Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.1984, Blaðsíða 29
hæðin á sporinu venjulega tveir þræðir (þráðahópar), eins og á venjulegu krossspori, en farið er til skiptis yfir fjóra fram og tvo aftur. Saumaðar eru láréttar sporaraðir, og er lokið við hverja röð í einni yfirferð, ólíkt því sem er um venjulegan krosssaum. Þannig er til dæmis fyrsta röð saumuð frá vinstri til hægri, en önnur röð frá hægri til vinstri (8. mynd 8). Stök spor eru ýmist saumuð eins og venjuleg krossspor eða farið í þau þrisvar, og fer betur á seinni að- ferðinni (8. mynd 9). Langar og beinar, einfaldar raðir af sporum, svo sem í umgerðum utan um munstur, milli bekkja og þess háttar, eru oft saumaðar lóðrétt (frá sér) (8. mynd 10). Dæmi eru þess að skáraðir af stökum sporum hafi verið saumaðar þannig að sporin fléttast saman (8. mynd 11), en ekki fer alltaf jafn vel á því. í Þjóðminjasafni íslands eru fimm rúmábreiður og hlutar af að minnsta kosti tveimur í viðbót unnar algjörlega með gamla krosssaumnum. Auk þess er vitað um tvær í einka- eign, aðra erlendis. Ábreiðurnar eru misstórar, um 150 til 175 cm á lengd og um 100 til 130 cm á breidd. Þær eru saumaðar með mislitu ullarbandi - ein með svolitlu silki að auk - í ullartvist (togtvist) ýmist með venjulegri einskeftu- vend eða jafavend, og er grunnefnið alveg hulið útsaumi. Á flestum ábreiðunum kemur fyrir hin dæmigerða íslenska munsturgerð þar sem yfirborðinu er skipt í reiti. Á þeim mörgum er einnig annað einkenni sem þær eiga sammerkt með nokkrum refilsaumsklæðanna frá miðöldum, sem sé fölgulur grunnur. Dæmi um þetta hvort tveggja er „riddarateppið“ sem svo 4. mynd. Altarisklœði úr bœnhúsinu að Gröfí Þorskafirði. Upprunalega hluti af rúmtjaldi (rekkjurefli). Frá seinni hluta 17. aldar. Glitsaumur. Ullarband í hörléreft. Stœrð 65 x 110,5 cm. Þjms. 647. Ljósmynd: Gísli Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.