Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 28
3. mynd. Rúmtjald (rekkjurefill) gefið Pjóðminjasafni íslands 1864 af Björgu Guttormsdóttur frá Hofi, prestsekkju í Húsavík. Frá 18. öld. Áletr-
unin, öll spegluð, er vers úr kvöldsálmi frá 17. öld. Glitsaumur. Ullarband í hörléreft. Stœrð 75 x 145 cm. Þjms. 161. Ljósmynd: Myndiðn.
af kringlóttum eða marghyrndum reitum með ýmiss konar
blómamyndum ásamt fuglum, biblíumyndum og myndum
af mönnum og dýrum, en ofan og neðan við reitina eru ein-
att leturbekkir með kvöldversum.Dæmi um uppdrátt með
biblíumyndum er meðal annars að finna á hluta af refli frá
17. öld er síðast var hafður fyrir altarisklæði í bænhúsi að
Gröf í Þorskafirði (4. mynd). Má þar sjá myndir af upprisu
og uppstigningu Krists og komu heilags anda yfir postulana.
Á einum myndrænasta rekkjureflinum, sem talinn er vera
frá 18. öld og kominn úr búi Jóns sýslumanns Espólín, eru
níu hringreitir með myndum bæði af mönnum og dýrum,
meðal þeirra tveir hermenn eða veiðimenn á hestbaki. Með
áletruninni undir öðrum þeirra, TIRPINN BISKUP, mun
vera átt við einn af köppum Karlamagnúsar.
Gamli krosssaumurinn
Rúmábreiður með gamla krosssaumnum eða fléttusaumi
eru einnig sérkennandi fyrir íslensk útsaumsverk eftir
siðaskiptin, nánar til tekið frá 17. og fram á öndverða 19.
öld. Þá var saumgerð þessi einnig notuð við gerð annarra
klæða, kirkjulegra og veraldlegra, og finnst raunar þegar,
þótt í litlum mæli sé, á fáeinum kirkjuklæðum frá síðmið-
öldum. Fyrrum var saumur þessi eingöngu nefndur kross-
saumur og fól heitið þá j afnframt í sér krosssaum sem við nú
nefnum svo - sem raunar vart sést í íslenskum útsaumi eldri
en frá 19. öld - en heitin gamli krosssaumur og fléttusaumur
um saumgerðina munu fyrst hafa komið fram á fyrri hluta
20. aldar til aðgreiningar frá hinni.
Gamli krosssaumurinn er unninn eftir reitamunstri. Er
2. mynd. Altarisklœði úr dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Fráfyrri hluta, líklega öðrum fjórðungi, 16. aldar. Refilsaumur. Ullarband og lín-
og málmgarn í hörléreft. Stœrð 99 X 183 cm. Þjms. 4380 b. Ljósmynd: Gísli Gestsson.
í|/ i
■ 'ÍC’ jÍiiiill&S
lýsÉÉ-p*