Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 11
unni. Karlmenn tóku prjónana með sér í gegningarnar og
prjónuðu á göngunni milli útihúsa. Þegar fólk brá sér milli
bæja tók það prjónana með sér til að nýta tímann og prjón-
andi var það meðan það stóð við. Ef gest bar að garði til
næturgistingar, var honum fengið verk að vinna, venjulega
prjónar, því enginn kunni við sig iðjulaus. Prjónað var á
kvöldvökunni, meðan húslestur var lesinn, og var j afnvel sá
sem húslesíurinn las, prjónandi á meðan.
Þannig voru flestar stundir notaðar til þess að prjóna,
nema þegar Passíusálmarnir og guðspjallið var lesið, þær
stundir héldu allir að sér höndum.
Vinnufólkið þrælaði alla sína ævi fyrir aðra, en bar lítið
sem ekkert úr býtum. Oft voru laun þess aðeins fæði og
húsnæði. Þó fékk það borgað í nauðsynlegum ullarfatnaði.
Margir höfðu eignast kind um vinnusama ævi eða nælt sér á
einhvern hátt í ullarhnoðra. Á milli jóla og nýárs fengu
hjúin að eiga vinnu sína og var sá tími oft notaður til að
koma eigin ull í prjónles.
Kom jafnvel fyrir að þetta prjónles var notað sem
greiðsla inn á skemmtanir, svo sem hlutaveltur og leiksýn-
ingar.
Líf fólks, vinnufólks sem og annars var tilbreytingarlítið,
því fátt var um skemmtanir. Því var stundum reynt að lífga
upp á tilveruna, með því að gera tóvinnuna að skemmtun.
Nú skipaði húsfreyja hjúum til verka. Hver vinnukona
fjekk sinn kembara, stundum líka tvinnara. Hún sá
honum aftur fyrir bandi eftir þörfum. Stundum vann
parið með ástúð og hljóðri spekt; kemburnar silkigreið-
ar, boðandi fríðleikskonu, bandið nóg og sljett, fögur
fyrirmynd hjónabands. Hjá öðrum voru þær slitróttar og
grettar, svo fussað var við konuefninu; komu þá hnökrar
og bláþræðir á bandinu til svara, svo upp úr slitnaði.
(í Eyjafirði fyrir 50-60 árum, 1925, bls. 81.)
Margir leikir urðu til við tóvinnuna og skemmti fólk sér
oft við þá.
Þá var stundum „lagt saman band“ sem svo var kallað,
en það var þannig að þeir sem tóku þátt í keppninni, og
þeir gátu verið eins margir og verkast vildi, mældu svo
eða svo marga faðma af bandi sem prj óna átti, og reyndu
menn þá með sér hver fyrstur yrði til að ljúka við sitt af-
mælda band og hvar í röðinni hver yrði, ef margir voru.
Þótti þetta góð skemmtun og jók kapp og flýti. Þá var
stundum „prjónað fyrir bæina“, sem kallað var. Var þá
gengið á bæjarröðina. . . og náði sá bæ, sem lauk við
prj ón, en vinningurinn var að ná í sem flesta bæi. Það var
því fremur keppikefli unglinga að fá að prjóna, fremur
en kemba eða spinna, tvinna eða þæfa, því að meira fjör
og keppni gat verið við prjónana.
(Snorri Sigfússon 1968, bls. 35-37.)
HUGUR OG HÖND
Börnin voru ekki undanskilin almennri vinnu. Á barn-
mörgum heimilum voru þau dýrmætur vinnukraftur, og
lærðu snemma að bera ábyrgð. Um leið og þau urðu rólfær
voru þau sett við tóvinnuna.
Fyrst þú ert komin á fjórða ár
fara áttu að vinna.
Það er að læra listir þrjár
lesa, prjóna, spinna.
(Gamall húsgangur)
Vinnudagur þeirra var oft álíka langur og fullorðna fólks-
ins og urðu þau að skila ákveðinni vinnu líkt og það. Þegar
börnin voru orðin 8 ára urðu þau að skila vissu prjónles-
magni eftir vikuna, venjulega tvennum sjóvettlingspörum,
og síðan meiru eftir því sem þau eltust.
Heimilin voru eini skólinn, og lærðu börnin, piltar jafnt
sem stúlkur, vinnubrögðin af foreldrum sínum. í rökkrinu
sátu mæðurnar með börnin og kenndu þeim að prjóna og
spinna, og rauluðu með þeim vers og bænir. Þær vöndu
börnin á vandvirkni við verkin. Þannig lærðist tóskapar-
listin kynslóð fram af kynslóð. Börnin voru ekki gömul
þegar þau lærðu að taka lykkjuna, eins og sést á hús-
ganginum gamla hér að framan.
Þessar löngu setur við prjónana hafa verið erfiðar fyrir
svona ung börn. Hafa þau ekki átt ljúfar endurminningar frá
fyrstu kynnum sínum af prjónunum.
Frá Byggðasafni Vestmannaeyja.
Prjónuð peningabudda með lás úr málmi. Hún á þessa sögu: Sumarið
1895 réru þeirsaman á litlu juli meðfæri Gísli Lárusson bóndi og gull-
smiður í Stakkagerði og Gísli bóndi Eyjólfsson á Búastöðum. Dag einn
stóðu þeir í örum fiski sunnan við Súlnaskersklakk. Einn þorskurinn
œldi upp þessari buddu, er honum var bylt innfyrir borðstokkinn.
Um og eftir aldamót sáust Englendingar hér oft með buddur afþessari
gerð.
Gefendur: Systkinin Eyjólfur og Lovísa, börn Gísla Eyjólfssonar.