Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 15
misstór, 3-6 nemendur búa saman. í herbergjunum eru rúmstæði með dýnum, borð og fataskápur, búnaður í lág- marki, enda ekki ætlast til að herbergin séu annað en svefn- staður. Fljótlega hitta nýkomnu stúlkurnar nemendur eldri deildar. Þær búa í tveimur herbergjum á efsta lofti skólans, Þingeyrum og Þykkvabæ, og hafa verið í skólanum síðan um miðjan september. Þær eru heimavanar og hafa efni á að vera dálítið drjúgar með sig, en góð kynni takast fljótt. Skólinn er settur fyrsta vetrardag. Það er hátíðleg athöfn. Nemendur og annað heimilisfólk klæðist sparifötum og safnast saman í skólastofunni. Forstöðukonan setur skól- ann með ræðu og kynnir nemendum skólareglur, skipar umsjónarmenn á herbergjum og í skólastofu, einnig „hringjara“. Að síðustu er sunginn sálmur. Á eftir er sam- eiginleg kaffidrykkja í Höllinni. Nú er vetrarstarfið hafið og allt fellur í fastar skorður. Skólabjallan í anddyrinu hringir kl. hálf átta hvern virkan dag, þá er mál að vakna. Kl. 8 eru allir mættir í Höllinni og vinnudagur hefst með því að sunginn er morgunsálmur. Næsta klukkutímann er yngri deild að ræsta skólann, eldri deild í bóklegum tíma, en kl. 9 koma allir í borðstofu og snæða morgunverð, hafragraut, mjólk, slátur og lýsi. Hið síðast talda nýtur ekki almennra vinsælda þó flestir láti sig hafa það að gleypa skammtinn! Að morgunverði loknum fer yngri deild í skólastofu og situr í þremur bóklegum tímum fyrir hádegi. Þaðan heyrist oft hressilegur söngur því frú Blöndal byrjar ævinlega fyrstu kennslustund að morgni með því að láta syngja ættjarðarljóð. Hún er með af- brigðum lagviss, hefur góða söngrödd og fær alla til að vera með. Eldri deild skiptir sér, sumar fara til náms og starfa í eldhúsi, en aðrar til „baðstofu“, þar sem vefstólarnir bíða vinnufúsra handa. Eftir hádegisverð, sem eldri deild fram- reiðir undir leiðsögn matreiðslukennarans, skiptist hópur- inn þannig í stórum dráttum að eldri deild fer ýmist í bók- lega tíma, handavinnu eða vefnað, hluti yngri deildar fer í vefnað, en hinar í saumaskap og hannyrðir. Sú kennsla fer fram í Höllinni, því ekki er sérstök stofa fyrir þær náms- greinar. Nú er unnið af kappi til kl. 4, þá er kaffitími og úti- vist í eina klukkustund. Áhersla er lögð á að nemendur ræki útivistartímann og láti ekki veður aftra sér. „Gangið hratt og komið blóðinu á hreyfingu!“ er frú Blöndal vön að segja. Eftir útivist heldur vinnudagur áfram til kl. 7 en þá er kvöldverður. í tímanum milli 6 og 7 heldur frú Blöndal oft fyrirlestur fyrir báðar deildir. Kl. 8 fara nemendur beggja deilda til skólastofu, lesa námsgreinar og búa sig undir næsta dag. Þrjú kvöld vikunnar er þessi undirbúningstími í styttra lagi, því þá hefst kvöldvaka kl. hálf níu. Logar þá eldur á arni í Höllinni. Nemendur og kennarar sitja við handavinnu, en forstöðukona eða einhver kennari les upphátt. Lesnar eru valdar bókmenntir. Nemendur kynn- ast hér - margir í fyrsta sinn, ritverkum Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar og fleiri íslenskra öndvegishöf- unda, einnig þýðingum á verkum erlendra stórskálda. Það er vel hlustað, og líka vel unnið. Hér er gamla íslenska kvöldvakan tekin fram yfir það sem útvarpið býður upp á, enda heyrist útvarp fremur illa á Austurlandi á þessum tíma. Á miðvikudagskvöldum er kaffi og kökur í vökulok. Kl. 10 er sunginn sálmur og síðan gengið til náða. Allt á að vera orðið hljótt og slökkt á herbergjum kl. 11. Hér er vinnuvikan 6 dagar og hvergi slakað á. Á sunnu- dagsmorgnum skal mætt til morgunverðar kl. 9. Þá er á borðum, kakó, brauð, álegg og glóðvolgar bollur beint úr ofninum. Kl. 11 er hlustað á útvarpsmessu, en eftir það er dagurinn frjáls. Þó skulu allir mæta við máltíðir. Á sunnu- dagskvöldum sér til þess kjörin nefnd um einhver skemmti- atriði, stundum safnast allir saman í Höllinni og frú Blöndal segir frá einhverju sem á daga hefur drifið í ferðalögum eða námi, erlendis eða heima. Hún er framúrskarandi vel máli farin, gæðir frásögnina lífi og heldur athygli áheyrenda. í lokin er alltaf borið fram eitthvert góðgæti sem matreiðslu- nemar hafa spreytt sig á að búa til. Hér hefur verið stiklað á stóru um daglega hætti. Þó allt sé yfir höfuð í föstum skorðum er lífið alls ekki tilbreyting- arlaust. Hjá ungu og glöðu fólki er alltaf eitthvað að gerast. Hér skapast kynni, sem oft þróast í ævilanga vináttu. Verk- efnin eru margvísleg og vinnudagurinn langur. Það eru stundum þreyttar stúlkur, sem ganga upp stigann kl. 10 á kvöldin. Þegar þvottur er þveginn fara þvottakonur - venjulega tvær - á fætur kl. 4, kveikja undir þvottapotti og hita vatn. Síðan er þvegið á bretti, soðið og skolað. Vél- menningin hefur enn ekki haldið innreið sína. Kannski þess vegna verða þessir dagar, þó erfiðir væru, eftirminnilegir og góðir í minningunni. Einu sinni í mánuði er vegleg afmælis- veisla til heiðurs þeim sem hafa átt afmæli í mánuðinum. Oft er farið í langar gönguferðir út í skóg, þar eru sumir staðir heimsóttir ár eftir ár, t. d. Hólatjörn, en þangað rata aðeins fáir útvaldir! Skautafólk rennir sér á Kliftjörn í úti- vistinni, og stundum er Lagarfljót á haldi og heillar. Á laug- ardagskvöldum er oft dansað í skólastofunni þó herrana vanti, en 1. des. og 14. mars eru ævinlega samkomur opnar þeim sem koma vilja. Þær eru reglulegt tilhlökkunarefni. Venjulega flytur frú Blöndal ræðu, en stúlkur annast önnur skemmtiatriði s. s. upplestur, söng, leikþætti o. fl. Síðan er dansað í skólastofunni af miklu fjöri. Fjórða hvert ár er þorrablót Vallamanna haldið í skólanum og venjulega er kennurum og nemendum boðið þegar þau eru haldin ann- ars staðar. Eins og fyrr er drepið á hafði Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað þá sérstöðu meðal annarra kvennaskóla á íslandi, að vera tveggj a vetra skóli. Af því leiddi að hægt var að ætla bóknámi mun meiri tíma en ella hefði orðið. Bóklegar námsgreinar á því tímabili er hér hefur verið sagt frá voru: íslenska, (málfræði, setningafræði, íslenskar bókmenntir, HUGUR OG HÖND 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.