Hugur og hönd - 01.06.1984, Side 9
hekluð barnakápa á 6-7 ára
Efni: Vi kg plötulopi (bleikur frá
Gefjun)
300 gr eingirni (hvítt frá Gefjun)
Vi m straufrítt efni, 8 stk. hnappar, 4
smellur.
1 þr. lopi og 1 þr. eingirni undið
saman.
Heklunál: Nr. 6.
Mynstur: Sjá teikningu bls. 7.
Bolur: Kápan er öll hekluð í einu lagi.
Byrj að er á hægra framstykki og endað
á vinstra framstykki. Fitjaðar upp 78
loftlykkjur. Byrjað í þriðju loftlykkju
og gerðir 76 stuðlar. Lóðréttar línur
eiga að vera í bolnum og pilsinu (mynd
b) en öfugt inni í föllunum (mynd a).
Fall. 4 lóðréttar línur eiga að myndast
áður en fallið byrjar. Byrjað er á fall-
inu neðst og heklað upp að berustykki
51 stuðul, snúið við og heklað niður
eftir. Þegar 4 lóðréttar línur hafa
myndast á röngunni er heklað upp
fallið og pils og berustykki tengt
saman. Smágat myndast ofan við hvert
fall, en þeim skal lokað síðar.
Efri hluti kápunnar er heklaður eftir
teikningu. Víddin í pilsið kemur vegna
hinna 15 falla í pilsinu, 4 á hvoru
framstykki og7ábaki (sjáteikningu).
Ermar: Heklað eftir teikningu. Fitj-
aðar upp 44 loftlykkjur. Á miðri ermi
á að vera fall, sem lokast við öxl (gert
eins og á bolnum).
Líning: Ermin saumuð saman, en 2 cm
skildir eftir, þeir falla inn í handveg.
Ermin er nú tekin saman við úlnlið.
Heklaðar eru loftlykkjur í aðra hvora
rönd, en á miðri ermi, þar sem fallið
lokast er farið í lykkjuna sitt hvoru
megin við það. Síðan eru heklaðir 4
hringir af stuðlum. Ermin saumuð í
kápuna.
Fóður: Ef efri hluti kápunnar á að vera
fóðraður er best að gera það áður en
kanturinn er heklaður við. Efnið er
sniðið með góðu saumfari 2-3 cm,
heilt í hliðum, saumur á öxlum.
Réttan á efninu lögð á réttu kápunnar,
þrætt vel og síðan saumað í saumavél
að framan og kringum hálsmál. Snúið
við. Lagt niður við í höndum að neðan
og kringum handveg.
Kantur: Heklað er upp hægra fram-
stykki um hálsmál og niður vinstra
framstykki. Heklaðar eru 4 umferðir.
Til þess að hornin við hálsinn myndist
fallega eru gerðir 3 stuðlar í bláhornin
í öllum umferðunum.
Frágangur: Saumaðar á stórar smellur
undir barminn á efri hlutanum og
hneppt með 4 hnöppum. 4 hnappar
festast ofan á smellurnar.
Adda og Inga