Hugur og hönd - 01.06.1984, Side 23
sjötíu ára tiglateppi
Teppið er saumað árið 1911 og var þá
höfundur þess um áttrætt. Var það
Amalia Thorsteinsson, f. Löve, dönsk
að ætt og uppruna. Hún var gift ís-
lenskum kaupmanni, Þorsteini Thor-
steinsson, en hann fórst með kaup-
skipi árið 1888. - Amalia bjó til mikið
af dúkum og teppum sem hún seldi.
Saumaði hún gjarnan eftir pöntun.
í dúkana og teppin notaði hún silki-
efni, raunar afganga og afklippur sem
féllu til í slifsissaumastofu sem mágur
hennar, Lund, rak í Danmörku. Tigl-
ana klippti hún út úr gömlum spilum
sem hún fékk hjá tengdasyni sínum
Nicolai Bjarnason kaupmanni, en síð-
ustu árin var hún búsett hjá honum og
dóttur sinni Önnu í Suðurgötu 5. Nic-
olai var mikill spilamaður og voru
spilin keypt inn í heilum kössum til
heimilisins.
Þegar búið var að klippa tiglana var
silkið saumað utan um þá, þeim raðað
saman í mynstur, sem þó var stundum
búið að draga upp á blað áður, tigl-
arnir voru síðan saumaðir saman,
spilin tekin innan úr og vatt eða ullar-
lagður látinn í staðinn. Loks var
teppið fóðrað. Allt var þetta gert í
höndunum. Dúkarnir voru búnir til á
sama hátt en þeir voru ekki vatteraðir.
í veggteppinu eru 459 púðar en í
dúknum 108 stk.
Teppið og dúkurinn er nú í eigu Ásu
Atladóttur en hún er dótturdóttir
heimildarmanns okkar, Gunnars
Bjarnason, sem var dóttursonur Am-
aliu Thorsteinsson. Hann er nú bú-
settur í Mosfellssveit, 83 j a ára gamall.
A. Bj.
HUGUR OG HÖND
23