Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 10

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 10
Úr baðstofu í Eyjafirði 1898. Bœr óþekktur. Ljósm. : Johannes Klein. Nationalmuseet í Kaupmannahöfn. prjón Ekki er með öllu ljóst hvenær íslendingar lærðu þá list að prjóna, hvernig hún barst og með hverjum. Þó er talið lík- legast að þeir hafi lært að prjóna af Englendingum eða Þjóðverjum á 16. öld. En eftir að prjónið berst til íslands virðist það hafa breiðst ört út um landið, enda prjónið bæði einfaldara og auðlærðara en vefnaðurinn. Vegna lítillar fyrirferðar prjónsins gátu jafnvel fátækustu bændur notfært sér þessa auðveldu leið til fatagerðar, þ. e. ef þeir þá áttu ullartásu. Prjónið varð því fljótlega aðaluppistaðan í út- flutningi landsmanna og klæddi þjóðina næstu aldir. Ullarvinnan var aðaliðja fólks í skammdegismyrkrinu. Fyrir ullina, unna og óunna, var hægt að kaupa helstu nauð- þurftir til lífsviðurværis. Sá bóndi, sem fáar eða engar kindur átti var hjálparvana. Þeir sem vel eru þar efnum búnir, hafa að vísu nokkrar kindur og láta tæta úr ullinni í fatnað handa heimafólki og vaðmál, sokka og vettlinga til sölu. En fátæklingarnir, sem enga ull eiga og ekki heldur tólg eða lýsi til ljósa í vetrarmyrkrinu verða því að sofa mestan hluta vetrarins. (Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson f. h., bls. 262.) Heimilin þurftu á vinnukrafti að halda við heyvinnuna, en á vetrum þurfti að nýta þennan vinnukraft og var þá gripið til tóvinnunnar. Var ullin unnin til heimilisnota, prjónað úr henni á hendur og fætur, svo og nærföt og peys- ur. Einnig var unnið vaðmál til dúkagerðar, en það lagðist að mestu niður eftir að farið var að flytja inn erlenda vefn- aðarvöru. Það sem umfram var af prjónuðum flíkum og ull var farið með í kaupstaðinn. Eftir að féð var rúið á vorin var ullin þvegin og breidd til þerris. Sú ull, sem heppilegust var til tóskapar tekin frá. Ef bandið átti að vera gott þá var togið tekið ofan af og hært og þelið táið vandlega. Upp úr veturnóttum var ullin kembd og spunnin. Mátti þá prjóna eða vefa úr ullinni eins og hvern lysti. Fólkið þurfti að skila vissri ákvæðisvinnu, og var henni oft ekki lokið meðan birtu naut við. Ákvæðisverk iðinnar vinnukonu var að prjóna eina alsokka á dag eða kemba og spinna í einn sokk og prjóna hann. Þegar prjóna átti peysur eða stór stykki, prjónuðu tveir og tveir saman peysubolina og þótti gott dagsverk að ljúka því. Allir prjónuðu, konur jafnt sem karlar og börnin líka. Aldrei var setið auðum höndum, en hver stund og staður notuð til þess að grípa í prjónana. Konurnar prjónuðu yfir pottunum í eldhúsinu og stúlkurnar í ígripum frá tóvinn- 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.