi strax hugmyndir hennar og útfærði þær og teiknaði til vinnslu í um 4 áratugi. Hann vissi jafnframt að betra var að hafa hraðan á, þegar Unnur kallaði. En síðar verða þáttaskil í lífsstarfi hennar, því nú hefst þjónusta hennar við íslensku kirkjuna. Hún gerir bæði messuskrúða, altarisklæði, altaristöflur og dúka, sem bera hátíðarsvip og reisn. Hún gerði sér far um að nota íslenskt hráefni í verk sín. Sem dæmi má taka altarisdúkinn í Bessa- staðakirkju. Er hann ofinn úr íslensku hörgarni, sem ræktað var í tilraunaskyni á staðnum af þáverandi forseta Sveini Björnssyni og fékk hann Unni til liðs við sig. Þráðinn spann svo frú Rakel í Blátúni, en Unnur sá um vefnað og út- saum. Þennan hörþráð notaði hún er hún gerði hinn mikil- fenglega föstuhökul er þau hjónin gáfu Hallgrímskirkju í Reykjavík, og er hann aðeins borinn við messu á föstudag- inn langa. Á honum eru myndir frá píslargöngu Krists og upphafsversið í Passíusálmum séra Hallgríms. Einnig gaf Óli eiginmaður hennar sömu kirkju á sl. páskum altaris- klæði, sem verður aðeins notað á föstudaginn langa, en á það er saumað með hörgarninu tákn krossfórnarinnar, vængþaninn pelíkan-fugl með unga sína. Hefur hann blóðgað sig á brjósti og er að gefa þeim sinn blóðdropann hverjum. Bæði hökullinn og altarisklæðið er úr svörtu vað- máli, spunnið, litað og ofið á Grænavatni í Mývatnssveit. Ópala úr Glerhallavík, sem hún tíndi sjálf norður þar, notaði hún töluvert í verk sín og má sjá þá í undurfagurri altaristöflu er Óli gaf Áskirkju í Reykjavík. Myndin er af hirti er drekkur af lífsins lind og er hún saumuð með gull- þræði á vínrautt. Á stríðsárunum var oft erfitt að afla hrá- efnis og man ég þá er hún hóf að nota steinbítsroð í stað dýrra erlendra skinna og gafst það mjög vel. Áratugum saman hefur Ásdís Jakobsdóttir starfað að listmunasköpun á heimili hennar og var hennar hægri hönd og nánasti starfs- maður, enda kunni Unnur vel að meta verk hennar, tryggð og vináttu alla. Unnur var mjög fróð um hið táknræna skáldamál kirkj- unnar og mjög vel lesin í þeim fræðum. Utanlandsferðir hennar voru orðnar æði margar, oft til lækninga eða sjúkra- húsvistar, en samtímis voru það náms- og kynnisferðir, því stöðugt var hún að bæta við þekkingu sína. Hún var gædd miklum skapstyrk og kjarki og hefði fáa ókunnuga grunað að hún ætti í stöðugri styrjöld við erfiða sjúkdóma í áratugi. Verk hennar bera það með sér að þar er snilld og ögun að verki, en ekki síður lotning. Það var gaman að sjá hana vinna, velta fyrir sér verkefni og hráefni. Hún var fljót og örugg í hugsun, en óhemju vandvirk og kröfuhörð við sjálfa sig og aðra. Það var sama hvort haldið var á nál, knipplað eða skorið í tré, allt var vel gert og listrænt. Árið 1921 gengu þau í hjónaband Unnur og Óli M. ísaks- son fulltrúi og urðu því árin þeirra saman 62. Börn eignuð- ust þau ekki, en til þess var tekið hve börn hændust að heim- ili þeirra. Sjálf á ég fagrar og skemmtilegar minningar um þessa móðursystur mína, hef þegið af henni góðar gjafir og elskusemi allt frá frumbernsku. Líkamsrækt stundaði hún af kappi. Synti hún jafnan árla morguns um áratuga skeið í Laugardalslaugum og eignaðist hún þar marga góða vini. Synt var alla daga er opið var og skipti veður og færð þar engu máli. Þá fyrst á eftir gat starfið hafist af krafti og gleði. Þannig var Unnur. Hún lést 18. ágúst 1983. Auður Stefánsdóttir nýjar bækur sem borist hafa Nationalmuseet í Kaupmannahöfn hefur gefið út litla bók „Uld og Hör“. Er þar að finna lýsingu á vinnu bændasam- félags 19. aldar í Danmörku við framleiðslu vefnaðarvöru úr þessum þýðingarmiklu efnum. Bókin er prýdd ágætum teikningum. Frá þjóðminjasafni Dana er líka „Som man reder“, lítið hefti sem lýsir rúmum og sængurfatnaði á 19. öld þar í landi. Er fróðlegt að kynnast siðum grannþjóða okkar og sjá hvað margt er líkt með skyldum. Þá er að geta „Tváándsstickat“ frá LT-forlaginu í Stokk- hólmi, sem gefin er út af Dalarnas museum í Falun. Þar er sagt frá sérstakri gerð af prjóni, sem prjónað er með tveim þáttum af garni, ein lykkja af hvorum en garninu brugðið saman við hverja lykkju. Þetta myndar þétt, sterkt prjón án blaöinu mikillar teygju og er að því er virðist, bundið við ákveðin héruð í Svíþjóð og Noregi. Aðferðin er þekkt frá 17. öld. í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar, munstur og uppskriftir ásamt gömlum og nýjum myndum. Frá sama útgáfufyrirtæki er líka „Skinn och láder“ eftir Ingrid Granberg. Er þar fjallað um skinn, görfun þeirra og litun, notkun, saumaskap og áhöld því tilheyrandi svo og skreytingu og snið að ýmsum fatnaði. Svo segja má að þetta sé prýðisbók. Síðast en ekki síst er „Gotlándsk sticksöm" Violet Berg- dahl og Ella Skoglund sáu um útgáfuna fyrir LT-forlagið. Er þar fjallað um tvíbanda prjón frá gamalli tíð á Gotlandi. Er bókin prýdd fjölda mynda. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.