Hugur og hönd - 01.06.1984, Síða 26
1. mynd. Altarisklœði frá Draflastöðum íFnjóskadal. Fráfyrrihluta, líklega öðrumfjórðungi, 16. aldar. Refilsaumur. Ullarbandoglíngarn íhör-
léreft. Stœrð 109 X 117 cm. Þjms. 3924. Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir.
fjórar íslenskar útsaumsgerðir
Refilsaumur
Athyglisverðasta íslenska saumgerðin er tvímælalaust
refilsaumur, útsaumur eftir frjálsum áteiknuðum
munstrum, sem þekktastur er af altarisklæðum frá síðmið-
öldum. Saumur þessi þekkist þó einnig víðar, til dæmis er
hinn frægi Bayeux-refill í Frakklandi frá seinni hluta 11.
aldar unninn með þessum hætti og úr hliðstæðu efni.
Alls hafa varðveist fjórtán útsaumsverk unnin að mestu
með refilsaumi. Af þeim eru tíu altarisklæði, en hin altar-
isbrún, hökulkross, andlitsmynd og veggtjald, eða öllu
heldur leifar af veggtjaldi, efalítið svonefndum refli, nú í
fjórum pörtum. Fimm altarisklæðanna og tveir stærri hlutar
refilsins eru í söfnum erlendis, en hin refilsaumsverkin eru
í Þjóðminjasafni íslands. Klæði þessi verða ekki tímasett
svo óyggjandi sé nema eitt, hökulkrossinn, sem ber ártalið
1677, en ætla má að þau spanni tímabilið frá seinni hluta 14.
26
HUGUR OG HÖND