Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Side 17

Hugur og hönd - 01.06.1984, Side 17
Hluti afsama klæði, hér sést vel sérkenni vefnaðarins. lenskum munstrum af algengum fjórskeftum vefnaði, og loks að tína saman úr erlendum vefnaðarbókum það, sem best virðist eiga við vort hæfi og náð hefur þegar nokkurri útbreiðslu hér. . .“ Yngri deild byrjaði á byrjuninni ef svo má að orði komast, með því að læra að reikna út í vef, balbína, rekja, leggja í kamb, rifja, draga í höföld og skeið, hnýta fram og binda upp. Mikil áhersla var lögð á að kenna þessi undir- stöðuatriði sem best og nákvæmast og notfæra sér vefnaðar- bókina í verki. Byrjað var á að vefa diskaþurrku og borð- renning úr einskeftu, að því loknu höfðu flestir lært taktinn: „stíga, skjóta, slá!“ og þá var tekið til við stærri viðfangs- efni. Yngri deild óf auk þess sem nefnt hefur verið fínt ein- skeftuefni í náttkjóla og rósabandaleggingu, buxna- ogpils- efni hvorttveggja úr ull með vaðmálsvend, milliskyrtuefni, (vefnaðargerð veipa) handklæði með vöffluvefnaði, púða- borð með krabbavefnaði og rósabandabekkjum og salúns- ábreiðu eða húsgagnaáklæði. Frú Blöndal hafði jafnan yfir- umsjón með vefnaði yngri deildar en aðstoðarkennari ann- aðist kennsluna að öðru leyti. Eldri deildin naut frábærrar kunnáttu og vandvirkni Þórnýjar Friðriksdóttur, kennara og síðar forstöðukonu. Hún hafði lært vefnað á Norðurlöndum og lokið vefnaðar- kennaraprófi frá Ábo kvinneliga hemslöjdsskole í Finn- landi, árið 1937. Eldri deild byrjaði á að undirbúa og setja upp vefi sína strax á haustin ef tími gafst eftir sláturtíð, áður en vetrarstarfið hófst. Nú var fengist við vandasamari vefnað en árið áður. Eldri deild óf á þessum árum: Serviettu eða bakkadúk með dregilsmunstri, borðrenning ofinn eftir fjórköfluðu dregilsmunstri útbúnu fyrir Austurbotnsdregil, kaffidúk ofinn eftir fjórköfluðu dregilsmunstri útbúnu fyrir Daladregil, matardúk ofinn eftir fjórköfluðu dregils- munstri útbúnu fyrir bindiþráð, veggteppi með krossvefn- aðar- og rósabandabekkjum, púðaborð með knipplings- vefnaði og gólfmottu með flosvefnaði. Hér mátti ekki slá slöku við ef ljúka átti skyldustykkjum, en það var flestum metnaðarmál. Meðan upplestrarfrí og próf stóðu yfir var stundum lögð nótt við dag af nemendum beggj a deilda til að ljúka verkefnum í tæka tíð fyrir skólaslit, sem oftast voru 30. apríl, og var sýning á handavinnu nemenda opin þann dag. Á vornámskeiðunum, sem yfirleitt voru vel sótt, var og ofinn fjölbreyttur vefnaður. Það var áhugamál frú Sigrúnar Blöndal að vefnaðarkenn- urum gæfist kostur á að öðlast menntun sína hérlendis, og vegna forgöngu hennar í þessu máli var stofnuð kennara- deild í vefnaði við skólann haustið 1943. Deildin tók tvo nemendur í einu og námstíminn var tveir vetur. Deildin starfaði til ársins 1952 og útskrifaði 8 vefnaðarkennara. Svo skemmtilega vill til að tveir fyrstu nemendurnir eru enn á „fullri ferð“ í vefnaðinum, en það eru þær Guðrún Berg- þórsdóttir, sem er vefnaðarkennari við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði, og Guðrún Vigfúsdóttir vefnað- arkennari við Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði, sem auk þess starfrækir Vefstofu á ísafirði og er víða þekkt fyrir þá listrænu og fögru muni sem þar eru unnir, Hér verður látið staðar numið. Þeim sem frekar vilja fræðast um hina merku og á margan hátt sérstæðu stofnun er hér hefur verið fjallað um, skal bent á bókina „Hús- mæðraskólinn á Hallormsstað 1930-1980“ eftir Sigrúnu Hrafnsdóttur. Á þeim rúnilega 40 árum sem liðin eru síðan höfundur þessara minningabrota kynntist fyrst skólastarfi á Hall- ormsstað, hefur orðið bylting í íslensku þjóðlífi og þá einnig í íslenskum skólamálum. Nú er hljótt um húsmæðra- skólana, þær stofnanir sem fyrr á árum voru oft helsti kostur félítilla unglingsstúlkna til að afla sér einhverrar framhalds- menntunar. Hvort saga þeirra er senn öll, mun framtíðin leiða í ljós, en starfið sem þar var unnið verður seint of- metið eða þakkað. Aðalheiður Geirsdóttir HUGUR OG HÖND 17

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.