Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 29

Hugur og hönd - 01.06.1984, Qupperneq 29
hæðin á sporinu venjulega tveir þræðir (þráðahópar), eins og á venjulegu krossspori, en farið er til skiptis yfir fjóra fram og tvo aftur. Saumaðar eru láréttar sporaraðir, og er lokið við hverja röð í einni yfirferð, ólíkt því sem er um venjulegan krosssaum. Þannig er til dæmis fyrsta röð saumuð frá vinstri til hægri, en önnur röð frá hægri til vinstri (8. mynd 8). Stök spor eru ýmist saumuð eins og venjuleg krossspor eða farið í þau þrisvar, og fer betur á seinni að- ferðinni (8. mynd 9). Langar og beinar, einfaldar raðir af sporum, svo sem í umgerðum utan um munstur, milli bekkja og þess háttar, eru oft saumaðar lóðrétt (frá sér) (8. mynd 10). Dæmi eru þess að skáraðir af stökum sporum hafi verið saumaðar þannig að sporin fléttast saman (8. mynd 11), en ekki fer alltaf jafn vel á því. í Þjóðminjasafni íslands eru fimm rúmábreiður og hlutar af að minnsta kosti tveimur í viðbót unnar algjörlega með gamla krosssaumnum. Auk þess er vitað um tvær í einka- eign, aðra erlendis. Ábreiðurnar eru misstórar, um 150 til 175 cm á lengd og um 100 til 130 cm á breidd. Þær eru saumaðar með mislitu ullarbandi - ein með svolitlu silki að auk - í ullartvist (togtvist) ýmist með venjulegri einskeftu- vend eða jafavend, og er grunnefnið alveg hulið útsaumi. Á flestum ábreiðunum kemur fyrir hin dæmigerða íslenska munsturgerð þar sem yfirborðinu er skipt í reiti. Á þeim mörgum er einnig annað einkenni sem þær eiga sammerkt með nokkrum refilsaumsklæðanna frá miðöldum, sem sé fölgulur grunnur. Dæmi um þetta hvort tveggja er „riddarateppið“ sem svo 4. mynd. Altarisklœði úr bœnhúsinu að Gröfí Þorskafirði. Upprunalega hluti af rúmtjaldi (rekkjurefli). Frá seinni hluta 17. aldar. Glitsaumur. Ullarband í hörléreft. Stœrð 65 x 110,5 cm. Þjms. 647. Ljósmynd: Gísli Gestsson.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.