Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 7

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 7
heklaður jakki á 4-5 ára Efni: 300 gr. plötulopi (ljósblár frá Gefjun) 200 gr. eingirni (hvítt frá Gefjun). Yi m straufrítt efni, 6 smellur (stórar), 6 tölur. 1 þr. lopi og 1 þr. eingirni undið saman. Heklunál: Nr. 6. Mynstur: Lóðréttir og láréttir „relief“ stuðlar. Mynd a: Ef heklað er frá réttu fram fyrir og um stuðul, Mynd b: Ef heklað er frá röngu aftur fyrir og um stuðul, myndast á annarri hlið lárétt lína en á hinni lóðrétt lína. Bolur: Best er að teikna upp sniðið í réttri stærð og hekla eftir því. Jakkinn er allur heklaður í einu lagi. Byrjað er á hægra framstykki og endað á vinstra framstykki. Fitjaðar eru upp 37 loft- lykkjur. 1. umf stuðlar en síðan er byrjað á mynstri (mynd b). Ermar: Heklaðar eftir sniði. Fitjaðar eru upp 33 loftlykkjur. Ermin saumuð saman, en 2 cm skildir eftir, þeir falla inn í handveg. Líning: Ermin er nú tekin saman við úlnlið. Heklaðar eru loftlykkjur í aðra hvora rönd. Síðan 4 hringir af stuðlum. Fóður: Ef fóðra á jakkann er best að gera það áður en ermar eru settar í. Efnið er lagt á, rétta á móti réttu, og þrætt vel. Saumað með fram köntum í saumavél, allan hringinn, en skilið eftir op að neðan til þess að snúa jakk- anum við. Klippið fóður til og snúið. Passið að fara vel en gætilega út í horn svo að ekki kipri. Frágangur: Ermar saumaðar í. Hálsmál og kantur að neðan. Loft- lykkjur heklaðar í hverja rönd, síðan 4—5 umf stuðlar. Að lokum má styrkja kanta að framan með einni umf af föstum lykkjum (fm). Saumið smellur og tölur á jakkann. Adda og Inga HUGUR OG HÖND 7

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.