Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 16

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 16
1 t Veggklœði ofið með íslenskum glitvefnaði úr jurtalituðu bandi. Unnið afnemanda Hallormsstaðaskóla 1946. bragfræði), íslandssaga, danska, reikningur, bókfærsla, fæðuefnafræði, fæðuefnareikningur, heilsufræði og vefnað- arfræði. íslenska og íslenskar bókmenntir skipuðu öndveg- ið. Þessa námsgrein kenndi frú Blöndal í báðum deildum, á þann hátt að ógleymanlegt verður þeim er kynntust. Hæfi- leiki hennar til að leiða nemendur sína um torfær einstigi Eddukvæða og ljúka upp fyrir þeim leyndardómum hins forna skáldamáls var töfrum líkastur. Undir handleiðslu hennar urðu bókmenntatímarnir uppspretta andlegrar nautnar. Matreiðsla var eingöngu kennd á öðru námsári. Þá komu nemendur í skólann 15. september. Var þá hafist handa um berjatínslu. Ribsber, sólber og hindber voru tínd af runn- unum í garðinum, bláber, krækiber og hrútaber úti í skógi. Síðan voru gerðar sultur, saftir og hlaup. Heimaræktað grænmeti var soðið niður, súrsað eða saltað og svo hófst sláturtíðin með miklu annríki. Kennt var að búa til slátur, lundabagga, rúllupylsur, kæfu, gera sultu úr sviðum, taka sundur kindaskrokka, salta kj öt og útbúa til reykingar o. fl. Fatasaumur var kenndur í yngri deild. Skyldustykki voru: Náttkjóll, karlmannsskyrta, drengjabuxur, blússaog pils. Þá prjónuðu yngri deildar nemar háleista, peysu o. fl. og unnu ýmiss konar útsaum allt eftir dugnaði og getu. Eldri deild fileraði (riðaði) hvítan dúk, mestu gersemi, orkeraði blúndu o. fl. Þá er komið að þeirri námsgrein, sem undan- tekningalítið var vinsælust í báðum deildum, en það var vefnaðurinn. í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað skipaði hann veglegan sess. Frú Blöndal hafði kennt vefnað á nám- skeiðum í Rangárvallasýslu og á Eiðum og að sjálfsögðu við skólann í Mjóanesi. Það var eitt af hennar stærstu áhuga- málum að koma heimilisiðnaðinum og þá einkum vefnað- inum á íslandi, upp úr þeim öldudal, sem hann hafði verið í um skeið, þegar hann var að mestu niður lagður á heimil- um, og gamlar vefnaðargerðir s. s. eins og íslenska glitið og togflosið voru að því komnar að glatast. Stærsta innleggið í baráttu hennar fyrir endurreisn þessarar ævafornu hand- iðnar, var Vefnaðarbókin, sem hún samdi en Halldóra Bjarnadóttir gaf út með styrk frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands. Bókin kom út í litlum heftum sem fylgirit með Hlín á 12 ára tímabili, en var endurprentuð í einu lagi 1948. Er þetta fyrsta og eina íslenska vefnaðarbókin. í formála segir höfundurm. a. áþessaleið: „. . . Það sem fyrir okkur vakir er fyrst og fremst að létta vefnaðarkennurum og nemendum starfið, samræma og festa vefnaðarmálið, safna gömlum ís- 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.